Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 5. maí 2005
Vont frumvarp um Ríkisútvarpi›
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa
Ríkisútvarpið í bóndabeygju, það
má sig hvergi hræra – en útvarps-
stjóri er enginn saklaus leiksoppur
stjórnmálanna. Markús Örn Ant-
onsson útvarpsstjóri er harð-
ánægður með fyrirliggjandi frum-
varp til laga um Ríkisútvarpið og
vill láta samþykkja það tafarlaust.
Nái frumvarpið fram að ganga efl-
ast völd útvarpsstjóra um allan
helming. Pétur Blöndal þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sem segir iðu-
lega það sem aðrir meina, sagði í
umræðum um frumvarpið: Hvern-
ig í ósköpunum sjá menn fyrir sér
kerfi þar sem útvarpsstjóri yrði
ráðinn án þess að pólitík kæmi ná-
lægt? Höfuðtilgangur frumvarps-
ins um RÚV er líkt og Pétur gefur
í skyn, að efla og treysta pólitískt
vald yfir því. Um það vottaði
einnig Ásta Möller þingmaður
Sjálfstæðisflokks: Uppákoma eins
og fréttastjóramálið væri óhugs-
andi í einkafyrirtæki í dag og ólík-
legt að hún ætti sér stað – eftir að
frumvarp um RÚV verður að lög-
um. Aðrir þingmenn sögðu að
drottnun ríkisstjórnarmeirihlut-
ans verði geirnegld og dregið úr
gagnsæi í stjórnsýslu Ríkis-
útvarpsins. Réttilega var bent á að
kreppa hafi lengi ríkt milli póli-
tískrar yfirstjórnar og almennra
starfsmanna hjá RÚV, sem krist-
allaðist í fréttastjóramálinu marg-
umtalaða. Ný lög munu herða hið
pólitíska kverkatak.
Starfsmenn og sumir starfsmenn
Í því skyni að lina tök ríkis-
stjórnarmeirihluta og greiða fyrir
faglegri rekstri, vilja margir þing-
menn að fulltrúar starfsmanna fái
aðild að yfirstjórn RÚV. Ekki
hreifst menntamálaráðherra af
þeirri hugmynd, hún kvaðst telja
óeðlilegt að starfsmenn hefðu
eftirlit með sjálfum sér. Einnig
væri ljóst af uppákomu síðustu
vikna að það væri ekki farsælt að
draga starfsmenn inn í stjórn RÚV.
Hinsvegar munu pólitískt skipaðir
stjórnendur RÚV hafa eftirlit með
sjálfum sér, því breyta skal
rekstrarforminu í hlutafélagslíki
sem nefnist sameignarfélag. Ný
lög eiga að fría yfirstjórnina öllum
„uppákomum“ í framtíðinni. Við
umræðulok kvaðst ráðherrann full
efasemda um að almenn pólitísk
sátt næðist um Ríkisútvarpið.
Sjálfstæði pólitíkusa aukið
Hver er tilgangur frumvarpsins ef
marka má orð Markúsar Arnar út-
varpsstjóra? Ekki að skýra hlut-
verk þess, því að í þeim efnum er
„engu slakað á frá því sem nú er“
segir útvarpsstjóri í Morgunblaðs-
grein. Ekki að treysta sjálfstæði
RÚV gagnvart hinu pólitíska valdi,
enda allt í góðu lagi frá sjónarmiði
handlangarans. Tilgangurinn er
samkvæmt umfjöllun útvarps-
stjóra að auðvelda tækniframfarir
og tryggja nægar tekjur. Og auð-
vitað að efla hið pólitíska hús-
bóndavald. Um allan heim vilja
menn að almannaútvarp sé vel
skilgreint, vel fjármagnað og um-
fram allt – starfi sjálfstætt. En það
sjálfstæði sem verið er að færa
yfirstjórn RÚV jafnast á engan
hátt við slíkt fyrirkomulag. Hér er
verið að efla pólitisk ítök og
þarmeð takmarka sem vera má
sjálfstæði Ríkisútvarpsins og
möguleika þess að starfa í friði
fyrir pólitískri íhlutun. Frumvarp-
ið um Ríkisútvarpið færir þjóðinni
ekki öflugt, vel rekið og sjálfstætt
almannaútvarp sem þjónar eig-
endunum eftir bestu getu. ■
Þorvaldur Gylfason, prófessor,
skrifaði grein í Fréttablaðið 28.
apríl sem svo uppfull var af for-
dómum, sleggjudómum og van-
þekkingu að það þarf að leita í
greinar annars prófessors við Há-
skóla Íslands til að finna hlið-
stæðu.
