Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 43
Þessi sýning reynir að miðla jöklafræði þannig að hún verði sem áhugaverð- ust fyrir gesti með mismun- andi undirbúningsþekkingu og áhugamál. „Við höfum starfrækt Jöklasýningu hér á Höfn í Hornafirði síðastliðin fimm ár og sýningin er sífellt í uppbyggingu. Á síðasta ári ákváðum við að stokka hana töluvert upp og gera hana eftirminni- legri,“ segir Inga Jónsdóttir, menning- arfulltrúi á Höfn. Sýningin er mið- svæðis í húsi við miðbæinn á Höfn. „Húsnæði Jöklasýningarinnar er með mjög fallegt útsýni til jökla og ein af nýjungunum er sú að hægt er að fara upp á þakið á sérstakan útsýnispall. Við höfum verið með eina stóra kvikmynd til sýnis og einnig þrjá 42ja tommu skjái sem sýna lifandi myndir. Við höfum bætt við fræðslu vegna stækkunar þjóðgarðsins. Á sýningunni í ár nýtum við meira ýmis umhverfishljóð, efni í tölvum og beinan aflestur af tækjum sem notuð eru í rannsóknarskyni, svo sem rennsli í ám og skjálftavirkni í jökli. Einnig erum við með nokkur líkön og setjum mikið púður í upplifunar- herbergi þar sem gengið verður inn í eftirlíkingu jökulsprungu og íshellis. Jökulsprungan og íshellirinn eru dýrasti þátturinn í sýningunni fyrir okkur og mikið ævintýri að upplifa það fyrirbæri. Ný og endurbætt sýning hefur feng- ið nýtt nafn og heitir nú „Ís-land, jöklasýning á Höfn“. Við þjóðveg eitt í sveitarfélaginu er merki Jöklasýn- ingarinnar á nokkrum stöðum þar sem áhugaverð ummerki jökulsins er að sjá. „Á sýningunni er notaður texti Helga Björnssynar jöklafræð- ings, en í honum má finna kjarngóð- ar upplýsingar um tilurð og mótun- aráhrif jökla,“ segir Inga. Jöklasýning með umhverfishljóðum ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { FERÐIR } ■■■ Ný og endurbætt sýning hefur fengið nýtt nafn og heitir nú „Ís-land, jöklasýning á Höfn“. 10-11 Ferðir lesið /OK 4.5.2005 15:50 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.