Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 8
1Hvar verður ofbeldi sýnt rauða spjald-ið klukkan 17 á föstudag? 2Hvað kallast þinghús Breta? 3Hver mun leika hlutverk Elínborgar íkvikmyndinni Mýrinni? SVÖRIN ERU Á BLS. 46 VEISTU SVARIÐ? 8 5. maí 2005 FIMMTUDAGUR RÓM, AP George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagðist í samtali við Silvio Berlusconi í gær harma skotárásina fyrir tveimur mánuð- um sem dró ítalskan leyniþjón- ustumann til dauða. Nokkur spenna hefur ríkt í samskiptum Ítalíu og Bandaríkj- anna eftir að bandarískir her- menn skutu ítalska leyniþjónustu- manninn Nicola Calipari til bana þegar hann var í bíl á leiðinni á flugvöllinn í Bagdad með blaða- konuna Giuliana Sgrena sem mannræningjar höfðu haft í haldi. Niðurstöðum ítalskra og banda- rískra rannsókna sem kynntar voru í vikunni bar ekki saman um tildrög atburðarins og töldu menn því að fleygur hefði verið rekinn á milli bandamannanna Bush og Berlusconi. Í gær hringdi hins vegar Bush í félaga sinn og kvaðst harma dauða Calipari, „hetjulegan þjón Ítalíu og mikils metinn vin Banda- ríkjanna,“ að sögn talsmanns Hvíta hússins. Leiðtogarnir hétu því að láta atvikið ekki spilla sam- skiptum þjóðanna. Skoðanakönnun sem Gallup gerði nýverið í Bandaríkjunum sýnir að sextíu prósent þjóðarinn- ar telja að innrásin í Írak hafi ver- ið mistök. Stuðningur við innrás- ina hefur aldrei mælst minni. ■ Breytingar lagðar til á Fráveitunni: Sameinist Orkuveitu REYKJAVÍKURBORG Lagt hefur verið til innan borgarkerfisins að gera Fráveituna að hluta af Orkuveitu Reykjavíkur og eru miklar líkur á að það verði að veruleika. Fráveitan kemur þá við hlið Vatnsveitunnar og Hitaveitunnar innan Orkuveitunnar og hefur sömu stöðu og þær í skipuritinu. Guðmundur Þórodds- son, forstjóri Orkuveit- unnar, og Hrólfur Jóns- son, sviðsstjóri fram- kvæmdasviðs, eru sam- an í nefnd sem á að kanna hagkvæmni þess- arar breytingar. Guð- mundur segir að sér lítist vel á þessa hugmynd, það sé algengt fyrirkomulag erlendis að vatnsveitur og frá- veitur séu undir sama hatti en ekkert hafi ver- ið ákveðið ennþá. Ef af flutningi frá- veitunnar verður eru allar líkur á því að Sig- urður Skarphéðinsson gatnamálastjóri verði fráveitustjóri enda verða starfsmenn frá- veitunnar þá fluttir yfir og engin breyting gerð á þeim hópi. Fráveitan hefur fram að þessu verið hluti af Gatna- málastofu. Nýtt skipurit fram- kvæmdasviðs borgar- innar tekur gildi 1. júní og verður þá byrjað að vinna sam- kvæmt því. -ghs Útbo›i› var fyrirsláttur Reykjavíkurborg tók tilbo›i fleirra sem hafa reki› Vi›eyjarferjuna undanfarin ár. Annar a›ili telur sig hafa átt hagstæ›asta tilbo›i›. SAMGÖNGUR „Þau svör sem við höfum fengið eru að okkar mati ófullnægjandi með öllu og þessi ákvörðun því enn jafn óskiljan- leg,“ segir Guðmundur Gestsson, framkvæmdastjóri Hvalstöðvar- innar ehf. Telur hann ótvírætt að fyrirtæki sitt hafi átt hagstæðasta tilboðið í áframhaldandi áætlun- arsiglingar til Viðeyjar sem Reykjavíkurborg bauð út fyrir skömmu en tilboði sömu aðila og rekið hafa Viðeyjarferjuna und- anfarin ár var tekið. Guðmundur gerir margvísleg- ar athugasemdir við útboðsferlið og það tilboð sem fyrir valinu varð enda var tilboð Hvalstöðvar- innar mun lægra í peningum talið auk þess sem boðið var upp á auk- inn fjölda ferða. „Það er kannski eðlilegt að tilboði Viðeyjar- ferjunnar hafi verið tekið þar sem í liggur í augum uppi að útboðs- gögnin miðuðust við þeirra starfs- semi. Þannig er stærð og flutn- ingsgeta þeirra báta sem óskað er eftir til verksins nákvæmlega sú sama og þeir hafa yfir að ráða.