Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 10
SÆRÐUR ÍRAKI Venju samkvæmt var róstusamt í Írak í gær. Þannig fórust í það minnsta 18 manns í þremur sjálfs- morðsárásum sem gerðar voru nánast á sama tíma á eftirlitsstöðvar í Hawjia, 240 kílómetra norður af Bagdad. 10 8. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Skert veitingaþjónusta í Viðeyjarstofu: Loka› á virkum dögum NEYTENDUR „Þetta var sameiginleg ákvörðun enda umferð fólks í Við- ey á virkum dögum mjög lítil,“ segir Jóhannes Stefánsson, eig- andi Múlakaffis, sem mun reka veitingasölu í Viðeyjarstofu um helgar í sumar. Er það talsverð breyting frá því sem verið hefur undanfarin ár þegar veitingar hafa verið í boði alla daga. Rekstraraðilar Viðeyjarferj- unnar eru meðal þeirra sem gagn- rýnt hafa þessa ákvörðun borg- arminjavarðar, Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur, en skammt er síð- an fram fór útboð vegna ferjusigl- inga til eyjarinnar og kom ekki fram þar að veitingarekstur yrði aðeins um helgar. Slíkt setur eðli- lega þeim fjölda fólks skorður, sem áhuga hefur á að skreppa yfir sundið, og hafa allnokkrir erlend- ir ferðamenn sem komið hafa að lokuðum dyrum Viðeyjarstofu lýst yfir furðu sinni á þessu. Þeim er sækja eyjuna heim hefur fækkað um tæpan helming á tíu árum og er þessi ákvörðun ólíkleg til að auka straum ferða- manna til þessarar náttúruperlu. -aöe Skorrdælir ekki teknir silkihönskum Skorrdælingar mega flakka fyrir ef börn fleirra fá pláss í leikskólanum flegar eftirspurn eftir leikskólaplássi eykst. Nágrannarnir hyggjast beita flá hör›u eft- ir a› fleir höfnu›u sameiningu. SAMEININGARMÁL „Það verður ekki tekið á Skorrdælingum með neinum silkihönskum þegar kemur að því að endurmeta þá samstarfssamn- inga sem við eigum við þá,“ segir Helga Halldórsdóttir forseti bæjar- stjórnar Borgarbyggðar. Hún segir að Borgarbyggð hagnist ekki á þessu samstarfi og því verði það endurskoðað þegar þjónustusamn- ingarnir renna út. Skorrdælingar höfnuðu samein- ingu við fjögur sveitarfélög norðan Skarðsheiðar öðru sinni um síðustu helgi með 26 atkvæðum gegn 17 sem er mjög svipuð niðurstaða og í sameiningarkosningunum í apríl síðastliðnum. Skorradalshreppur hefur hingað til keypt ýmsa þjónustu frá ná- granna sveitarfélögunum en nú virðast flestir sveitarstjórnarmenn þar ekki vera jafn jákvæðir og áður fyrir því að selja Skorrdælingum þá þjónustu. Skorradalshreppur er með samning við Borgarfjarðarsveit sem tryggir skorrdælskum ung- mennum skólavist í grunnskólanum næstu níu árin. Enginn slíkur samn- ingur er þó til um leikskólabörnin. Sveinbjörn Eyjólfsson oddviti í Borgarfjarðarsveit segir að ef til þess komi að pláss verði ónæg fyrir börn á leikskólanum Andabæ verði Skorrdælingar að finna annan leik- skóla til að vista börn sín í. „Börn í sveitarfélaginu sem vinnur að upp- byggingunni ganga að sjálfsögðu fyrir,“ segir Sveinbjörn. Margt bendir því til þess að fé- lagsmálaþjónusta, brunavarnir, menntamál, skipulagsmál og önnur þjónusta í Skorradalshreppi komist í uppnám þegar samstarfssamning- arnir verða endurmetnir á næstu árum. Davíð Pétursson oddviti í Skorradalshreppi segir að ef til þess komi að nágrannasveitarfélögin hætti að selja þeim þjónustu verði tekist á við það þegar að því kemur. Hann segir að ótti fólks um að skipulags- og umhverfismál í Skorradal hefðu verið sett á hakann í nýju sveitarfélagi hafi ráðið mestu um það að Skorrdælingar höfnuðu sameiningunni. Að sögn Helgu halda hin sveitar- félögin fjögur sameiningarferlinu