Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 05.05.2005, Blaðsíða 66
5. maí 2005 FIMMTUDAGUR Í tilefni af því að það var sæmilega gott veður í gær og af því það var verið að opna nýja sundlaug skellt- um við mæðgurnar okkur í sund í Ver- sölum í Kópavogi. Svona á að byggja sundlaugar. Það fyrsta sem sagt var þegar gengið var í klefann var; Vá hvað þetta er flott! Reyndar er ég ein af þeim sem skella sér í sund til að gera ýmislegt annað en að synda. En þarna var hægt að ganga á milli misheitra potta, eða liggja bara í letilauginni. Jafnvel að fá pínu nudd úr bunandi vatnsstútunum. Ég hef því ekki hugmynd um hvernig sundlaugin sjálf er, eða hvernig er að synda í þessari fínu nýju laug. Helsti gall- inn var kannski að sólin var ekki nógu hátt á lofti og stór hluti af letilauginni var því í skugga, þó ekki værum við seint á ferð. Von- andi er þetta ekki galli í hönnun og verður miklu betra í sumar þegar sólin er hærra á lofti. Á meðan ég lá í bleyti og gerði ekki neitt, nema fylgjast með mann- lífinu þar sem slatti af fólki var í lauginni, voru svo dóttir mín og vin- kona hennar einhvers staðar. Aðal- lega í rennibrautinni held ég, sem mér skilst að sé ljómandi skemmti- leg. Við höfum farið í nokkrar sund- laugar á höfuðborgarsvæðinu. Rúntum aðeins á milli því ekki hafa hverfissundlaugarnar þótt of skemmtilegar, annars vegar Breið- holtslaugin og svo Vesturbæjar- laugin. Ég held að það sé ekki bara nýjungagirnin sem gerir það að verkum að Árbæjarlaugin, til dæm- is, þykir miklu skemmtilegri. Það er ekki nóg að skella bara upp einni rennibraut eða svo, þó þær séu skemmtilegar líka. Auk sundlauga og heitra potta þurfa að vera ein- hvers konar sveppir eða gosbrunn- ar sem hægt er að hlaupa í gegnum. Ekki er verra að hafa innilaug. Svo má gjarnan vera alls konar dót, upp- blásnir kútar, froskalappir og ég veit ekki hvað. Þegar þetta er allt komið er svo hægt að vera í lauginni klukkutímum saman, án þess að synda. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRAPP Í SUND. Svona eiga góðar laugar að vera M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Ég hef verið með niðurgang í þrjár vikur. Vá....ég þarf greinilega að vinna í spjalltækninni. Pabbi, nú erum við að fara að sækja Söru svo reyndu að segja ekkert neyðarlegt eða pínlegt. Það var nú gott að þú skyldir nefna það, Palli. Ég hafði einmitt hugsað mér að segja eitthvað heimskulegt eins og „góða kvöldið, Sara“ eða „Fallegur kjóll sem þú ert í“. Það var eins gott að ég nefndi þetta. Bíddu bara þar til þú þarft að takast á við unglinga. Þegar ég verð stór ætla ég að eiga fullt af börnum og peningum. Sko, Solla...Það er nokkuð dýrt að ala upp börn nú til dags. Það er alveg rétt. Stórar fjölskyldur eiga sjaldan afgangs pening. Nú. En ef ég eignast bara rík börn. Síðustu sætin í maí frá kr. 36.990 Mallorca 25. maí - Örfá sæti 1. júní - 12 sæti Frá kr. 38.895 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 25. maí, Brasilia. Frá kr. 36.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð í viku, 18. maí. Króatía 19. maí - örfá sæti 26. maí - örfá sæti 2. júní - uppselt Frá kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2, 3 eða 4 í stúdíó/íbúð. Stökktu tilboð í viku, 19. maí. Benidorm 18. maí - 15 sæti 25. maí - laus sæti 1. júní - 9 sæti Frá kr. 38.695 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð 18. maí, Vina del Mar. Algarve 25. maí - örfá sæti 8. júní - 7 sæti Frá kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Stökktu tilboð í viku, 8. júní, 22. júní eða 6. júlí. Costa del Sol 18. maí - 19 sæti 25. maí - örfá sæti 1. júní - 17 sæti Rimini 26. maí - nokkur sæti 2. júní - laus sæti 9. júní - laus sæti Frá kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2, 3 eða 4 í stúdíó/íbúð - ath. enginn barnaafsláttur. Stökktu tilboð í viku, 26. maí. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina 66-67 (34-35) Skrípó 4.5.2005 20:06 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.