“ Hann finnur einnig að því að ekki hafi verið metin sérstaklega sú staðreynd að fyrirtæki hans stundar þegar mikið kynningar- starf meðal erlendra ferðamanna og var ætlunin að nýta þá kynn- ingarvél til að koma Viðey á kortið. Ferðamönnum til eyjunnar hefur fækkað mikið hin síðari ár en aðeins sóttu hana heim um fimmtán þúsund manns á síðasta ári samanborið við 25 þúsund manns árið 1999. Er opinber stefna Reykjavíkurborgar að auka fjöldann aftur og því kemur það Guðmundi á óvart að slík kynningarstarfsemi sem fyrir- huguð var fengi hans fyrirtæki verkið er lítt eða ekkert metin. „Mér sýnist að útboðið hafi verið fyrirsláttur einn og aldrei hafi staðið til að skipta um þjónustuað- ila.“ Karl Ragnarsson, hjá fram- kvæmdasviði Reykjavíkurborgar, var einn fjögurra fulltrúa sem fóru yfir tilboðin. Hann segir að vegna mikils umfangs hafi verið ákveðið að meta hvert tilboð á grundvelli punktakerfis í stað þess að einblína á kostnaðartölur. „Þarna spiluðu svo margir þættir inn í að annað var vart hægt. Meta þurfti styrkupphæð- ina, fjölda ferða, bátakost, reynslu viðkomandi og hvernig ferðatíðni kom heim og saman við þá þjónustu sem í eynni er. Tilboð Viðeyjarferða þótti vænlegast að okkar mati en þar með er ekki sagt að þeir hafi staðið sig mjög vel á öllum sviðum.“ albert@frettabladid.is Stjórnmálamaður: Misnota›i unglingspilt DANMÖRK Danski stjórnmálamað- urinn og fyrrverandi þingmað- urinn Flemming Oppfeldt hefur verið ákærður fyrir að hafa haft kynmök við dreng sem ekki var orðinn lögráða. Oppfældt komst í kynni við drenginn á spjallsvæði á netinu og eftir nokkurt spjall þeirra á milli varð það úr að þeir hittust í september síðastliðnum. Höfðu þeir svo samfarir á heim- ili Oppfeldts í Farum. Vitað er að maðurinn reyndi að komast í kynni við fleiri unglingspilta á netinu. Lögmaður Oppfeldt sagði í samtali við Ritzau-fréttastofuna að allt of langt væri gengið í ákærunni, skjólstæðingur sinn hefði ekki vitað hversu ungur drengurinn væri. ■ VIÐEYJARFERJAN Þrátt fyrir að ferðamönnum til Viðeyjar hefði farið ört fækkandi hin síðari ár þótti vænlegast að ganga aftur til samninga við þá sem hafa séð um áætlunarsiglingar þangað undanfarin ár. BREYTING Á SKIPURITI Lagt er til að Fráveitan flytjist til Orkuveitu Reykjavíkur og verði þar við hlið Vatnsveitu og Hitaveitu. Sigurður Skarphéðinsson gatna- málastjóri yrði þá frá- veitustjóri. Fyrirspurn þingmanns Frjálslynda flokksins: Vill vita fjölda sendiherra ALÞINGI Sigurjón Þórðarson, þing- maður Frjálslynda flokksins, ætlar að reyna að fá því svarað fyrir þinglok í næstu viku hversu margir sendiherrar hafi verið skipaðir á árunum 1995 til ársins 2005. Hann vill jafnframt vita hve margir þeirra hafi fengið sendiherrastöður í sam- ræmi við framgangskerfi utan- ríkisþjónustunnar. Í öðru lagi ætlar Sigurjón að spyrja utan- ríkisráðherra hverjir sendi- herranna höfðu ekki starfað í utanríkisþjónustunni áður en þeir fengu þar stöður. ■ SÁTTASÍMTAL Bush hringdi í Berlusconi í gær og bað fyrir kveðjur til fjölskyldu Nicola Calipari. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Bandaríkjaforseti segist harma dauða leyniþjónustumannsins Calipari: Bush og Berlusconi segjast vera sáttir 08-09 ok 4.5.2005 22:17 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.