Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 1
Fetar í fótspor Völu Matt ÞÓRUNN HÖGNADÓTTIR: ▲ FÓLK 30 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 BRETLAND, AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, flaug til fundar við George W. Bush Bandaríkjafor- seta í gær. Meðal þess sem efst verður á dagskrá viðræðna þeirra eru útgjöld til þróunarmála í Aust- ur-Afríku, en Blair er í mikið í mun að eyða ágreiningi um það mál áður en leiðtogafundur G8-hópsins hefst í Skotlandi síðar í þessum mánuði. Bandaríkjastjórn hét í gær að veita 674 milljónum Bandaríkja- dala, andvirði um 43 milljarða króna, til matvælahjálpar í Erítreu og Eþíópíu, en það breytir ekki þeirri andstöðu sem Bush forseti hefur sýnt viðleitni Blairs til stór- aukinna útgjalda til þróunaraðstoð- ar í Afríku. Blair lét hafa eftir sér í gær að matvælaaðstoðarátak sem þetta væri velkomið sem slíkt, en það væri aðeins brot af því sem ráð- ast yrði í. Sem forysturíki G8-hóps helstu iðnríkja heims næsta árið hafa Blair og nýendurkjörin ríkis- stjórn hans sett á oddinn stefnu sem miðar að stórefldri aðstoð við Afr- íku og átaki í baráttunni gegn lofts- lagsbreytingum af mannavöldum. Enn frekar en Afríkuaðstoðin er loftmengunarátakið til þess fallið að skapa núning við ráðamenn í Washington. Ef Blair skyldi takast að telja Bush á að leggja þessum oddamálum lið yrði það til þess fallið að varpa jákvæðara ljósi á pólitískan orðstír Blairs eftir þann skell sem hann mátti þola vegna þess hve sú ákvörðun hans að gera innrás í Írak við hlið Bandaríkja- manna hefur reynst óvinsæl meðal breskra kjósenda. Að mati stjórn- málaskýrenda fer Blair nú til fund- ar við Bush í vissu um að eiga hönk upp í bakið á honum, en þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogarnir tveir hittast eftir naumt endurkjör Bla- irs fyrir mánuði. ■ Leiðtogafundur Washington í aðdraganda fundar G8-ríkjanna: Blair leitar stu›nings Bush Nýtt v iðski ptabl að með Frét tablaðinu alla miðvikudaga Sögurnar • Tölurnar • Fólkið Auglýsingasími 550 5000 ÞAÐ STYTTIR UPP SYÐRA Í DAG EN ÁFRAM verða lítilsháttar skúrir fyrir norðan. Kólnandi veður um tíma, en áfram nokkuð hlýtt fyrir austan. VEÐUR 4 MIÐVIKUDAGUR 8. júní 2005 - 153. tölublað – 5. árgangur Fersk tónlist úr nýjum hráefnum Hiphop-aðdáendur ættu að flykkjast á Pravda í kvöld þar sem tónlistarmennirnir Beat- makin Troopa, PTH, Dj B-Ruff og Diddi Fel láta ljós sitt skína.. TÓNLIST 23 Enn fleiri forföll hjá íslenska liðinu Heiðar Helguson er tæpur vegna veikinda fyrir lands- leik Íslands og Möltu í kvöld. Þetta gætu orðið enn ein forföllin í liðinu en tveir menn meiddust gegn Ungverjum í síðasta leik og þrír fóru í leikbann. ÍÞRÓTTIR 20-21 Ástand fiskistofnanna Sjávarútvegurinn bíður enn eftir að spá um auknar þorskveiðar rætist en nokkuð virðist í land með það. 360° 14 Heldur sér ungri í golfinu MARGRÉT GEIRSDÓTTIR: Í MIÐJU BLAÐSINS ● FERÐIR ● NÁM ▲ Landlæknir átelur lækna fyrir ávísanir á morfín HEILBRIGÐISMÁL Landlæknisem- bættið hefur á undanförnum vik- um og mánuðum haft samband við hóp lækna og átalið þá fyrir óeðli- legar ávísanir á morfínlyf og önn- ur ávanabindandi lyf að sögn Sig- urðar Guðmundssonar landlækn- is. Ýmist fá þeir tiltal eða ádrep- ur, jafnvel áminningar. Síðast- nefnda úrræðinu er ekki beitt nema læknirinn sjálfur sé í vímu- efnaneyslu af einhverju tagi eða hann fari langt út fyrir velsæmis- mörk í starfi sínu. Það sem af er þessu ári hefur embættið veitt allt að fjórar áminningar. „Við höfum haft samband við lækna sem hafa eitthvað misst stjórn á sér,“ sagði landlæknir. „Það verður rætt við fleiri á næstu dögum og vikum. Við erum að vinna með gögn sem við höfum undir höndum úr lyfjagagna- grunni, til að staðfesta eða af- sanna orðróm.