Fréttablaðið - 28.04.2005, Page 62

Fréttablaðið - 28.04.2005, Page 62
28. apríl 2005 FIMMTUDAGUR Ég hef engar áhyggj- ur af því hvort Eurovisionlagið hið íslenska er stolið eða ekki. Ég hef engar áhyggjur af því hvort Ísland nær að vinna sig upp úr forkeppn- inni. Ég get engan veginn spáð fyrir um það hvar við lendum í ár, því ég hef ekki lagt mig eftir því að heyra hin lögin. Það er eitthvað svo dásam- legt að vera svona áhyggjulaus. Að sjálfsögðu fylgdist ég spennt með fyrstu árin sem Ísland tók þátt í keppninni. Man enn hvernig belgíska lagið var árið sem Gleðibankinn náði ekki að sigra hug og hjörtu Evrópu- búa. En á síðari árum hefur áhugi minn fyrir þessari samevrópsku keppni dofnað. Ég er ekki frá því að lögin séu að verða leiðinlegri – og samhljóma. Það er trúlegra en að kröfurnar séu að aukast með aldrin- um. Æskugoðin í Duran Duran eru enn æðisleg í mínum huga (þó svo að ég hafi skipt um skoðun varðandi út- lit kappanna og sjái ekki alveg núna hvað það var sem ég sá í feimna trommaranum, Roger Taylor) og ítalska lagið Gente di mare er enn magnað. Nokkur þróun hefur verið í popp- heiminum síðan 1986, þegar við send- um Icy-tríóið. Fyrir utan klæðnað keppenda og útlit hefur þessi þróun einhvern veginn ekki náð að tryggja sér sess í lagavali í Eurovision. Það er komin einhver Eurovision-for- múla sem allir reyna að fylgja. Það er líklega ástæðan fyrir því að lögin eru svona samhljóma og gleymanleg. Ef einhver verulegur áhugi væri almennt í álfunni fyrir þessari keppni væri eitthvað gert til að reyna að bjarga henni, annað en að búa til eitthvert barna-Eurovision, sem við Íslendingar tökum ekki þátt í. Þetta á að vera dægurlagasöngkeppni, en voðalega fá af þessum lögum myndu komast ofarlega á vinsældalista, ef ekki væri fyrir keppnina sjálfa. „Ef ég hefði ást þína,“ er dæmigert svo- leiðis lag. Hefði aldrei svo mikið sem verið gefið út ef það væri ekki sér- hannað til að keppa við önnur lög í sama dúr. En ég hef ekki áhyggjur af þessu, vangaveltur um stolin lög geta haldið áfram fyrir mér. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SVANBORG SIGMARSDÓTTIR HEFUR MISST ÁHUGANN Á EUROVISION. Höfum ekki áhyggjur M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Yo Gi Oh á DVD Tímon og Púmba Umhverfis jörðina á DVD Tímon og Púmba Á feralagi á DVD Tímon og Púmba Út að borða á DVD Incredibles á DVD Shark tale á DVD Aðrar DVD myndir Kippur af Coke Og margt fleira. Taktu þátt þú gætir unnið: 11. hver vinnur. BTL BTF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Guð minn góður! Í alvöru talað! Dagur án appel- sínusafa... ...er eins og dagur án sól- skins. Og dagur án sólskins er eins og... nótt. Og dagur sem líður án þess að vera hafður að háði og spotti... ..er annarra manna líf. Hvernig ætli lífið sé fyrir utan? Ááááááiiiiiiii! Hannes beit mig! Hannes, það má ekki bíta fólk. Ó-Ó að bíta! Það má ekki bíta! Jafnvel þótt þú sért reiður! Alveg satt Alveg satt Alveg satt Jafnvel þótt sá hinn sami setji hnetu- smjör og sultu á handleginn á sér og biðji þig um að bíta. Alveg sa... Hvað! Skiptir ekki máli. Það lítur út fyrir að það snjói! Gyðingar eru að drepa múslima, múslimar drepa gyð- inga! Kristnir hafa nú bara drepið hvern sem er og þeg- ar sjúkir sértrúasöfnuðir, kaþólikkar og mótmælendur koma saman verður eitt stórt blóðbað. Af hverju höfum við öll þessi trúar- brögð? Af því að við erum hrædd við að deyja! Því trúi ég. Amen!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.