Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 20
Huldukonur í Símann Athygli þeirra sem fylgjast með viðskiptalífinu hefur einkum beinst að stóru aðilunum sem hugs- anlega bjóða í Símann. Upp á síðkastið hefur at- hyglin beinst að smærri fjárfestum sem lík- legir eru til þess að reyna að fara með þeim stóru í fjárfestingar. Mesta athygli smærri hópa hefur Agnesarhópurinn vakið, sem er grasrótarhópur sem vill komast að borðinu. Annar hópur hefur orðið áberandi í umræðunni, en það er kvenna- hópur sem hyggst bjóða í Sím- ann. Þetta eru mestanpart huldu- konur og ýmsum nöfnum verið velt upp. Oftast heyrist nefnt nafn Áslaugar Magnúsdóttur, forstöðumanns breskra fjárfestinga Baugs. Hún er vel menntuð og hefur mikla reynslu af stórum fjárfestingar- verkefnum og ætti því ekki að verða skotaskuld úr því að greina eins og einn íslenskan Síma. Konur hafa verið að sækja fram í viðskiptalífinu og ýmsum þætti gaman ef þær hefðu strákana í þessum slag. Bónus fyrir Carlsberg Það eru ekki bara áhangendur knattspyrnuliða og liðin sjálf sem kætast þegar vel gengur. Í hálf- fimmfréttum KB banka er sagt frá því að bjórframleiðandinn Carlsberg hafi ávinning af sigri Liverpool á Chelsea. Carlsberg er með vörumerkið sitt kirfi- lega skráð á peysur Liverpool og gott gengi þýðir að vörumerk- ið mun ná til 500 milljón knatt- spyrnu- og bjórþyrstra karla og kvenna þegar liðið leikur til úrslita í Istanbúl. Fimmtíu milljónunum sem varið var í merkingar á Liverpool-treyj- unum hefur því verið vel varið. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.048 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 373 Velta: 5.200 milljónir -0,67% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... … Seðlabanki Evrópu ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í gær. Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði hins vegar vexti um 0,25 prósentustig í fyrrakvöld. Stýrivext- ir í Bandaríkjunum eru nú þrjú prósent en tvö prósent á Evru- svæðinu. … Ráðherrar ríkja Heimsvið- skiptastofnunarinnar (WTO) hafa náð samkomulagi um hvernig reikna eigi tolla. Ágrein- ingur um það hefur tafið viðræð- ur um hvernig beri að standa að því að draga úr tollum í heimsvið- skiptum. … Erlend hlutabréfakaup inn- lendra aðila drógust saman um 1,5 milljarða í mars miðað við sama mánuð í fyrra. Þau námu 3,6 milljörðum króna. 20 5. maí 2005 FIMMTUDAGUR Einkavæðingarnefnd varð ekki við óskum Almenn- ings um lengri frest og af- hendingu útboðsgagna. Margir fjárfestar, bæði innlendir og erlendir, eru áhugasamir um samstarf en Agnes segir ekki ákveðið með hverjum Al- menningur geri tilboð. Agnes Bragadóttir og Orri Vigfússon ætla að skrifa undir trúnaðarsamning til að fá útboðs- gögn um Símann afhent. Þau hafa því aðgang að útboðsgögnunum en ekki einstakir umbjóðendur þeirra. Agnes segir útboðsgögnin nauðsynleg til að uppfylla kröfur Fjármálaeftirlitsins. Almenningur ehf. fór fram á afhendingu gagna til að geta gengið frá útboðslýsingu og að framlengja frest til að skila inn tilboði. Einkavæðingarnefnd taldi ekki hægt að verða við þess- um óskum. Söluferli Símans krefts þess að þeir sem fá útboðsgögn Morg- an Stanley skrifi undir trúnað- areið. Forsvarsmenn Almennings ehf. höfðu áður neitað að skrifa undir slíkt, enda bindur það hend- ur þeirra við að upplýsa væntan- lega hluthafa um rekstur Símans, áform og aðstæður. Slíkt stangast á við lög um verðbréfaviðskipti sem kveða á um að upplýsingar sem nauðsynlegar eru fjárfestum svo þeir geti metið fjárfestingu sína verði að koma fram í útboðs- lýsingu. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, sagði mikilvægt að söluferlið væri trú- verðugt og að sömu reglur giltu fyrir alla. „Okkur er beinlínis óheimilt að aðstoða einhverja hópa umfram aðra.“ Jón bendir á að nú þegar séu hlutafélög með þúsundir hluthafa meðal þeirra sem hafi sýnt Sím- anum áhuga. Þess vegna sé Al- menningur ekki eini hópurinn sem margir standi að. „Við verð- um að gæta þess að allir sitji við sama borð.