Fréttablaðið - 04.05.2005, Side 71
Peter Lehmann Wildcard
Chardonnay
Afar góð ræktunarskilyrði eru
fyrir chardonnay-þrúguna í Suð-
ur -Ástralíu. Vínið hefur ferskan
ávaxtaríkan karakter með smá
suðrænum blæ þar sem greina
má melónur og ferskjur ásamt
hunangsvotti. Vínið er einstak-
lega vel samstillt með hreint og
ferskt eftirbragð. Hentar vel með
flestu sjávarfangi og ljósu kjöti.
Kynningarverð á áströlskum dögum
990 kr.
Peter Lehmann Wildcard
Shiraz
Vín úr shiraz-þrúgunni
eru sennilega þekktustu
vínafurðir Ástrala, allt
frá skemmtilegum
n e y s l u t e g u n d u m
upp í gríðarstór og
mikil vín. Berja-
sprengja af bestu
gerð, kryddaður
karakter en
engu að síður er
fínleiki og mýkt
í fyrirrúmi og
jafnvægið gríð-
arlega gott.
Kynningarverð á
áströlskum dögum
1.090 kr.
Peter Lehmann
Barossa Semillon
Sérlega ferskt og ávaxta-
ríkt vín unnið úr semillon-
þrúgunni við bestu að-
stæður í Barossa-daln-
um. Ávöxtur vínsins
einnkennist af sítrus-
ávöxtum með keim
frá blómum og
hunangi. Kjörið
vín með fiskfangi
og austurlensku-
mÝréttum. Vin-
sælasta vín
sinnar tegundar
í Ástralíu.
Kynningarverð á
áströlskum dögum
1.190 kr.
Ástralskir dagar
hófust í síðustu viku í
Vínbúðunum og hafa
fjölmargir vínunn-
endur nýtt sér að þar
má gera hörkugóð
kaup í gæðavínum.
Meðal þeirra vína sem fást á
kynningarverði eru fjögur vín frá
meistara Peter Lehmann, einum
kunnasta víngerðarmanni Ástral-
íu. Einnig er vert að benda á að
fleiri vín frá Lehmann hafa lækk-
að í verði nýlega vegna aukinnar
sölu hérlendis og hagstæðari inn-
kaupa. Peter Lehmann er einn
kunnasti vínframleiðandi Ástral-
íu, oft nefndur baróninn af
Barossa. Lehmann-vínin hafa not-
ið gífurlegra vinsælda um allan
heim og er Ísland þar engin
undantekning. Ein vinsælasta vín-
línan frá Peter Lehmann nefnist
Wildcard enda þykir Lehmann
mikill „gambler“, tók mikla
áhættu við uppbyggingu hátækni-
vædds víngerðarhúss síns og þótti
því viðeigandi að nefna fyrirtækið
eftir söguhetjunni Sky Masterson,
fjárhættuspilaranum mikla úr
bókum bandaríska smásagnahöf-
undarins Damon Runyons. Síðar
var nafninu breytt í Peter Leh-
mann Wines en spil eru enn áber-
andi í skreytingu flöskumiðanna
sem eru auðþekkjanlegir og hefur
hönnun og útlit verið margverð-
launað ekki síður en innihaldið.
Þar eru konur í aðalhlutverki og
drottningin aðaltrompið. Auk
MIÐVIKUDAGUR 4. maí 2005 35
PETER LEHMANN: Trompunum spilað út á áströlskum dögum
Ástralskir dagar
fara vel af stað
Í síðustu viku hófust
ástralskir dagar í
Vínbúðunum sem
standa næstu þrjár
vikurnar. Þar eru 19
hvítvín og 40 rauðvín á kynning-
arverði og eru þau kynnt í í hand-
hægum og fróðlegum bæklingi í
Vínbúðunum. Viðtökur neytenda
hafa verið einkar góðar fyrstu
vikuna og margir vínunnendur
gert sér ferð í Vínbúðirnar til að
gera kjarakaup í góðum vínum.
Ástralar eru kunnir fyrir sérlega
góð hvítvín og lítum við hér á
þrjár þrúgur og einkenni þeirra.
Chardonnay vinsæl
Chardonnay er eflaust þekktasta
og vinsælasta hvítvínsþrúga
heims og hefur átt sinn þátt í vin-
sældum ástralskra vína. Í Ástral-
íu gefur þrúgan af sér ávaxtarík
vín með meðalfyllingu til vína
með góða fyllingu. Hafa þau oft
merkjanlega sætu sem kemur frá
háu alkóhóli (13
til 14,5%), gerj-
un og þroskun á
eik, auk þess að
í hitanum fær
þrúgan meiri og
sætari ávöxt.
Yfirleitt eru
vínin mjúk með
greinilega eik
og ber ávöxtur-
inn keim af suð-
rænum ávöxt-
um eins og t.d.
mangó, papaya
og ananas,
einnig má oft
finna kókos og
hunang. Vínin henta með steikt-
um fiskréttum sem innihalda
sætt meðlæti, t.d. ávöxtum og
grillaðri papriku, grilluðum
glasseruðum kjúkling eða fiski-
súpu með austurlensku ívafi.
Mikið eikuð vín geta jafnvel
gengið með kjötréttum, t.d. önd,
og eru því um leið góður valkost-
ur fyrir þá sem ekki vilja rauðvín
með kjötinu.
Hin olíukennda riesling
Riesling er ásamt chardonnay tal-
in ein besta hvítvínsþrúga heims.
Vínin eru létt til meðalfyllt, þurr
með ferska sýru og hafa ávöxt
sem ber keim af sítrus, eplum og
jafnvel ferskjum. Oft má finna
svolítinn olíukeim. Einnig eru
framleidd sæt eðalmygluvín úr
riesling-þrúgunni. Þurru vínin
henta vel sem fordrykkur, með
fiskréttum, kjúkling og mörgum
austurlenskum réttum. Einnig
má hafa þau með söltum og
reyktum mat.
Léttleikandi sauvignon blanc
Sauvignon Blanc gefur af sér vin-
sæl hvítvín. Létt til meðalfyllt
vín, grösug, ilmrík og fersk með
keim af sólberja- og rifsberja-
runna, spergli, sítrus og suðræn-
um ávextum. Hafi sauvignon
blanc komist í kynni við eik er
það oft kallað Fumé Blanc. Gott
sem fordrykkur, hentar vel með
gufusoðnum og ofnbökuðum fisk-
réttum, einnig skelfiski, reyktum
fiski og salati. Hafi einhver eik
komið nálægt víninu passar það
betur með steiktum eða grilluð-
um fiski og ljósu kjöti.
þeirra vína sem hér eru kynnt er
vínið Peter Lehmann Barossa
Cabernet Sauvignon einnig á
kynningarverði og kostar 1.390
kr, lækkar um 200 kr.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI