Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 5. maí 2005 Aldrei meiri innflutningur Vörugámar streyma til landsins. Landsmenn fluttu inn vörur fyrir tæpa 58 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Jafn- gildir það að vörur fyrir um 647 milljónir króna voru fluttar til landsins á hverjum degi. Er þetta aukning um 22 prósent eða 10,5 milljarða á milli ára. Sé horft til ársins 1995 hefur innflutningur aldrei verið meiri fyrstu þrjá mánuði ársins. Mest varð aukning í innflutn- ingi á flutningatækjum, um tæp fimmtíu prósent, samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu Íslands. Fyrstu þrjá mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 46,7 millj- arða króna. Sjávarafurðir voru 61 prósent alls útflutnings og var verðmæti þeirra nær hið sama og á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 35 prósent alls útflutnings. Halli á vöruskiptunum við út- lönd nam 11,6 milljörðum króna fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra voru þau óhag- stæð um 0,5 milljarða. Vöru- skiptajöfnuðurinn var því 11,1 milljarði króna lakari en á sama tíma árið áður. - bg DETTIFOSS MEÐ FULLFERMI Dettifoss kom til hafnar í Sundahöfn í gærmorgun drekkhlaðinn gámum. Svo virtist sem ekki væri pláss fyrir einn gám í viðbót. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA K om du ú t í PLÚS Plúsferðir • Hlí›asmára 15 • Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Verð frá 34.720 kr.* Benidorm á Halley í 7 nætur.á Skala í 7 nætur. á Pil Lari Playa í 7 nætur. Verð frá 41.400 kr.* Krít 13. júní, 18. júlí og 1. ágúst 55.690 kr. ef 2 ferðast saman. 46.300 kr. ef 2 ferðast saman. á Elimar í 7 nætur. Verð frá 35.800 kr.* Portúgal 13. júní, 11. júlí og 1. ágúst 48.200 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 34.930 kr.* Mallorca 1. júní, 13. júlí og 10. ágúst 46.730 kr. ef 2 ferðast saman. á Santa Clara í 7 nætur. Verð frá 39.560 kr.* Costa del Sol 9. júní, 7. júlí og 18. ágúst 49.830 kr. ef 2 ferðast saman. á Res Madrid í 7 nætur. Verð frá 46.620 kr.* Feneyska Rivieran 1. júní, 6. júlí og 17. ágúst 63.620 kr. ef 2 ferðast saman. *Verðdæmi miðast við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. Innifalið er flug, gisting, fararstjórn erlendis og flugvallarskattar. 25. maí, 29. júní, 13. júlí og 17. ágúst Netverðdæmi ...af því tilefni fær 150.000 farþegi Plúsferða fría sumarferð! Plúsferðir eru 10 ára... Sæplast í tvö félög Félög Sæplasts sem eru ekki í um- breytingaferli hafa verið sett í sérstakt félag, Promens. Í rekstri Sæplasts verður því lögð áhersla á að ljúka umbreytingarferli sem dótturfélögin eru í. Í Promens verður lögð áhersla á sókn á nýja markaði, aukið vöruframboð og stækkun rekstrareininga. Jafn- framt er stefnt að kaupum á fyrir- tækjum. „Við teljum að með þessu skapist auknir möguleikar til vaxtar og eflingar Promens. Jafn- framt verða skýrari áherslur um að snúa rekstri fyrirtækjanna í Sæplasti við ,“ segir Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Sæplasts. - dh ÁFRAMHALDANDI ÚTRÁS Íslendingar sjá viðskiptatækifæri í Litháen. Litháen lokkar Viðskiptatækifæri í Litháen voru kynnt á morgunverðarfundi Út- flutningsráðs í samvinnu við Verslunarráð Íslands, Euro Info- skrifstofuna og sendiráð Litháens í Danmörku. Með inngöngu Lithá- ens í Evrópusambandið fyrir réttu ári hafa opnast enn frekari möguleikar til útrásar íslenskra fyrirtækja á þann markað. Sigurður Ívarsson, fram- kvæmdastjóri Litís, sagði frá reynslu af viðskiptum í Litháen en Litís rekur apótekakeðju í Lit- háen. Einnig töluðu fulltrúar frá Litháen og kynntu viðskipta- og fjárfestingarumhverfi í Litháen. - dh Engir vextir greiddir Verslanir og þjónustufyrirtæki fá ekki reiknaða vexti á peninga sem lagðir eru inn með rafrænum hætti um helgar eða þegar bankar eru lokaðir samkvæmt upplýsing- um frá Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ). SVÞ segir að fyrirtæki og ein- staklingar þurfi hins vegar að greiða bönkunum vexti vegna lána eða yfirdráttar þessa daga. Rafræn innlegg frá innlendri verslun nemi að meðaltali tæpum 400 milljónum króna á dag alla daga ársins. Því skipti máli að þessi peningar beri vexti. Bankar og sparisjóðir eigi ekki þessa pen- inga. - bg Hlutabréfin skila hagna›i TM birtir uppgjör fyrsta ársfjórð- ungs á morgun. Meðaltalsspá bankanna eru tæpir 1.300 millj- ónir. Afkoma af v á t r y g g i n g a r - starfsemi hefur verið slök að undanförnu en á móti kemur að ávöxtun hluta- bréfa hefur verið góð. Spár bank- anna gera því ráð fyrir að líkt og áður vegi gengishagnaður þungt en til viðbótar koma arðgreiðslu á fyrsta ársfjórðungi. - dh SPÁ UM HAGNAÐ TM – í milljónum króna Íslandsbanki 1.215 Landsbanki 1.375 KB banki 1.290 20-21 Viðskipti 4.5.2005 19:50 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.