Fréttablaðið - 08.06.2005, Page 31

Fréttablaðið - 08.06.2005, Page 31
Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöf Og Vodafone í síma 599 9500 eða sendu tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 85 72 05 /2 00 5 Það eru ekki endilega þeir stóru sem éta þá smáu. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 7 Ú T L Ö N D Alan Greenspan, seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, mun mæta á fund þingnefndar á fimmtudag til að ræða horfur í efnahagsmál- um. Undanfarið hafa birst fréttir í Bandaríkjunum af slæmu ástandi hagkerfisins, fækkun nýrra starfa og minnkandi vexti í iðnaðar- og þjónustugeirum, og mun ræða Greenspans því vekja enn meiri athygli en ella. Staða efnahagsmála er þó betri en margir vilja meina, en örlítið hefur hægst á hagvexti undanfarið. Vonast menn í fjármálaheim- inum til þess að Greenspan freistist ekki til að boða hækkun stýrivaxta. Gangi það eftir er lík- legt að hlutabréfamarkaðurinn taki við sér á ný eftir erfiðar und- anfarnar vikur. Lítið er vanalega um viðskipti á meðan beðið er eftir ræðu Greenspans en um leið og fundur er settur færist fjör í leikinn. Al- gengt er að gengi hlutabréfa sveiflist ótt og títt á meðan Greenspan talar, enda hefur hvert orð af hans vörum áhrif á gengi bréfa. - jsk Hlutabréf á sádi-arabíska hlut- bréfamarkaðnum féllu í verði um tæpt eitt prósent eftir að fréttir bárust af veikindum Fahds kon- ungs. Þrátt fyrir þetta segja sér- fræðingar langtímahorfur mark- aðarins góðar. Konungurinn var lagður inn á spítala fyrir nokkru með lungna- bólgu og háan hita: ,,Það er slæmt fyrir markaðinn að konungurinn sé veikur,“ sagði hagfræðingur- inn Fawad Rizvi og bætti svo við: ,,En þetta ætti nú ekki að skipta máli til langs tíma litið. Abdullah krónprins ræður hvort eð er öllu sem hann vill ráða og hefur gert í tíu ár.“ Sádi-arabískir embættismenn segja konunginn á batavegi. - jsk Pervez Musharraf, forseti Pakistans, segir að Pakistanar og Indverjar verði að grafa stríðsöxina og einbeita sér að því að byggja upp sterkari viðskipta- tengsl. Þetta sagði hann á fundi með ind- verskri viðskipta- sendinefnd: ,,Við verðum að horfa til framtíðar. Það ger- um við með því að leysa deilumál okk- ar og þróa enn frek- ari viðskiptatengsl, þannig að bæði Ind- land og Pakistan hafi hag af.“ Indverjar og Pakistanar hafa lengi deilt um yfir- ráð yfir Kasmír-hér- aðinu sem er á landamærum ríkj- anna tveggja og hefur tvisvar komið til styrjaldar. Bæði löndin búa yfir kjarnorkuvopnum. Viðskipti milli Indlands og Pakistan hafa aukist um rúmlega helming undanfarið ár og hafa aldrei verið meiri. Formaður ind- versku sendinefndarinnar, Onkar S. Kanwar, sagði viðskipti land- anna geta aukist margfalt á næstu fimm árum verði samgöngur bættar og viðskiptahindrunum aflétt. - jsk Kóngurinn veikur FAHD KONUNGUR SÁDI-ARABÍU Hlutabréf féllu í verði þegar fregnir bárust af veikindum hans. Sérfræðingar segja hins vegar langtímahorfur góðar. Greenspan fyrir þingnefnd Hvert orð af vörum seðlabankastjórans hefur áhrif á gengi bréfa. ALAN GREENSPAN SEÐLABANKASTJÓRI BANDARÍKJANNA Mætir fyrir þingnefnd á fimmtudag. Gengi bréfa sveiflast ótt og títt meðan Greenspan talar. PERVEZ MUSHARRAF FORSETI PAKISTAN Segir að Pakistanar og Indverjar eigi að grafa stríðsöxina og ein- beita sér að því að þróa viðskiptatengsl. Viðskipti lykillinn að friði Löndin hafa lengi deilt vegna Kasmír en nú virðist vera að birta til.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.