Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 38
Vertarnir Ólafur Jónsson og Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir. Ólafshús var opnað sem matsölu- staður í september 1997, nákvæm- lega hundrað árum eftir að upphaf- legur íbúi þess opnaði sína starf- semi þar. Sá hét líka Ólafur Jónsson og var kallaður Ólafur söðli enda var hann söðlasmiður. „Þetta var alger tilviljun. Ég var búinn að vera hér í tvær vikur þegar ég heyrði sögu hússins,“ segir vertinn Ólafur hlæjandi. Árið 1998 byggði hann sal við Ólafshús og þar segir hann oftar en ekki fullt um helgar. Auk þess fær hann marga erlenda gesti í mat og það færist í vöxt að þeir panti hann á netinu með margra mánaða fyrir- vara. Í húsi Ólafs söðla Ólafshús á Sauðárkróki er einn þeirra veitingastaða sem selur rétti úr matarkistu Skagafjarðar. Þeir eru sérmerkt- ir á matseðlinum. „Matarkista Skagafjarðar er þróun- arverkefni sem hófst formlega fyrir rúmu ári og snýst um að gera skag- firskan mat meira áberandi í Skagafirði. Það er unnið í samstarfi við matvælavinnslur, veitinga- menn og ferðaþjónustubændur. Kaffi Krókur og Ólafshús á Sauðár- króki hafa tekið fullan þátt í því og fleiri bætast við.“ Laufey segir mikla matvælafram- leiðslu í Skagafirði bæði til sjávar og sveita. „Ég get nefnt sem dæmi að eini íslenski mosarellaosturinn er búinn til hér. Hann er ferskur og gefur þeim ítalska ekkert eftir. Við erum með mjólkursamlag, kjöt- vinnslur og fiskvinnslu og líka minni fyrirtæki sem framleiða há- karl, grafinn silung og fleira. Svo sér Drangey okkur fyrir eggjum og svartfugli.“ Laufey er nýkomin frá San Frans- isco þar sem hún var að kynna þetta verkefni sem Ferðamáladeild Hólaskóla og háskólinn í Gulph í Kanada standa að. Hún segir hug- myndina þá að búa til einhvers konar módel sem hægt væri að yf- irfæra á önnur héruð. „Matarferðaþjónusta er nýtt hug- tak. Hún byggir á því að bændur og aðrir framleiðendur selji mat- vöru sem þeir búa til annað hvort sjálfir eða gegnum verslun eða veitingastaði í nágrenninu,“ segir hún. „Mér finnst mikilvægt að við færum matinn okkar í nútímabún- ing en rekum ekki alltaf hákarlinn upp í nefið á túristanum þótt auð- vitað sé sjálfsagt að hafa hann með. Áherslan á samt að vera á það ferska hráefni sem við erum með. Gæði þess og umhverfið sem það er sprottið úr.“ gun@frettabladid.is „Það er svo gott að hafa eitthvað að gera. Þess vegna skelltum við okkur í það í fyrra að reisa þetta litla kaffihús hér og það hefur bara gert heilmikla lukku,“ segir Anna Lísa brosandi. Húsið stendur úti á eyrinni og þótt það sé nýtt þá fell- ur það ágætlega að þeim bygging- um sem fyrir eru, sem eru fallega uppgerð hús frá fyrri tíð. Hægt er að sitja úti á palli Kaffi Lísu þegar veður leyfir og inni gefa málverk og handavinna staðnum heimilis- legan svip. Þó eru það veitingarnar sem mestu skipta. Þar er Anna Lísa á heima- velli, enda dönsk að uppruna. Sjáv- arréttasúpan er gerð frá grunni og heimabakaðar bollur með gulrót- um, pönnukökur og annað góðgæti bragðast vel. Á sumrin er opið til miðnættis á Kaffi Lísu. Allt heimabakað á Hjalteyri Hjalteyri er friðsæll staður við Eyjafjörðinn. Þar hafa hjónin Guðbjörn Axelsson og Anna Lísa Kristjánsdóttir byggt ljómandi snotra veitingastofu. 6 ■■■ { FERÐIR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Staðurinn minn er Austurdalur í Skaga- firði, en þangað fór ég í ágústbyrjun fyr- ir nokkrum árum í eins konar pílagríms- ferð á slóðir Uglu í Atómstöðinni,“ segir Helga Kress prófessor. „Ég fór þetta ein, lagði bílnum þar sem vegurinn endar við Ábæ og gekk langar leiðir fram dalinn eftir gömlum troðningum og fram hjá rústum eyðibýla, þar til ég kom að Fögruhlíð sem er einstakur og náttúru- legur skógarreitur í stórbrotnu landslagi, leifar frá eyddum skógum Skagafjarðar. Þessi dalur er himnaríki á jörð og mig langar alltaf aftur.“ uppáhaldsstaðurinn minn } Guðbjörn og Anna Lísa bjóða uppá sjávar- réttasúpu og heimabakað í Kaffi Lísu. Húsið var byggt á staðnum. Þessi vísdómsfugl virðir fyrir sér gestina. Uglan er eitt af því sem Anna Lísa hefur föndrað á staðnum. Laufey mælir með að við hættum að reka hákarlinn upp að nefi túristanna. Færum okkar ferska hráefni í nútímabúning Matarkista Skagafjarðar hefur uppá margt að bjóða eins og Laufey Haraldsdóttir hús- freyja á Nautabúi í Hjaltadal kann að lýsa. 06-07 Ferðir lesið OK 4.5.2005 15:48 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.