Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 08.06.2005, Qupperneq 26
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Framkvæmdastjórar tíu stærstu lífeyrissjóðanna, að stjórnendum Almenna- og Frjálsa lífeyrissjóðs- ins undanskildum, voru með mán- aðarlaun á bilinu 562.000- 1.912.000 krónur á síðasta ári samkvæmt ársreikningum sjóð- anna. Meira en þrefaldur munur var á launum þess hæst launaða og þess lægst launaða. Laun starfsmanna Almenna lífeyris- sjóðsins og Frjálsa lífeyrissjóðs- ins eru greidd af Íslandsbanka annars vegar og KB banka hins vegar og er ekki greint frá launa- kjörum framkvæmdastjóranna í ársskýrslum viðkomandi lífeyris- sjóða. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, fékk tæpar 23 milljónir króna í árslaun á síðasta ári og var launa- hæstur af stjórnendum í tíu stærstu sjóðunum. Mánaðarlaun hans voru að jafnaði um 1.900 þúsund krónur. Jóhannes Sig- geirsson, fráfarandi fram- kvæmdastjóri Sameinaða lífeyris- sjóðsins, kom næstur með fimmt- án milljónir króna í árslaun (1.253 þúsund á mánuði) og Margeir Daníelsson, framkvæmdastjóri Samvinnulífeyrissjóðsins, var í þriðja sæti. Hann fékk 13,8 millj- ónir í laun á síðasta ári (1.153 þúsund á mánuði). Laun stjórnarformanna á mán- uði námu að meðaltali 56.500- 171.946 krónum. Stjórnarformað- ur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Víglundur Þorsteinsson, fékk hæstu stjórnarlaunin á liðnu ári. Árslaun hans námu rúmum tveimur milljónum króna. Marí- anna Jónasdóttir, formaður stjórnar LSR, fékk 1.351 þúsund krónur í árslaun og Þorbjörn Guð- mundsson, stjórnarformaður Sameinaða lífeyrissjóðsins, fékk 1.218 þúsund krónur fyrir störf sín í þágu sjóðsins á síðasta ári. Björn Snæbjörnsson, hjá Líf- eyrissjóði Norðurlands, fékk lægstu launin fyrir stjórnarfor- mennsku; 678.000 krónur á síð- asta ári. Þegar öll laun stjórnar og framkvæmdastjóra eru tekin saman er ljóst að Lífeyrissjóður verzlunarmanna greiðir hæstu launin en alls greiddi sjóðurinn um 32 milljónir í fyrra. Sameinaði lífeyrissjóðurinn kemur næstur með heildarlaun upp á tæpar tutt- ugu milljónir. Lífeyrissjóður bankamanna greiðir lægstu upp- hæðina eða 10,6 milljónir króna. Vika Frá áramótum Actavis 1% 6% Atorka 0% 2% Bakkavör 1% 46% Burðarás 5% 23% Flaga Group 0% -19% FL GROUP 1% 47% Íslandsbanki 3% 20% Kaupþing Bank hf. 2% 21% Kögun -1% 30% Landsbankinn 1% 36% Marel 0% 14% Og fjarskipti -2% 25% Samherji 0% 9% Straumur 1% 25% Össur 0% 1% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Þorgeir Eyjólfs- son launahæstur Yfir þrefaldur munur var á árstekjum lægst og hæst launuðu fram- kvæmdastjóranna. Víglundur Þorsteinsson fékk hæstu stjórnar- launin. Lífeyrissjóður verzlunarmanna greiðir besta kaupið. 