Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 12
Ítalski göngugarpurinn Michele Pontrandolfo er nýkominn úr vikulangri göngu yfir Vatnajökul. Hann er sólbrenndur á nefinu þegar við hittum hann á farfuglaheimilinu í Laugardal en brosir hringinn enda nýkominn úr vel heppnaðri sjö daga göngu yfir Vatnajökul. Ítalinn Michele Pontrandolfo er mikill göngugarpur og stundar það að ganga yfir erfið svæði án utanað- komandi stuðnings. Hann er stein- höggvari frá Friuli-héraði norðan við Feneyjar, en ástríða hans frá unga aldri hefur verið fjalla- mennska. Þetta er í þriðja sinn sem hann kemur til Íslands en hann hef- ur brennandi áhuga á norðrinu og hefur gengið bæði yfir Grænlands- jökul og reynt við Norðurpólinn. Hann þurfti tvö áhlaup til að komast á Vatnajökul. Í fyrra skipt- ið reyndi hann að komast upp á jökulinn frá Laka en hann varð frá að hverfa vegna vatnavaxta. Síðar fór hann yfir Jökulheima sem gekk vel. Þveraði hann jökulinn og kom niður hjá Snæfelli. Ferðin gekk mjög vel þrátt fyrir að hann hafi þjáðst af snjóblindu síðustu tvo dagana. Michele segist vera fyrsti Ítal- inn sem tekst á við þessa leið með þessum hætti. Fyrir hann persónu- lega skiptir það ekki höfuðmáli að vera fyrstur til að ganga tiltekna leið. Hins vegar segir hann þessar ferðir geysilega dýrar og því snúist þetta aðallega um að fá styrktarað- ila. Það sé því mikilvægt að gera eitthvað sem veki athygli fjölmiðla. Hann segist oft hafa orðið smeykur á ferðum sínum. Hræðsl- an sé þó nauðsynleg því annað væri fífldirfska. Hann segir til að mynda engar aðstæður líkar þeim sem myndast á Grænlandi. Þar fari saman gríðarlegar vindhviður og frost. Þar þurfti hann að grafa sig í fönn og liggja dögum saman. Þegar Michele fór á Norður- pólinn varð hann fyrir því að fá sýkingu í tönn og var hann með 39 stiga hita í hálfan mánuð. Að lokum varð hann að gefast upp. Hann hef- ur þó ekki gefið drauminn um Norðurpólinn upp á bátinn og ætlar á næsta ári að fara frá Kanada, yfir Norðurpólinn og til Grænlands. Michele hefur tekið upp ferðir sínar á myndband og sendir reglu- lega fréttir til ítalska ríkissjón- varpsins Rai due. Það vill svo skemmtilega til að hægt er að ná þeirri stöð á Digital Ísland og því geta Íslendingar notið þess að horfa á þátt um Ísland klukkan hálf fimm næstkomandi föstudag. solveig@frettabladid.is 12 5. maí 2005 FIMMTUDAGUR Hræ›sla nau›synleg MIÐI Á DÍNAMÍT KOSTAR 2.600 KRÓNUR Heimild: Þjóðleikhúsið HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? „Það er allt gott að frétta,“ segir Margrét Sigurðardóttir, einkaþjálfari og líkamsrækt- arkona, þegar blaðamaður truflar hana í vinnunni. „Ég er einmitt að láta einn púla núna,“ segir hún og hlær. Margrét, eða Magga massi eins og hún er oft kölluð, er að búa sig undir mót og í vaxtarrækt skiptir fyrirhyggjan öllu máli. „Það er mót í nóv- ember og ég er byrjuð að stækka mig og þyngja. Í ágúst byrja ég svo að skera mig niður og fer á strangt mataræði.“ Margrét segist aldrei falla í freistni og stel- ast í súkkulaði á meðan hún sker sig niður. Margrét keppir alltaf í þyngsta flokknum sem er 57 kíló og þyngri. Og hún er í fantaformi. „Ég er 75 kíló og langt yfir mörkunum og þarf ekki að hafa áhyggjur af þyngd- inni.“ Sumarið fer þó ekki bara í að lyfta lóðum því Margrét ætlar út fyrir landsteinana. „Ég er að spá í að fara til Króatíu. Ég hef heyrt margt fallegt um landið og lengi langað þangað.“ Mar- grét hefur ekki áður farið til Austur-Evrópu þó hún hafi komið víða við í heiminum. „Ætli uppáhaldslandið mitt sé ekki Spánn. Mér finnst gott að vera þar sem hitinn er.