Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 18
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Frakk- landi í lok þessa mánaðar, um fyrir- hugaða stjórnarskrá Evrópusam- bandsins, hefur verið mikið í frétt- um undanfarna mánuði. Þegar Jacques Chirac, Frakklandsforseti, ákvað að setja málið í þjóðarat- kvæði á sínum tíma bentu skoðana- kannanir til þess að yfirgnæfandi meirihluti Frakka væri hlynntur stjórnarskránni. Chirac taldi sig því ekki vera að taka neina áhættu, en hann styður sem kunnugt er samþykkt stjónarskrárinnar. Síðan tók að saxast á það forskot og undanfarið hafa flestar kannan- ir sýnt fram á að meirihluti sé and- vígur henni. Ljóst er að enn getur allt gerzt í þeim efnum þar til þjóð- aratkvæðið fer fram þann 29. maí næstkomandi. Stjórnarskrá Evr- ópusambandsins þarf að hljóta samþykki allra aðildarríkja sam- bandsins til að taka gildi, þá annað hvort með þjóðaratkvæði eða í gegnum viðkomandi þjóðþing. Þeg- ar hefur eitt aðildarríki Evrópu- sambandsins samþykkt stjórnar- skrána í þjóðaratkvæði, Spánn, og fjögur í gegnum þjóðþing sín, Ítal- ía, Litháen, Slóvenía og Ungverja- land. Samanlagt er gert ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslur muni fara fram um stjórnarskrána í að minnsta kosti níu af aðildarríkjum Evrópusambandsins. Auk Frakk- lands og Spánar er um að ræða Bretland, Danmörku, Holland, Pól- land, Lúxemburg, Portúgal, Írland og hugsanlega Tékklandi. Bretar eru taldir líklegastir til að hafna stjórnarskránni, en skoðanakann- anir þar í landi hafa ítrekað sýnt fram á að meirihluti þeirra sem af- stöðu taka til málsins séu andvígir henni. Líklegt er einnig talið að Danir hafni stjórnarskránni þann 27. september næstkomandi, en mjótt er á mununum í Danmörku samkvæmt könnunum. Ennfremur er talið hugsanlegt að Hollending- ar kunni að hafna stjórnarskránni og jafnvel Pólverjar. Fari svo að eitthvert aðildarríkja Evrópusambandsins hafni stjórnar- skránni þýðir það í raun að hún er úr sögunni. Litlar líkur eru þó tald- ar á að sú verði raunin. Forystu- menn sambandsins hafa margoft lýst því yfir að tryggja verði að stjórnarskráin taki gildi með einum eða öðrum hætti jafnvel þótt eitt eða fleiri aðildarríki hafni henni. Hvernig nákvæmlega er hins vegar ekki ljóst en ýmislegt hefur þó ver- ið nefnt í því sambandi. Meðal ann- ars hafa margir forystumenn Evr- ópusambandsins talað alvarlega um að þau aðildarríki, sem höfnuðu stjórnarskránni, yrðu að yfirgefa sambandið. Annað kann þó að verða uppi á teningnum ef Frakkar gerðu það enda ekki aðeins ein stærsta þjóð Evrópusambandsins heldur einnig ein stofnþjóða þess. Um þetta og fleira verður fjallað á opnum fundi sem Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópu- málum, efnir til laugardaginn 7. maí næstkomandi á Grand Hóteli undir yfirskriftinni „Hvað er að gerast í Evrópusambandinu?“ Einnig verð- ur fjallað um Noreg og Evrópusam- bandið, en sérstakur gestur fundar- ins verður Jo Stein Moen, einn af forystumönnum ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Nán- ar er fjallað um fundinn á heima- síðu Heimssýnar á vefslóðinni http://www.heimssyn.is. ■ Breytingar á fjarskiptalögum sem eru í umræðu á alþingi um þessar mundir gera það að verkum að hver sá sem notar síma eða inter- netið er fyrirfram sakaður um að gera það í glæpsamlegum tilgangi uns annað er sannað. Annað er varla hægt að lesa út úr þessari grein í frumvarpinu sem nú er í samgöngunefnd og kemur fljótlega til annarrar umræðu og síðan til atkvæðagreiðslu sem lög frá alþingi, en hún hljóðar svona: „7. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna: a. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóð- andi: Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skulu fjarskiptafyrirtæki, í þágu rannsókna opinberra mála og almannaöryggis, varðveita lág- marksskráningu gagna um fjar- skiptaumferð notenda í eitt ár. Lág- marksskráningin skal tryggja að fjarskiptafyrirtæki geti upplýst hver af viðskiptavinum þess var notandi tiltekins símanúmers, IP- tölu eða notendanafns, jafnframt því að upplýsa um allar tengingar sem notandinn hefur gert, tíma- setningar þeirra, tímalengd, hverj- um var tengst, magn gagnaflutn- ings hvort sem er til eða frá við- komandi notanda.“ Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa far- ið yfir frumvarpið að það stríði gegn meginreglu um rannsókn op- inberra mála og samrýmist ekki meðalhófssjónarmiðum að lög- regla geti án dómsúrskurðar feng- ið upplýsingar um hver eigi tiltek- ið símanúmer og/eða hver noti til- tekna IP-tölu. Hafi lögregla vit- neskju um tiltekna IP-tölu sé auð- velt fyrir hana að rekja allar teng- ingar við heimasíður og fylgjast þannig með einkalífi viðkomandi. Þá verði að tryggja samræmi milli laga um meðferð opinberra mála og laga um fjarskipti en sam- kvæmt lögum um meðferð opin- berra mála þurfi dómsúrskurð. Ef það er einbeittur vilji stjórnvalda að njósna um þegna sína á þann hátt sem tilgreint er í frumvarp- inu, af hverju þá ekki að ganga alla leið og koma upp her í landinu og setja á einræðisstjórn? Einnig er einkennileg sú þögn sem hefur verið í fjölmiðlum um þetta frumvarp, en þarna hefðu fjölmiðlar átt að taka af skarið og upplýsa almenning. Nær væri að bera þetta saman við lönd eins og Kína og Norður-Kóreu þar sem þjóðin er undir járnhæl einræðis- herra sem fara sínu fram á kostnað mannréttinda og einstaklings- frelsis. Getur það verið að það sé fullur vilji þings og þjóðar að stjórnvöld geti safnað upplýsingum um einstaka þegna og haldið skrár um þá án þess að fá til þess heimild- ir hjá dómara eins og lögin kveða á um núna? Er fólki svo nákvæmlega sama þó stjórnvöld og lögregluyfir- völd skrái og safni upplýsingum um ferðir einstaklinga á internetinu í smáatriðum? Ekki bara hvaða vist- fang viðkomandi aðili hefur, heldur hvað hann er lengi tengdur og hvaða heimasíður hann fer á, hvað hann skoðar og hvað hann sækir af því efni sem er í boði á netinu? Stendur fólki virkilega á sama? Eina leiðin til að koma í veg fyrir svona ólög er að fjölmiðlar taki sig á og fari að leggja áherslu á að stjórnvöldum verði veitt hart að- hald í málum sem þessum. ■ 5. maí 2005 FIMMTUDAGUR18 HJÖRTUR J. GUÐMUNDSSON STJÓRNARMAÐUR Í HEIMSSÝN UMRÆÐAN ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLA Í FRAKK- LANDI Sekur uns sakleysi er sanna› SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Kíktu á neti› www.das.is Hringdu núna 561 7757 -dregi› í hverri viku bifreiðar í vinninga 10 Dregið á mo rgun! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D A S 27 49 9 4 /2 00 5 3 milljónir í skottið að auki ef þú átt tvöfaldan miða Dregi› 52 sinnum á ári um 705 skattfrjálsar milljónir! Ford Mustang Gætir Heimdallur ekki Bifrastar? Nú hefur skóli sem kallar sig Viðskipta- háskólann á Bifröst gert samning við Framsóknarflokkinn um að stofna stöðu prófessors í samvinnufræðumì í nafni Jónasar Jónssonar frá Hriflu. [...] Þessi skóli hét lengst af Samvinnuskólinn og eins og sjá má á ferilsskrám margra framsóknarmanna sem hafa látið að sér kveða í stjórnmálum hefur hann verið nýttur sem uppeldisstöð fyrir Framsókn- arflokkinn. Í seinni tíð hefur skólinn hins vegar markvisst reynt að breyta um ímynd og gekk meira að segja svo langt að breyta um nafn, sem var mörgum framsóknarmanninum þvert um geð. Nú virðist skólinn hins vegar sjá sóknarfæri í þessari vafasömu fortíð sinni og tekur upp samstarf við Framsóknarflokkinn um kennslu í skólanum. andriki.is Einskis metin umhyggja Á Íslandi í dag fæst fólk varla til að vinna lengur við umönnun þar sem vitað er að þú getur tryggt þér hærri laun við að steikja hamborgara eða vinna á kassa í einhverri verslunarmiðstöð. Í hverri viku má sjá atvinnuauglýsingar frá elliheimil- um, dagvistum, sambýlum og leikskól- um. Allar þessar stofnanir eiga það sam- merkt að innan veggja þeirra fer fram þjónusta og hjúkrun. Eitthvað sem er til einskis metið hér á landi sé horft til launanna. Verðmæti mannssálar er ekki hið sama og verðmæti gullpokans í bankanum eða talna á skjá í verðbréfa- stofnunum. politik.is Frakkar og stjórnarskrá ESB AF NETINU 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI HRAFNKELL DANÍELSSON TÖLVUNÖRD UMRÆÐAN BREYTT FJARSKIPTALÖG 18-19 Umræða 4.5.2005 19:48 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.