Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 68
■ ■ TÓNLEIKAR
16.00 Kvennakórinn Léttsveit
Reykjavíkur heldur tónleika í Ís-
lensku óperunni í tilefni af tíu ára af-
mæli kórsins. Stjórnandi er Jóhanna
V. Þórhallsdóttir, einsöng syngur
Signý Sæmundsdóttir, en með
kórnum leikur Aðalheiður Þor-
steinsdóttir á píanó ásamt Eggerti
Pálssyni á slagverk, Ásgeir Stein-
grímssyni á trompet og Stínu
bongó á congatrommur og bong-
ótrommur.
17.00 Kvennakórinn Kyrjurnar
heldur árlega vortónleika sína í Sel-
tjarnarneskirkju og syngur lög eftir
Atla Heimi og Burt Bacharach. Kór-
stjóri er Sigurbjörg Hvanndal Magn-
úsdóttir og píanóleikari Halldóra
Aradóttir.
18.00 Karlakór Keflavíkur heldur
sína árlegu vortónleika í Hríseyjar-
kirkju. Einsöngvarar eru Steinn Er-
lingsson bariton og Davíð Ólafsson
bassi. Undirleik annast Sigurður
Marteinsson á píanó, en stjórnandi
er Guðlaugur Viktorsson.
20.00 Útskriftartónleikar tónlistar-
deildar Listaháskóla Íslands Ólafía
Línberg Jensdóttir sópran syngur í
Íslensku óperunni á útskriftartónleik-
um sínum frá tónlistardeild Listahá-
skóla Íslands. Með henni leikur Ant-
onia Hevesi á píanó.
Kvartett Maríu Magnúsdóttur spilar
djass og gospel á Café Rosenberg.
Bandið skipa María Magnúsdóttir
sem syngur, Jóhann Ásmundsson á
bassa, Ragnar Emilsson á gítar og
Erik Quick á trommur.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Áhugaleikfélagið Hugleikur
frumsýnir Enginn með Steindóri,
nýtt leikrit eftir Nínu Björk Jónsdótt-
ur, í húsnæði Möguleikhússins við
Hlemm.
■ ■ SKEMMTANIR
21.00 Snúðarnir Kalli, Lelli og
Ewok ráða ríkjum á Breakbeat.is
kvöldi á Pravda.
„Ég held að Beethoven væri ekki
nútímatónskáld eins og Stock-
hausen eða Ligeti ef hann væri
uppi á okkar tímum,“ segir hljóm-
sveitarstjórinn Friedemann
Riehle, „heldur væri hann
rokktónlistarmaður eða kannski
eitthvað þar á milli. Tónlistin
hans er svo tjáningarrík. Hann
hafði ekki trommur og hann hafði
ekki rafmagnið, en hann gerði það
sem hann gat með þau hljóðfæri
sem í boði voru.“
Riehle hefur undanfarin ár
fengist við að stjórna sinfóníu-
hljómsveitum á rokktónleikum,
þar sem flutt hafa verið brot úr
tónverkum eftir nokkur klassísk
tónskáld í bland við klassísk
rokklög á borð við Woman from
Tokyo og Smoke on the water með
Deep Purple, Echoes með Pink
Floyd og Kashmir með Led
Zeppelin.
Riehle segir víða mega finna
mikinn skyldleika með þessum
tveimur heimum tónlistarinnar,
og hann hefur sérstaklega gaman
af því að láta sinfóníuhljómsveit
flytja klassískt rokklag í beinu
framhaldi af verki eftir klassísk
tónskáld, þannig að skyldleikinn
verði augljós hverjum áheyranda
í salnum.
„Einfaldasta tengingin er
kannski Myndir á sýningu eftir
Mussorgskí sem Maurice Ravel
útsetti fyrir hljómsveit. og síðan
tóku Emerson, Lake og Palmer
þetta verk í útsetningu fyrir litla
rokkhljómsveit með hljóðgervl-
um. Allir rokkunnendur þekkja
þetta verk, og það heyrist greini-
lega á Baba Yaga að Mússorgskí
var rokktónlistarmaður. Um það
þarf ekki að ræða frekar.“
Á tónleikunum verður meðal
annars flutt frægt verk eftir Pink
Floyd, Echoes, sem kom út á
hljómplötunni Meddle árið 1971.
Til samanburðar verður flutt brot
úr verki eftir Mahler, þar sem
andrúmsloftið allt er mjög svipað.
„Ég fann verk eftir Mahler
sem er mjög svipað því sem Pink
Floyd var að gera, mjög falleg og
róleg tónlist. Mahler er ekki oft
svona rólegur. Hann var þung-
lyndur má segja og tónlistin er
það líka. En stundum slakar hann
á og þá hljómar það eins og Pink
Floyd.“
Sjálfur hefur Friedemann
Riehle þó aldrei spilað í rokk-
hljómsveit, þótt hann hafi lært á
klassískan gítar í æsku.
„Það var kunningi minn sem
sagði mér að ég yrði að flytja
rokktónlist, það hefði engan til-
gang að flytja sífellt á ný sömu
klassísku verkin sem búið er að
taka upp hundrað sinnum.“
Riehle frumflutti efnisskrá
tónleikanna fyrst árið 2001 í Prag
með Janácek-fílharmóníunni og
hefur síðan flutt hana víða um
lönd við góðan orðstír. Nú er hann
kominn hingað til Íslands og
stjórnar Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands á tónleikum í Háskólabíói
annað kvöld og laugardagskvöld.
