Fréttablaðið - 08.06.2005, Side 2

Fréttablaðið - 08.06.2005, Side 2
SKIPULAGSMÁL Undirbúningur er nú hafinn að alþjóðlegri sam- keppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar. „Við teljum að þetta sé ein- stakt tækifæri til að halda al- þjóðlega samkeppni um stórt lykilsvæði í hjarta höfuðborgar,“ segir Dagur B. Eggertsson, borg- arfulltrúi Reykjavíkurlistans. „Þetta mál hefur allt til að bera til að vekja heimsathygli meðal arkitekta og skipulagsfræðinga.“ Kostnaður við keppnina ligg- ur ekki fyrir. Stór óvissuliður í því efni er skipan dómnefnda en rætt er um að fá stór nöfn úr arkitektaheiminum til að vekja áhuga á keppninni erlendis. Með keppninni vilja menn gera sér í hugarlund hvað hægt sé að gera á svæðinu. „Við viljum ná umræðunni upp úr þeim skot- gröfum að vera með og á móti flugvellinum,“ segir Dagur. „Það er hins vegar mín sannfæring að hægt sé að finna niðurstöðu sem langflestir geti sætt sig við, hvar sem er á landinu.“ „Ég hef ákveðnar áhyggjur af tímasetningunni sem talað er um,“ segir Hanna Birna Krist- jánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálf- stæðismanna, og fulltrúi þeirra í stýrihóp um skipulag Vatnsmýr- arinnar. Hún telur mikilvægt að forsendur keppninnar séu skýr- ar til að góður árangur náist. „Nú standa yfir viðræður borgaryfir- valda og samgönguyfirvalda um þetta svæði og í þeim er allt opið. Það er óheppilegt að efna til sam- keppni þegar forsendurnar liggja ekki fyrir.“ Greinilegt er að skipulagsmál verða ofarlega á baugi í kosn- ingabaráttunni því á borgar- stjórnarfundi í gær kynnti Stef- án Jón Hafstein, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, tillögur um framtíðarbyggð á Vatnsmýrar- svæðinu með tengingu við Álfta- nes. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman sem ein heild og tengd saman með hraðbraut yfir Skerjafjörðinn. Ekki er langt síðan sjálfstæðis- menn kynntu sínar tillögur í skipulagsmálum. Úrslit í samkeppninni verða svo kynnt fyrir næstu borgar- stjórnarkosningar. grs@frettabladid.is 2 8. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Deilt á fiskveiðiráðgjöf Jóns Kristjánssonar: Færeyingar helminga florskvei›arnar SJÁVARÚTVEGUR Alþjóða hafrann- sóknaráðið leggur til að dregið verði úr sókn í þorskstofninn við Færeyjar um 50 prósent á næsta ári. Jakob Rænert yfirmaður fiskirannsókna í Færeyjum sagði í samtali við Fréttastofu útvarpsins í gær að þetta væri afleiðing ofveiði og rangrar ráð- gjafar Jóns Kristjánssonar fiskifræðings. Ef haldið yrði áfram með sama sóknarþunga og nú væri hætta á að þorsk- stofninn færeyski festist varan- lega í sögulegu lágmarki. „Þegar ég kom fyrst að Fær- eyjaráðgjöfinni árið 2001 hafði Alþjóða hafrannsóknaráðið mælt með stöðvun ýsuveiða og 30 prósenta fækkun veiðidaga,“ segir Jón Kristjánsson. „Ég var ósammála og ráð- lagði óbreytta sókn og stofnarn- ir stækkuðu. Enn komu fyrir- mæli um niðurskurð en ekki var farið eftir því og fjölda fiski- daga haldið óbreyttum. Enn stækkuðu stofnarnir og fóru í sögulegt hámark 2003,“ segir Jón. Jón kveðst hafa verið forspár um framhaldið. „Ég sagði í skýrslu minni 2003 að þá tæki þorskstofninn að minnka. Við vitum ekki hversu löng né djúp þessi niðursveifla verður, en það versta sem menn gera þegar skortur verður á fæðu er að draga úr veiðum, segir Jón Kristjánsson. - jh BORGARMÁL Guðlaugur Þór Þórðar- son, borgarfulltrúi sjálfstæðis- manna, gagnrýnir að Orkuveita Reykjavíkur ætli sér að fjárfesta í heilsutengdri ferðaþjónustu eins og fyrir liggur. „Það er óþolandi að stjórnarmenn Orkuveitunnar séu sýknt og heilagt að vasast í gæluverkefnum sem borgarbúum er svo sendur reikningur fyrir.