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is Fari sjávarútvegsráðherra að ný- birtum tillögum Hafrannsókna- stofnunarinnar um hámarksafla munu áhrifin á hagkerfið verða óveruleg, segir á vef greiningar- deildar Íslandsbanka. Verðmæti sjávaraflans mun aukast lítillega á heildina litið og sömuleiðis tekjur af útflutningi vöru og þjónustu. Stofnunin ráð- leggur að þorskkvótinn verði minnkaður um 7 þúsund tonn en að ufsa- og ýsukvóti verði auk- inn. Gert er ráð fyrir að heildar- aflaverðmætið aukist um 380 milljónir króna. Tillögur Hafrannsóknastofn- unar eru í samræmi við vænting- ar og því voru áhrifin á fjármála- markaðinn lítil sem engin er til- lögurnar voru birtar. - jsk Björgvin Guðmundsson skrifar Þrír fyrstu fjárfestahóparnir dvelja alla þessa viku í svoköll- uðu gagnaherbergjum Símans í húsnæði Ríkissáttasemjara og undirbúa gerð bindandi tilboða í fyrirtækið. Fær hver hópur að- gang að einu slíku herbergi sem í eru staflar af möppum sem geyma ítarlegar upplýsingar úr rekstri Símans. Í hverju herbergi mega mest vera tíu einstaklingar og er fylgst með að engin gögn séu ljósrituð. Allar upplýsingar verður að handskrifa. Endurskoðendur, sem voru að aðstoða fjárfestana í gær, sögðu að nú væru fulltrúar frá KPMG endurskoðun, Pricewaterhou- seCoopers og Deloitte á Íslandi uppteknir við gerð áreiðan- leikakannana. Tólf fjárfestahópum var boðið að halda áfram á seinna stig sölu- ferilsins með það fyrir augum að undirbúa bindandi kauptilboð. Í sex þeirra eru einungis erlendir aðilar. Næstu fjórar vikurnar munu hóparnir fá aðgang að gagnaherberginu en einungis þrír í einu. Stefnt er að því að til- boðsfrestur renni út í lok júlí. Einn endurskoðandinn sagði gögnin um Símann aðgengileg og nokkuð ítarleg. Spurður hvers kyns þau væru sagði hann möpp- urnar geyma samþykktir félags- ins, tölur úr rekstri, fjölda samn- inga og upplýsingar um deilur og dótturfélög. Mikil vinna væri að fara í gegnum nauðsynlegar möppur enda áætlað að hver hóp- ur gæti dvalið í gagnaherberginu frá klukkan níu til sex fimm daga vikunnar. Þá væru fyrirhugaðir fundir með æðstu stjórnendum Símans. Eimskipafélag Íslands hefur gert samning um smíði tveggja full- kominna frystiskipa með mögu- leika á fjórum skipum í viðbót. Dótturfélag Eimskips í Noregi, CTG, mun annast allan rekstur þessara skipa. Flutningsgeta CTG í frysti- og kæliflutningum mun tvöfaldast. CTG flytur um þriðjung af sjáv- arafurðum Eimskips á Norður- Atlantshafi. Aukin áhersla á flutning sjáv- arafurða á brettum gerir skip sem þessi spennandi valkost að því er segir í fréttatilkynningu frá Eimskip. Kaupverð þessara tveggja skipa er samtals um 2,6 milljarð- ar íslenskra króna og verða þau smíðuð í Noregi og afhent í janú- ar 2007 og apríl 2007. Innan skamms fær félagið af- hent tvö ný frystiskip sem samið var um í fyrra og því eru alls fjögur ný frystiskip í smíðum fyrir Eimskip. Skipin munu geta borið 1800 bretti og fjórtán 45 feta gáma á þilfari. -dh Eimskip lætur smíða tvö frystiskip Áhrif tillagna Hafró lítil Fjárfestar lokaðir inni í gagnaherbergjum Bjóðendur í Símann liggja þessa dagana yfir stöflum af möppum sem geyma ítarlegar upplýs- ingar um fyrirtækið. Aker Seafoods hefur samið við Íslandsbanka