Prófessorinn ber saman stjórn-
málaástand í kristnum ríkjum og í
ríkjum múslima. Telur prófessor-
inn að kristni stuðli að friðsæld en
islam að einræði. Greinilega
hefur prófessorinn annaðhvort
gleymt þeirri sögukennslu sem
hann hlýtur að hafa fengið í skóla
eða hann kýs að gleyma henni til
að rökstyðja fullyrðingar sínar.
Væntanlega telur hann að kross-
ferðir á miðöldum hafi verið farn-
ar af múslimum á hendur kristn-
um mönnum en ekki öfugt.
Væntanlega hafa svört þræl-
menni flykkst til Ameríku á 300
ára tímbili til að leggja drottins
eigið land undir sig. Það hlýtur að
vera megnasta sögufölsun að
kristnir Evrópubúar hafi stundað
þrælaveiðar og verslun. Að sjálf-
sögðu er það rógburður og arg-
asta lygi að hið lýðræðislega og
kristna Bretaveldi hafi hafið stríð
við Kínverja þegar þeir síðar-
nefndu reyndu að stemma stigu
við opíuminnflutningi í Kína. Auð-
vitað átti einungis að kenna
fákunnandi Kínverjum kristið
lýðræði. Auðvitað voru það ekki
hagsmunir hinna kristilegu
bresku kaupmanna sem verið var
að vernda með þessu stríði. Auð-
vitað voru það kristileg og lýð-
ræðisleg sjónarmið sem stjórn-
uðu aðgerðum Bandaríkjastjórnar
við að útrýma Indíánum eftir
bestu getu. Þeir voru jú fæstir
kristnir og alls ekki lýðræðislegir.
Auðvitað voru það ekki kristnir
Þjóðverjar sem á síðustu öld tóku
sig til og reyndu að útrýma Gyð-
ingum. Þvílíkur rógur um kristna
þjóð! Auðvitað eru það ekki hinir
bænheitu Bandaríkjamenn sem
með viljuga bandamenn sína í eft-
irdragi standa fyrir friðunar-
aðgerðum í Írak. Auðvitað gættu
Davíð og Dóri að því að virða all-
ar hefðir kristni og lýðræðis þeg-
ar þeir drógu Íslendinga í árásar-
stríð. Auðvelt væri að fylla heilt
eintak af Fréttablaðinu af hlið-
stæðum dæmum.
Ég er ekki múslimi en ég virði
þau trúarbrögð eins og önnur og
ég ætlast til að prófessor við Há-
skóla Íslands hafi hemil á fordóm-
um sínum og hugsi sig ögn um
áður en hann veður næst fram á
ritvöllinn.
Höfundur er hagfræðingur
og sagnfræðinemi við
Háskóla Íslands.
Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00
SKIPT_um landslag
MILLJÓN STJÖRNU HÓTEL
Nissan Pathfinder er loksins kominn aftur. Hann er stór, öflug og einstaklega flægileg afsökun
fyrir flví a› drífa sig á vit ævint‡ranna. Hestöflin eru á sínum sta›, togi› ótrúlegt og frágangurinn
frábær. Hönnunin er hins vegar n‡ og betri en nokkru sinni. Pathfinder á a› okkar mati fáa
keppinauta – kannski engan.
PATHFINDER FYRIR SÖGUFÓLK
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
JÓN ÁSGEIR SIGURÐSSON
ÚTVARPSMAÐUR
UMRÆÐAN
LAGAFRUMVARP
UM RÚV
Í Fréttablaðinu á sunnudaginn
var sagt að ný göng sem til stend-
ur að gera milli Straumeyjar og
Sandeyjar í Færeyjum myndu
kosta um 60 milljarða króna. Það
er ekki rétt. Áætlað er að göngin
kosti um 6 milljarða króna.
LEIÐRÉTTING
PÉTUR EIRÍKSSON
SKRIFAR UM FORDÓMA
Fordómar og
vanflekking
18-19 Umræða 4.5.2005 19:48 Page 3