áfram en Skorrdælinga verði þó sárt saknað. jse@frettabladid.is Óvenjuleg handtaka: Stö›va›i bílinn sinn BANDARÍKIN, AP Bandarískur lög- reglumaður á frívakt lenti í þeirri undarlegu stöðu að mæta bílnum sínum sem stolið hafði verið frá honum nokkru áður. Hann gerði sér lítið fyrir og framdi borgaralega handtöku á þeim þremur sem í bílnum voru með því að aka í veg fyrir bílinn og draga þá út. Hann hafði svo samband við kollega sína á lög- reglustöðinni sem komu og færðu bílþjófana þrjá í fanga- geymslur. Þeir voru að vonum heldur skömmustulegir enda höfðu þeir ekki búist við að hitta eigandann við þessar aðstæður.■ MÓTMÆLI Í ADDIS ABABA Þúsundir mót- mæla nú kosningaúrslitum í Eþíópíu. Óeirðir í Eþíópíu: Kosningum mótmælt EÞÍÓPÍA, AP Sérsveitir eþíópísku lög- reglunnar hafa barið niður mót- mælendur af mikilli hörku undan- farna tvo daga. Mótmælendurnir hafa safnast saman til að mótmæla því sem þeir vilja meina að hafi ver- ið víðtækt kosningasvindl stjórnar- flokksins í þingkosningum sem haldnar voru í landinu á dögunum. Lítil stúlka lést þegar til bardaga kom á milli lögreglu og mótmælenda en auk þess hafa tugir manna særst. Lögregla hefur beitt táragasi, kylf- um og gúmmíkúlum á mótmælend- ur, sem kastað hafa grjóti á móti. ■ AÐEINS FJÓRÐI HVER BLÓÐGJAFI ER KONA. HÉR ER EKKI VANÞÖRF Á AÐ HEFJA BLÓÐI DRIFNA JAFNRÉTTISBARÁTTU SEM ÞÓ BJARGAR MANNSLÍFUM. ERTU MEÐ ÞETTA Í BLÓÐINU? OKKUR BLÓÐLANGAR Í JAFNRÉTTI ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - O G V 2 84 26 06 /2 00 5 HELGA HALLDÓRSDÓTTIR Helga Halldórs- dóttir forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar segir að inn við beinið hafi hún svolítið gaman af þráheldni Skorrdælinga. Það breytir því þó ekki að Skorrdælingar verða eflaust teknir á beinið þegar kemur að endurnýjun þjónustusamninga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó N S IG U RÐ U R LOK LOK OG LÆS Þeir sem hug hafa á að skoða sig um í Viðey á virkum dögum ættu að taka með sér nesti enda ekkert annað í boði þar í sumar. ENDURBÆTUR VIÐ LEIRUTJÖRN Hafnar eru framkvæmdir við ann- an áfanga endurbóta á umhverfi Leirutjarnar á Reyðarfirði. Á vef Fjarðabyggðar kemur fram að í fyrra hafi verið gengið frá austur- hluta svæðisins, sáð í það og plant- að. „Nú verður unnið við að forma landið meðfram Hjáleiðinni, við hringtorgið og við innkeyrsluna í bæinn,“ segir þar. STAL NÆRBUXUM NÁGRANNANS Karlmaður frá bænum Warren í Michigan hefur verið kærður fyrir að brjótast inn til nágranna- konu sinnar og stela nokkrum nærbuxnapörum. Konan greip hann við iðju sína í svefnherbergi hennar. Við húsleit hjá manninum fundust fleiri kvennærbuxur. AUSTFIRÐIR BANDARÍKIN DODGE BROTHER 1923 Ferðamenn geta skoðað þennan elsta bíl landsins í hvert sinn sem ferðin liggur um Selfoss. Keyptu elsta bíl landsins: Elsti bíllinn á Selfossi BÍLASALA „Með þessu móti höldum við þessum elsta bíl landsins í þeim mikla bílabæ Selfossi,“ segir Hilm- ar Pálsson, en hann keypti um helg- ina ásamt félaga sínum Sigurði Karlssyni, elsta bíl landsins. Bíllinn er Dodge Brother árgerð 1923 en hann var keyptur til lands- ins og gerður upp 1993 af Sverri Andréssyni á Selfossi. Mun bíllinn verða til sýnis á bílasölu þeirra fé- laga, Betri bílar, um ókomna tíð en hann er vel gangfær og eins og nýr segja þeir sem ekið hafa. Þeir félag- ar vildu ekki gefa upp kaupverðið en segja það engu máli skipta. Fyr- ir öllu sé að bíllinn verði áfram á Selfossi en ekki seldur annað. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.