Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 18
Dagbók Við gerð lokaverkefna er tilvalið að halda dagbók. Þar er hægt að skrifa niður allar þær hugmyndir sem kvikna í ferlinu og ætíð hægt að grípa til hennar ef manni finnst ekkert miða áfram. [ ] Nýir og glæsilegir nemendagarðar FSu Umsóknir vegna haustannar 2005 Nýir nemendagarðar Fjölbrautaskóla Suðurlands voru teknir í notkun í byrjun janúar 2005. Um er að ræða 32 tveggja manna smáíbúðir í tveggja hæða byggingu að Eyravegi 26 á Selfossi. Íbúðirnar eru leigðar með húsgögnum og nauðsynlegum tækjum, þ.m.t. eldavél, ísskáp, örbylgjuofni og sjónvarpi auk tengingar við tölvunet skólans. Í sameiginlegu rými er geymsluaðstaða og þvottahús með þvottavélum og þurrkurum. Gert er ráð fyrir að nemendur á görðunum eigi rétt á húsaleigubótum og, eftir atvikum, náms- og dvalarstyrk frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Sérstakur umsjónarmaður hefur eftirlit með nemendagörðunum. Innritun í skólann stendur yfir en námsframboðið er mjög fjölbreytt. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, og jafnframt á vef skólans, www.fsu.is Umsóknir þurfa að berast skrifstofu skólans eigi síðar en 16. júní 2005. Sigurður Sigursveinsson skólameistari Umsóknarfrestur vegna skólavistar 2005-2006 rennur út 14. júní nk. Framhaldsskólinn á Laugum er heimavistarskóli í sveit, um 60 km frá Akureyri og 40 km frá Húsavík. Heimavistaraðstaða er með því besta sem gerist. Boðið er upp á 4 námsbrautir: félagsfræðibraut, íþróttabraut, náttúrufræði- braut og almenna námsbraut. Á Laugum er öflugt félagslíf, nemendur gefa út blöð og stjórna staðbundinni sjónvarpsstöð. Leiklist er metin til eininga í námi og á Laugum er boðið upp á frábæra aðstöðu til íþróttaiðkunar. Skólinn rekur kvikmyndahús sem sýnir einu sinni í viku. Í herbergjum á heimavistum er boðið upp á internet og síma. FRAMHALDSSKÓLINN Á LAUGUM Allar upplýsingar á og í síma www.laugar.is 464-3112 Níundubekkingar fá inngöngu í MA Menntaskólinn á Akureyri nýtir sér kosti bekkjakerfisins til að koma til móts við þarfir nemenda. Menntaskólinn á Akureyri býður í haust upp á nýja bók- námsbraut. Brautin er ætluð duglegum nemendum sem lok- ið hafa námi í 9. bekk og vilja komast í framhaldsskóla ári á undan jafnöldrum sínum. Þótt Menntaskólinn á Akureyri byggi á aldagamalli hefð hefur skólinn ávallt lagt metnað sinn í að vera framsækinn og nýjunga- gjarn. Það nýjasta sem skólinn býður upp á er svokölluð Almenn bóknámsbraut 1 sem tekur til starfa í haust. Um er að ræða eins árs prógram fyrir duglega nemendur sem lokið hafa 9. bekk og vilja flýta fyrir sér með því að taka námsefni 10. og 1. bekkjar á einum vetri. Jón Már Héðinsson, skóla- meistari MA, segir að nýja náms- brautin sé í rauninni svar bekkjaskólanna við breyttu námsumhverfi. „Nú er mikið tal- að um þessi fljótandi skil á milli grunnskóla og framhaldsskóla og undanfarin ár hefur nemend- um í 10. bekk gefist kostur á að taka einn og einn áfanga á fram- haldsskólastigi samhliða námi í 10. Bekk. Bekkjaskólar eins og MA geta lítið tekið þátt í þeirri þróun en með þessu verkefni reynum við að breyta því og nýt- um okkur um leið kosti bekkja- kerfisins,“ segir Jón Már. „Við sóttum um þetta sem fjögurra ára tilraunaverkefni til mennta- málaráðuneytisins og fengum mjög góð viðbrögð þar. Það sem kannski er byltingakenndast í þessu er það að ráðuneytið skuli samþykkja að meta einkunnir úr 9. bekk sem fullgilt grunnskóla- próf en það er mikil viðurkenn- ing fyrir grunnskólann.“ Á almennri bóknámsbraut 1 taka nemendur sömu áfanga og kenndir eru á fyrsta ári í MA en samhliða því ljúka þeir viðfangs- efnum 10. bekkjar. Kennt verður í einum 15 manna bekk sem fylgist að allan veturinn en að því loknu geta nemendur sest í 2. bekk og haldið áfram hefð- bundnu námi á þeirri námsbraut sem þeir kjósa. Þótt námsefni 10. og 1. bekkj- ar sé blandað saman með þessum hætti telur Jón Már ekki hætt við að yfirferðin verði of mikil. „Það er mikil skörun milli námsefnis í 10. og 1. bekk og dágóður tími fer í upprifjun í 1. bekk. Vissulega þarf að bæta einhverju við en skammturinn verður alls ekki tvöfaldur og þessir nemendur koma ekki til með að þurfa að vera meira í skónum en aðrir. Þar sem hópurinn er lítill gefst góður tími til að sinna hverjum og einum og auk þess ætlum við að bjóða upp á heimanámsað- stoð.“ Dugmiklir níundubekkingar sem þessa dagana taka við ein- kunnum sínum úr grunnskóla geta enn sótt um skólavist í MA. Umsóknarfrestur rennur út þann 14. júní og hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á vef skólans: www.ma.is thorgunnur@frettabladid.is Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, segir mikinn áhuga fyrir nýja náminu. Nemendur í sumarskólanum koma úr flestum framhaldsskól- um landsins og flestir eru þar til að flýta fyrir sér í námi, að sögn Magnúsar Ingvasonar skóla- stjóra. Einnig segir hann þann hóp fara stækkandi sem komi í skólann vegna falls á samræmdu prófi. „Við erum alltaf að sjá tölu- vert fall í stærðfræði og mér finnst óeðlilegt að það skuli vera svona mikið ár eftir ár. Ég held að það þurfi að endurskoða þessi próf eða kennsluna eitthvað,“ seg- ir hann. Eina af ástæðunum segir hann vera þá að unglingarnir séu stressaðir fyrir stærðfræðiprófið og mikli það stundum fyrir sér. „Í ofanálag hafa birst fréttir í fjöl- miðlum um að framhaldsskólarn- ir geti ekki tekið við öllum þeim nemendum sem sækja um skóla- vist á haustin. Það eitt og sér skapar óvissu hjá mörgum nem- enda svo ekki sé talað um for- eldra þeirra og forráðamenn,“ segir Magnús. Sumarskóli FB tók til starfa í lok maí og kennt er frá 17.30 til 22.10 á virkum dögum. Þar eru kenndir 67 áfangar en nám fyrir þá sem gekk ekki sem skyldi á samræmdu prófunum hefst í dag, 8. júní. Ennþá er hægt að innrita sig í skólann en áhugasömum er bent á frekari upplýsingar á www.fb.is eða í síma 570-562. ■ Mikil ásókn í sumarskóla á vegum FB Sumarskóli er starfræktur í Fjölbraut Breiðholti eins og undanfarin tólf sumur. Sífellt fjölgar þeim sem nýta sér þennan möguleika til náms og í sumar eru þar um 700 nemendur. Tveir af umsjónarmönnum Sumarskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Torfi Magnússon og Magnús Ingvason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.