Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 57
Margrét Hallgrímsdótt- ir, þjóðminjavörður á Þjóðminjasafni Íslands, og Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands, völdu þrjá ómissandi hluti. Margrét Hallgríms- dóttir, þjóðminjavörð- ur á Þjóðminjasafni Ís- lands, er þessa dagana á fullu að undirbúa sumardagskrá safnsins. Einnig er hún að und- irbúa nýjar sýningar sem á að opna á Listahátíð. „Auk þessa erum við að bíða komu mats- nefndar vegna tilnefningar safnsins til erlendra safnaverðlauna,“ segir Margrét en mitt í önnum sínum valdi hún sér þrjá ómissandi hluti. Dagbókin mín. Ég nota hana mikið á hverjum degi og hún er algjörlega nauðsynleg til þess að hafa yfirsýn yfir verkefnin sem ég tek að mér. Þau eru nú ansi mörg og því gott að eiga góða dagbók, annars verður erfitt að standa sig í vinnunni. Það er ekki að ástæðu- lausu sem dagbókin er oft kölluð glór- an. Tölvan mín. Hana nota ég mikið sem verkfæri í sambandi við vinnuna. Bæði er það til þess að vista ýmis gögn en einnig fer mikið af samskiptum mínum við fólk fram í gegnum tölvuna. Bíllinn er nauðsynlegur til þess að komast á milli staða. Ég er svo mikið á þeytingi í tengslum við starfið og vinnustaðurinn er í rauninni á mörgum stöðum því skrifstofa Þjóðminjasafns- ins er á þremur mismunandi stöðum. Ég er í tengslum við öll söfn á landinu, í því felst starfið að miklu leyti, og því er mikið um ferðir. Ólafur Ásgeirsson er þjóðskjalavörður á Þjóðskjalasafni Ís- lands. Hann er þessa dagana að hefja und- irbúning á því að taka til framtíðarvarðveislu rafræn skjöl hins op- inbera. „Já, það er svona nokkurn veginn aðalverkefnið,“ segir Ólafur, sem valdi sér einnig þrjá ómissandi hluti. Loft. Maðurinn nærist náttúrlega á lofti og þarfnast þess til þess að lifa. Við drögum andann og fáum súrefni úr loftinu. Án loftsins væri ekki mikið líf á jörðinni. Þetta er eitt af grunnefnunum og til forna voru grunnefnin talin þrjú af fjórum frum- efnunum. Eldur. Hann er skilyrði þess að menn geti hafst við hér á auðn- inni í norðri. Eldurinn er augljósasta leiðin til þess að greina okkur mennina frá öðrum dýrum því við kunnum nú að halda honum við. Menningin er oft talin sprottin af því að halda eldinum lifandi. Einnig notum við hann til þess að halda á okkur hita sem og til þess að búa til betri mat. Vatn. Mikill meirihluti líkamans er vatn og það er okkur líka lífsnauð- synlegt. Við komum náttúrlega úr vatni, fæð- umst í vatni og svo notum við það til þess að viðhalda lífi og heilsu, hvort sem við notum það útvortis eða inn- vortis. MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR ÓLAFUR ÁSGEIRSSON ÓMISSANDI FIMMTUDAGUR 5. maí 2005 25 Dagbók og eldur Söngleikur um flrjá homma Æskuvinirnir frá Akranesi, Gautur Gunnlaugsson og Gunnar Krist- mannsson, eru að leggja lokahönd á klassískan söngleik sem stendur til að frumsýna í haust. „Við byrjuðum á þessu fyrir tíu árum upp úr einhverju hangsi,“ seg- ir Gunnar, sem er skólastjóri Tón- listarskóla Grindavíkur. „Við sömd- um eitt óperulag og miðuðum við að geta flutt það í afmæli eða ein- hverju slíku.“ Gautur, sem er menntaður tónmenntakennari en vinnur í Tónastöðinni, bætir því við að þeir hafi strax lagt upp með að lagið yrði samið í ákveðnum stíl, þ.e. barrokk-stíl. „Okkur fannst þetta vera eitthvað nýtt. Við notum gamla tónlist en með nýjum sögu- þræði. Fólk hefur talað um þetta sem skemmtilega tónlist með efni sem maður skilur,“ segir hann. Söngleikurinn, sem er saminn fyrir þrjár baritónsraddir, fjallar um tvo homma sem eru kvæntir. Annar þeirra er heimavinnandi og ekkert sérlega sáttur við það en hinn er bankastarfsmaður. Þriðji aðilinn kemur í heimsókn til þeirra og fer að daðra við bankastarfs- manninn. Eiginmaðurinn sér til þeirra án þeirrar vitundar og ákveð- ur að eitra fyrir þeim. Söngleikurinn gerist í einni stofu og er því nokkurs konar stofuópera, eins og þeir félagar hafa stundum kallað verkið. „Þetta er kómedía í bíómyndalengd. Það er svolítið langt síðan menn voru að gera svona til að láta fólk hlæja. Í dag er verið að semja gamanleikrit og fyndna söngleiki en ekki óperur sem eru bæði fyndnar og í klassísk- um stíl,“ segja þeir. „Okkur fannst þetta alveg frábært fyrir tíu árum þegar við vorum að byrja á þessu. Síðan drógum við þetta upp aftur og fannst þetta ennþá ferskt. Þetta lít- ur ekki út fyrir að vera eitthvað sem fólk virðist fá leið á.“ ■ GAUTUR OG GUNNAR Gautur Gunnlaugsson, til vinstri, og Gunnar Kristmannsson eru að leggja lokahönd á klassískan söngleik um þrjá homma og ævintýri þeirra. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA 24-57 (24-25) Helgar 4.5.2005 19:52 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.