“ Almenningur óskaði einnig eftir að fresturinn til að skila inn óbindandi tilboði yrði lengdur en Jón telur frestinn hafa verið mjög rúman. Hann bendir á að fresturinn hafi verið lengdur nokkuð til að koma til móts við óskir Almennings. Þrátt fyrir að hafa ekki fengið frest eins og Almenningur óskaði eftir er Agnes staðráðin í að klára ferlið á tilsettum tíma. Agnes segir marga fjárfesta áhugasama um að fá Almenning til samstarfs og félagið sé enn að ræða við mismunandi fjárfesta, bæði innlenda og erlenda. Al- menningur hafi ekki enn ákveðið með hverjum hópurinn vilji starfa. Jón segir tilboðin sem berist fyrir 17. maí ekki vera bindandi og að eftir þann tíma gefist tími til að mynda hóp áður en bindandi kauptilboði sé skilað inn. dogg@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 39,70 -0,50% ... Atorka 6,06 +0,20% ... Bakkavör 34,00 -2,02% ... Burðarás 13,80 -1,40%... FL Group 14,30 -0,30% ... Flaga 5,25 -0,90% ... Íslandsbanki 13,45 -0,40% ... KB banki 537 -0,70% ... Kögun 62,40 -0,2% ... Landsbankinn 16,30 – ... Marel 55,50 -... Og fjarskipti 4,15 -1,20% ... Samherji 12,10 – ... Straum- ur 11,85 -1,30% ... Össur 80,50 - Agnes og Orri fá afhent útboðsgögn um Símann Nýherji +0,80% Atorka +0,17% Hampiðjan -2,99% Bakkavör -2,02% Burðarás -1,43% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: TAP STERLINGS MINNKAR Sterling, sem er í eigu sömu aðila og eiga Iceland Express, tapaði á fimmta hundrað milljóna króna á síðasta ársfjórðungi. Tapið er fjórðungi minna en fyrstu mánuðina 2004. Áframhaldandi tap Sterling birtir afkomutölur. Félagið tapar minna en í fyrra. Danska lággjaldaflugfélagið Sterling, sem er að mestu í eigu eignarhaldsfélagsins Fons, félags Pálma Haraldssonar og Jóhannes- ar Kristinssonar, skýrði frá því í gær að það hefði tapað 460 millj- ónum króna á fyrsta ársfjórðungi. Það er um 200 milljónum betri af- koma en á sama tíma í fyrra. Var greint frá þessu í tilkynningu til Börsen, dönsku kauphallarinnar. Tekjur Sterlings námu yfir 3,7 milljörðum króna og hækkuðu um fjórðung frá fyrra ári. Einnig fjölgaði farþegum um fjórðung. „Fyrsti ársfjórðungur sýnir að jafnaði tap, enda er hann rólegur árstími,“ segir Stefan Vilner, fjár- málastjóri Sterling. Einnig tilkynnti félagið að Almar Örn Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Express, hefði verið ráðinn til starfa hjá Sterling sem forstjóri. Almar, sem er lögfræðingur að mennt, mun einnig sinna stöðu framkvæmda- stjóra íslenska flugfélagsins fyrst um sinn. Sterling flýgur frá Kaup- mannahöfn, Stokkhólmi og Osló til fjölmargra áfangastaða í Evrópu. - eþa 6.888 kr. Tæki sem auðvelda vorverkin ALTO háþrýstidælur R V 20 34 Tilbo ð maí 2 005 ALTO háþr ýstidæ lur á tilboð sverð i Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 120 bör Vatnsmagn: 440 l/klst Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 100 bör Vatnsmagn: 300 l/klst 15.888 kr. Nilfisk ALTO Excellent Þrýstingur: 135 bör Vatnsmagn: 500 l/klst 28.888 kr. Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opn unar tími í ve rslun RV: N‡ stjórn Samtaka atvinnulífsins Nýja stjórn Samtaka atvinnulífs- ins skipa: Ingimundur Sigurpáls- son, formaður, forstjóri Íslands- póst, Arnar Sigurmundsson, Sam- tökum fiskvinnslustöðva, Björgólfur Jóhannsson, Síldar- vinnslunni, Brynjólfur Bjarnason, Landssíma Íslands, Eiríkur Tómasson, Þorbjörn-Fiskanes, Friðrik Jón Arngrímsson, Lands- sambandi ísl. útvegsmanna, Gunnar Sverrisson, Íslenskum að- alverktökum, Grímur Sæmund- sen, Bláa lóninu, Guðmundur Ás- geirsson, Nesskipi, Hreiðar Már Sigurðsson, KB banka, Hjörleifur Jakobsson, Olíufélaginu, Hrund Rudolfsdóttir, Lyf og heilsu, Jens Pétur Jóhannsson, Rafmagns- verkstæði Jens Péturs, Kristín Jó- hannesdóttir, Baugi Group, Loftur Árnason, Ístaki, Óskar Magnús- son, Tryggingamiðstöðinni ,Ragn- hildur Geirsdóttir, FL Group, Rannveig Rist, Alcan á Íslandi, Sveinn Hannesson, Samtökum iðnaðarins, Þorgeir Baldursson, Prentsmiðjunni Odda og Vilmund- ur Jósefsson, Gæðafæði. - dh FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I EINKAVÆÐINGARNEFND VARÐ EKKI VIÐ ÓSKUM ALMENNINGS Agnes Braga- dóttir og Orri Vigfússon. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FRÁ AÐALFUNDI SA Hrund Rudolfsdótt- ir og Brynjólfur Bjarnason. Umsjón: nánar á visir.is 20-21 Viðskipti 4.5.2005 19:49 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.