og DnB NOR um endurfjármögnun á samstæð- unni. Samningurinn miðar við lántöku í heildina upp á 1,3 millj- arða norskra króna. Auk skulda- bréfaútboðsins að jafngildi 400 milljóna norskra króna mun DnB NOR veita Aker Seafoods veðlán upp á 800 milljónir norskra króna til tíu ára. Íslandsbanki hefur sölu- tryggt fjögurra milljarða króna skuldabréfaútboð fyrir Aker Seafoods og voru þau seld til nær tuttugu íslenskra stofnana- fjárfesta. Með skiptasamningi við Íslandsbanka fær útgefand- inn til fimm ára 400 milljónir norskra króna. Skuldabréfa- flokkurinn er verðtryggður og verður skráður í Kauphöll Ís- lands. Hlutabréf Aker Seafoods voru nýverið skráð í norsku kauphöllinni. - dh ÞORGEIR EYJÓLFSSON Launahæstur fram- kvæmdastjóra tíu stærstu lífeyrissjóð- anna. Hafði um tvær milljónir í laun á mánuði. FISKI LANDAÐ Fari sjávarútvegsráðherra að tillögum Hafró um hámarksafla munu áhrifin á hagkerfið verða óveruleg. ÍSLANDSBANKI TEKUR ÞÁTT Í FJÁR- MÖGNUN AKER SEAFOODS Hlutabréf félagsins voru nýlega skráð í norsku kaup- höllina. Íslenskir fjárfestar kaupa skuldabréf í Aker Seafoods Íslandsbanki sölutryggir og selur fjögurra millj- arða króna skuldabréfaútboð. HÚS RÍKISSÁTTASEMJARA Innan veggja þessa látlausa húss við Borgartún sitja ráð- gjafar fjárfesta bak við luktar dyr og grand- skoða upplýsingar um rekstur Símans. Ofbeldi selur ekki Rannsókn The Dove Foundation, sem eru samtök sem hvetja til framleiðslu fjölskylduvænna kvikmynda, sýnir að mun gróðavæn- legra er að framleiða myndir sem ætlaðar eru börnum í fylgd með foreldrum en þær sem bannaðar eru innan sextán ára aldurs. Alls voru rannsakaðar 2.982 kvikmyndir. Hagnaður af meðal fjölskyldumynd var 560 milljónir króna, en tap mynda sem bannaðar voru innan sextán ára aldurs var 42 milljónir að meðaltali. „Við höfum sýnt fram á það að ofbeldi selur ekki. Sú hugmynd á sér ekki stoð í raunveruleik- anum,“ sagði Dick Rolfe, stofnandi Dove Founda- tion. - jsk FJÖLSKYLDUVÆN SKEMMTUN Ný rannsókn sýnir að betur gengur að selja fjölskylduvænar myndir en þær sem innihalda ofbeldi. Á R S L A U N F R A M K V Æ M D A S T J Ó R A T Í U S T Æ R S T U L Í F E Y R I S S J Ó Ð A N N A * Árslaun** Ávöxtun*** Þorgeir Eyjólfsson Lífeyrissjóður verzlunarmanna 22,96 12,1% Jóhannes Siggeirsson Sameinaði lífeyrissjóðurinn 15,05 6,7% Margeir Daníelsson Samvinnulífeyrissjóðurinn 13,84 15,5% Bjarni Brynjólfsson Lífeyrissjóðurinn Framsýn 12,76 13,6% Haukur Hafsteinsson LSR 11,61 9,3% Friðjón Rúnar Sigurðsson Lífeyrissjóðurinn Lífiðn 11,21 9,1% Árni Guðmundsson Lífeyrissjóður sjómanna 11,18 16,4% Kári Arnór Kárason Lífeyrissjóður Norðurlands 10,36 13,3% Sigurbjörn Sigurbjörnsson Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 8,00 10,1% Sigtryggur Jónsson Lífeyrissjóður bankamanna 6,75 8,5% * Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi lífeyrissjóðurinn eru ekki taldir með ** Árslaun í milljónum *** Raunávöxtun sjóðsins 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.