„Hljómsveitin ykkar er vön
þessu. Hún er með rokktónleika á
hverju ári, hef ég heyrt, en víða
lendi ég á hljómsveitum sem vilja
alls ekkert spila rokk.
Það eru þá aðallega smærri
hljómsveitirnar, sem vilja vera
stórar. Hinar stóru taka miklu
frekar vel í það.“ ■
36 5. maí 2005 FIMMTUDAGUR
EKKI MISSA AF…
... tónleikum kanadísku príma-
donnunnar Mary Lou Fallis í
Salnum í Kópavogi annað kvöld,
þar sem hún fer á kostum í ein-
stæðri blöndu af húmor og há-
gæðatónlistarflutningi.
... Masterclass-námskeiði pí-
anóleikarans Ann Schein í Saln-
um í dag kl. 9.30 til 16, og sam-
bærilegu námskeiði sellóleikarans
Earl Carlyss á sama stað á morg-
un. Áheyrn að námskeiðunum er
ókeypis og allir velkomnir í Sal-
inn.
... útskriftartónleikum söngkon-
unnar Ragnheiðar Gröndal frá
tónlistarskóla FÍH annað kvöld.
Í kvöld frumsýnir áhugaleikfélagið Hugleikur
nýtt leikrit eftir Nínu Björk Jónsdóttur. Leikritið
heitir Enginn með Steindóri og er fyrsta verk
hennar í fullri lengd.
Enginn með Steindóri er kolsvartur gaman-
leikur úr íslenskum samtíma og segir frá fjöl-
skyldu bankastjóra nokkurs sem býður tilvon-
andi tengdafjölskyldu í matarboð. Gestirnir
reynast hinsvegar ekki vera af alveg nógu fínu
sauðahúsi fyrir fjölskylduna, sérstaklega ekki
þegar kemur í ljós að bróðir kærasta dóttur-
innar er illræmdur og illvígur glæpamaður
sem er einmitt að ljúka afplánun á Hrauninu
fyrir mikla afbrotaöldu. Reyndar hefur banka-
stjórafjölskyldan ýmislegt að fela líka. Allt er
þetta framreitt undir merkjum gamanleiksins
og persónurnar dregnar kómískum dráttum
þótt bæði þær og atburðirnir eigi sér hlið-
stæður og speglanir í samtíma okkar.
Leikstjóri verksins er Þorgeir Tryggvason. Eng-
inn með Steindóri er sýnt í Möguleikhúsinu
við Hlemm, en þar hefur Hugleikur áður sýnt
verk sín með góðum árangri.
Kl. 16.00
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur
heldur tónleika í Íslensku óperunni
undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdótt-
ur. Einsöng syngur Signý Sæmunds-
dóttir, en Aðalheiður Þorsteinsdóttir
leikur á píanó, Eggert Pálsson á slag-
verk, Ásgeir Steingrímsson á trompet
og Stína bongó á trommur.
menning@frettabladid.is
Enginn með Steindóri
Beethoven væri í rokkinu
!
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
5 3 4 5 6 7 8
Fimmtudagur
MAÍ
8. maí kl. 20 - 4. sýn
10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400
Ath. Aðgangur ókeypis
Apótekarinn eftir Haydn
Óperustúdíó Íslensku óperunnar og Listaháskóla Íslands
FRIEDEMANN RIEHLE Stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands á rokktónleikum í Háskóla-
bíói annað kvöld og laugardagskvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
STÓRA SVIÐ
DRAUMLEIKUR
e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ.
Fö 6/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20
Síðustu sýningar
HÍBÝLI VINDANNA
leikgerð Bjarna Jónssonar eftir
Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar
Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20
Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20
- Síðustu sýningar
HÉRI HÉRASON
e. Coline Serreau
Lau 7/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20
- Síðustu sýningar
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
í dag kl 14 - UPPSELT, Lau 7/5 kl 14 - UPPS.
Su 8/5 kl 14 - UPPS. Lau 14/5 kl 14 - UPPS.
Su 22/5 kl 14 - UPPSELT, Lau 4/6 kl 14
Su 5/6 kl 14, Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17
Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14
PURPURI - TÓNLEIKAR FABULU
Margrét Kristín Sigurðardóttir
Fi 12/5 kl. 21:00
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
TERRORISMI
e. Presnyakov bræður
Í kvöld, Fi 12/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur.
Í kvöld kl 20 - UPPS., Fö 6/5 kl 20 - UPPS.,
Lau 7/6 kl 20 - UPPS., Su 8/5 kl 20 - UPPS.
Fi 12/5 kl 20 - UPPS., Fö 13/5 kl 20 - UPPS.,
Lau 14/5 kl 20, Fi 19/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20
SVIK
eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA
Fi 12/5 kl 20 - Aukasýning
RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ
e. Önnu Reynolds.
Í samstarfi við leikhópinn KLÁUS.
Lau 7/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20, Lau 14/5 kl 20
- Síðustu sýningar
Börn 12 ára og yngri fá frítt í
Borgarleikhúsið í fylgd
fullorðinna
- gildir ekki á barnasýningar
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudaga
68-69 (36-37) Menning/slanga 4.5.2005 20:18 Page 2