“ Orkuveitan vinnur að því í samvinnu við einkafyrirtæki að koma meðal annars á fót baðsvæði að Nesjavöllum á borð við það sem er í Bláa lóninu í Svartsengi. Guðlaugur bendir á að slíkur rekstur samrýmist með engu móti hlutverki fyrirtækis- ins. „Þessi rekstur er alls óskyld- ur starfsemi Orkuveitunar og þvert á þá stefnu sem sérstök nefnd, sem skipuð var af R-listan- um, lagði til að Orkuveitan mark- aði sér.“ Alfreð Þorsteinsson, stjórnar- formaður Orkuveitunnar, segir ekkert óeðlilegt við þátttöku í slíkum rekstri en bendir á að í þessu tilfelli sé ekki um fjármagn að ræða heldur fyrst og fremst land sem fyrirtækið leggur til. Guðlaugur gefur lítið fyrir það. „Þeir hafa lýst því yfir að ætla í þennan rekstur á svipuðum for- sendum og þeir gera varðandi frí- stundabyggðina við Úlfljótsvatn og þar stendur til að taka fullan þátt í rekstrinum ásamt einkaaðil- um. Þarna er því um annað og meira en land að ræða.“ -aöe Hra›braut yfir Skerjafjör› Reykjavíkurborg mun í haust efna til samkeppni um framtí›arskipulag Vatnsm‡rarinnar og á henni a› vera loki› fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Reykjavíkurlistinn vill flróa Vatnsm‡rina og Álftanes sem eina heild. Sjálfstæ›ismenn segja samkeppnina óheppilega flar sem forsendur eru ekki sk‡rar. ÍSLANDSVINUR 2.220.000 kr. 2.320.000 kr. Sedan: Wagon: Ver› frá: Öllum n‡jum Subaru Legacy bílum fylgir nú 50.000 króna úttekt í Intersport e›a Nevada Bob. Bættu vi› tjaldi, grilli, golfsetti e›a flugustöng og borga›u ekki krónu! 50.000 króna gjafabréf Fer›agasgrill fylgir öllum n‡jum Subaru Legacy. SPURNING DAGSINS Alfre›, ver›ur fletta Græna lóni›? „Það væri ekki vanþörf á grænu lóni.“ Alfreð Þorsteinsson er borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins og stjórnarformaður Orkuveitu Reykja- víkur. Í fréttum í gær kom fram að Orkuveitan hygðist útbúa baðsvæði á Nesjavöllum í anda Bláa lónsins. ÞORSKAFLI SVEIFLAST Línuritið sýnir sveiflur í þorskafla við Færeyjar undafarin 80 ár. DAGUR B. EGGERTSSON Borgarfull- trúi og formaður skipulagsráðs. FRÁ NESJAVÖLLUM Þar rís í framtíðinni heilsumiðstöð á borð við þá sem er í Bláa lóninu en gagnrýnt er að Orkuveita Reykjavíkur standi í slíku ásamt einkaaðilum. Sjálfstæðismenn gagnrýna fyrirhugaða heilsulind: Enn eitt gæluverkefni› HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Í VATNSMÝRI Hvað væri hægt að gera við þetta landrými? Garðasókn: Í lagi a› fresta fundi KIRKJUMÁL Óánægja hefur ríkt inn- an Garðasóknar að undanförnu með að ekki hafi verið boðað til aðalsafnaðarfundar eins og lög kveða á um. Sóknarnefnd ákvað á fundi sínum á dögunum að fresta aðalfundinum um óákveðinn tíma meðan beðið er niðurstöðu kæru- mála sóknarprests á hendur nefndinni, presti og djákna. Nú hefur Biskupsstofa svarað sóknarnefndinni um hvort löglega hafi verið að frestuninni staðið og komst hún að þeirri niðurstöðu að svo sé. „Almennt verður að telja að ef málefnalegar ástæður mæla með því að víkja beri frá megin- reglu laganna sé ekkert við það að athuga,“ segir í bréfi til nefndar- innar frá því í gær. -shg PÓLLAND PÓLVERJAR KJÓSA UM STJÓRNAR- SKRÁRSÁTTMÁLANN Pólverjar hyggjast halda þjóðaratkvæða- greiðslu um staðfestingu stjórn- arskrársáttmála Evrópusam- bandsins þrátt fyrir að Bretar hafi frestað sinni kosningu. Aleksander Kwasniewski forseti Póllands segir mikilvægt að þjóð- in fái að segja sína skoðun á sátt- málanum hvað sem úrslitum ann- ars staðar líður. LÖGREGLUFRÉTTIR FÍKNIEFNI Á FERÐ Lögregla á Hornafirði lagði hald á níu grömm af amfetamíni og svipað magn af hassi við eftirgrennslan í bíl sem var á leið til bæjarins. Var ökumaðurinn handtekinn og sendur til síns heima eftir skýrslutöku. HURÐ NÆRRI HÆLUM Ökumaður þungaflutningabíls þótti heppinn að bíll hans valt ekki þegar sturtuvagn sem í bílinn var tengdur valt þegar verið var að sturta hlassi í Borgarfirði. Skemmdist vagninn mikið en enga sakaði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.