“ Massar sig upp fyrir hausti› HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR LÍKAMSRÆKTARKONA Aðeins 599 kr. 5 690691 2000 08 17. tbl. 67. árg., 4. maí 2005. Lífsreynslusögur • Hei lsa • • Matu r • Krossgáturg•á~t E Persónuleikaprófið Aðeins 599 kr. Fáðu meiri orku Burt með vetrarslen ið! Það sem þú vissir ekki ... Þóra Hall- grímsson Regína Ósk er á leið í Evróvisjón í þriðja skiptið og 16 kílóum léttari Slank og fín í Kænugarði Eftirlæti sælkerans Fjórar flottar konur gefa uppáhalds- uppskriftina Dagný fæddist með klofinn góm og ska rð í vör og varð fyrir hrottalegu einelti Dregin á hárinu og grýttÞríf a heimili annarra! og eru ánægðar í vinnunni Góð ráð fyrir vorhrein- gerninguna Flott fyrir garðinn! Undirhaka, slitinn mag i og appelsínuhúð! Hverju svarar lækn irinn? 00 Vikan17. tbl.'05-1 25.4.2005 11:05 Page 1 Náðu í eintak á næsta sölustað ý og fersk í hve rri viku Engilbert Jensen og Óskar Pétursson ætla að syngja saman Bláu augun þín á hljómleikum Hljóma og karlakórsins Heimis í KA heimilinu á Akureyri á laug- ardag. Verður þetta í fjórða sinn sem kórinn og rokksveitin leiða saman hesta sína en dagskráin hefur áður verið flutt á Sauðárkróki, Reykjanesbæ og í Reykjavík. Heimismenn hefja dagskrána og syngja nokkur af sínum kunn- ustu lögum. Þá stíga Hljómar á stokk og fylla salinn takföstu rokki sínu og loks koma kór og hljómsveit fram saman. Góður rómur hefur verið gerð- ur að fyrri hljómleikunum og við- búið að Akureyringar og nær- sveitungar fjölmenni í KA heimil- ið. Enda ekki á hverjum degi sem færi gefst á að sjá og heyra þá Engilbert og Óskar syngja saman ballöðuna undurfögru. Hljómleikarnir hefjast klukk- an 16 og er forsala aðgöngumiða í KA heimilinu og í verslun Og Vodafone á Glerártorgi. - bþs ÁSTKÆRA YLHÝRA Billjónir, trilljónir... Fróðleiksmoli dagsins kemur úr töfraheimi talnanna, sem er enda- laus uppspretta heilabrota og skemmtunar. Billjónir og trilljónir eru merkileg en vandmeðfarin hug- tök, enda skortir nokkuð á að merk- ing þeirra haldi sér þegar farið er milli menningar- og tungumála- svæða heimsins. Í Bandaríkjunum merkir „billion“ til dæmis milljarður en ekki billjón, enda hefur McDon- ald’s ekki enn náð að bera fram billjónir hamborgara samkvæmt okkar skilningi þó að það megi lesa úr skiltum keðjunnar vestra. „Trillion“ er aftur hugtakið sem enskumælandi menn nota gjarnan um það sem við köllum billjón, sem er milljón milljónir. Sem sagt: Billion = milljarður = 1.000.000.000 Trillion = billjón = 1.000.000.000.000 Það sem við köllum síðan trilljón er milljón billjónir (eða milljón milljón milljónir, eða milljarður milljarða) og ritast með átján núll- um. Enn sem komið er hefur eng- inn skilgreint nákvæma merkingu grilljóna og skrilljóna svo vitað sé, en gera má ráð fyrir að þær tölur séu allháar. magnus@frettabladid.is Stórtónleikar á Akureyri: Engilbert og Óskar syngja dúett ÁNÆGÐUR MEÐ FERÐINA Michele Pontrandolfo hefur mikinn áhuga á norðrinu og hefur farið í leiðangra til Grænlands og á Norðurpólinn. ENGILBERT JENSEN Syngur Bláu augun þín með Óskari Péturssyni. Rýmingarsala á fílum: Seldir hæst- bjó›anda ZIMBABWE, AP Yfirvöld fílavernd- arsvæða í Zimbabwe leita nú að hugsanlegum kaupendum á fílum. Mörg þúsund fílar eru til sölu vegna þess að verndarsvæðin eru löngu orðin svo yfirfull að það stefnir í óefni. Ekki stendur þó til að flytja fílana út, heldur hvetja stjórnvöld bændur til að veðja á fílabúskap þannig að hægt sé að flytja fílana á svæði þar sem rýmra verður um dýrin. Ekki verður þó hlaupið að því fyrir bændur að uppfylla þau skilyrði sem eru sett, því hver fíll kemur til með að kosta meira en eina og hálfa milljón íslenskra króna auk þess sem bændurnir þurfa að sýna fram á að þeir hafi nægt rými og fæði fyrir fílinn sinn. ■ FÍLAR TIL SÖLU Stjórnvöld í Zimbabwe bjóða mörg þúsund fíla til sölu. 12-13 24 st. OK 4.5.2005 22:02 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.