“ Landlæknir kvaðst ekki geta gef- ið upp hve marga lækna hefði verið rætt við né hversu margir hefðu reynst fara fram úr hófi í tilvísun- um á verkjalyf og önnur ávanabind- andi lyf. Málið væri á því stigi þessa dagana, að starfsmenn embættisins skiptu með sér að ræða við lækna og því lægju ekki fyrir samræmdar tölur enn sem komið er. Lyfjagagnagrunnur landlæknis- embættisins hefur nú að hluta til verið tekinn í notkun. Landlæknir sagði, að gagnsemi hans væri strax farin að skila sér. Með tilkomu hans yrði mun auðveldara að leita uppi frávik í lyfjaávísunum lækna til fólks. „Þetta tæki breytir miklu varðandi eftirlit, þótt það ráði ekki við að breyta grunnorsök- inni, það er að segja af hverju læknar skrifa út lyf til fíkla,“ sagði landlæknir. „Oft er það þannig að menn gera þetta af ein- hvers konar miskunnsemi, því þeir vorkenna fíklinum. Í öðru lagi geta fíklarnir talið fólki trú um hluti sem öðrum tekst ekki. Læknar geta verið móttækilegir fyrir því eins og annað fólk. En það er sem betur fer mjög lítið um verstu ástæðuna, að læknar séu að gera þetta til að auka tekj- ur sínar beinlínis. Ég get ekki sagt hversu stór sá hópur er, en hann er til. Sá hópur þarf mest á því að halda, að tekið sé í lurginn á honum.“ jss@frettabladid.is FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR VEÐRIÐ Í DAG TEKUR VIÐ INNLITI – ÚTLITI TONY BLAIR OG GEORGE W. BUSH Atlantic Petroleum í Kauphöll: Færeyskt félag skrá› VIÐSKIPTI Atlantic Petroleum verður skráð í Kauphöll Íslands 15. júní að öllum líkindum. Fé- lagið verður þar með fyrsta er- lenda fyrirtækið sem skráir sig á íslenskan hlutabréfamarkað og fyrsta færeyska félagið sem fer á hlutabréfamarkað. Atlant- ic Petroleum er olíuleitarfélag sem stundar boranir við Bret- land og innan færeysku lögsög- unnar. Talið er að verðmæti félags- ins sé um tveir milljarðar króna en um þrjú þúsund hluthafar eiga hluti í því. Meðal hluthafa eru helstu fyrirtæki og stofnan- ir í Færeyjum. - eþa / Sjá Markaðinn MORFÍNFÍKN Fíklar sækjast mjög eftir contalgin forðatöflum, verkjatöflum sem innihalda morfín. Þeir leysa þær upp og sprauta morfíninu í sig. Myndin er sviðsett Landlæknisembætti› hefur átali› hóp lækna fyrir óe›lilegar ávísanir á morfínlyf og önnur ávanabind- andi lyf. Sumir fleirra hafa fengi› áminningu. Sérstaklega er teki› í lurginn á fleim læknum sem hagnast me› flessum hætti. N‡r lyfjagagnagrunnur sannar gildi sitt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I JÁRNJÓMFRÚIN TRYLLIR LÝÐINN Tónleikar þungarokkshljómsveitarinnar Iron Maiden í Egilshöll með Íslandsvininn Bruce Dickinson í broddi fylkingar gengu framar vonum. Ekkert alvarlegt bjátaði á hjá tónleikagestum sem skiptu þúsundum. Lögregla sagði umferð við höllina hafa gengið vel fyrir sig enda er hún reynslunni ríkari eftir síðustu stórtónleika þegar talsverðar umferðartafir urðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.