Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 24
24 5. maí 2005 FIMMTUDAGUR Sjokksirkus á Broadway Sýningin Sirkus Jim Roseverður haldin á Broadwayþann 29. júlí næstkomandi. Þetta er sex manna sjokksýning sem á sér enga sína líka í heimin- um. Forsprakkinn Jim Rose hefur heillað áhorfendur um allan heim með sínum einstaka, kaldhæðna og töfrandi stíl í fimmtán ár og nú er komið að Íslendingum. Á meðal þeirra atriða sem Rose og félagar ætla að framkvæma á Broadway er að gleypa rakvéla- blöð, þræða tveggja metra langa slöngu inn í magann í gegnum nef- ið, lyfta bíl með geirvörtum, gleypa herðatré og losa sig úr spennitreyju. Jim Rose hefur verið áberandi í bandarískum fjölmiðlum undan- farin ár. Hann er stjarna í eigin sjónvarpsþáttum, höfundur met- sölubóka, kvikmynda- og sjón- varpsleikari, persóna í tölvuleik og að sjálfsögðu miðpunktur og höfundur óvenjulegasta sirkuss heims. Rose þróaði og sýndi sín mögn- uðu atriði árum saman í Evrópu og Bandaríkjunum áður en hann varð frægur. Það var svo árið 1992 að öll heimsbyggðin stóð á öndinni þegar Jim Rose Circus kom fram á Lollapalooza-tónleikaröðinni með þekktustu rokkhljómsveitum þess tíma og áhorfendur, sem voru ýmsu vanir, höfðu aldrei séð annað eins. Í kjölfarið lagði Jim Rose með sirkusinn í hvorki meira né minna en sjö heimsreisur og árið 1994 var Rose valinn til að fara í tónleikaferðir Nine Inch Nails og Marilyn Manson og síðar með Korn og Godsmack. Árið 1998 voru vinsældir Jim Rose orðnar gríðarlegar og var lagt upp í enn eina heimreisuna, nú stærri en nokkru sinni fyrr. Einhvern veginn fann hann þó tíma til að leika gestahlutverk í X- files þáttunum, sem þá nutu mikilla vinsælda. Sýning Sirkus Jim Rose á Broadway er stranglega bönnuð innan 18 ára og alls ekki fyrir við- kvæma. Ekki er nóg að vera 18 ára á árinu og þess verður gætt sér- staklega að enginn undir aldri komist inn á Broadway þetta kvöld. Miðasala mun fara fram í verslunum Skífunnar, á event.is og í síma 575 1522. SJOKKSIRKUS Jim Rose og aðstoðarkona hans í sirkusnum sýna listir sínar. Þau mæta hingað til lands 29. júlí. 24-57 (24-25) Helgar 4.5.2005 19:51 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.