Fréttablaðið - 08.06.2005, Síða 33

Fréttablaðið - 08.06.2005, Síða 33
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI SMS-skilaboð geta hjálpað ungu fólki að hætta að reykja, sam- kvæmt nýsjálenskri rannsókn. Rannsóknin náði til 850 ungra reykingamanna og var birt í tímaritinu Tobacco Control. Reykingamönnunum var skipt í tvo hópa og áttu að hætta reyk- ingum á fyrir fram ákveðnum degi. Annar hópurinn var í sífellu minntur á reykingabannið með SMS-skilaboðum á borð við: ,,Skrifaðu niður fjórar manneskj- ur sem lemja þig í kássu ef þú byrjar aftur að reykja.“ Hinn hópurinn fékk engin skilaboð. Tæp 30 prósent úr fyrri hópn- um hættu að reykja á meðan að- eins þrettán prósent fólks úr þeim seinni lögðu rettuna á hill- una. Umsjónarmaður rannsóknar- innar, Anthony Rodgers, sagði að sífelldar SMS-sendingar hefðu truflað fólk og fengið það til að hugsa um eitthvað annað en reykingar: ,,Þetta er eins og að flækja fingurna í tyggigúmmí, puttarnir eru bundnir við önnur verkefni en að kveikja í sígarett- um.“ - jsk SMS gegn reykingum Nýsjálensk rannsókn sýnir að SMS-skilaboð eru vopn í baráttunni gegn reykingum. Njósnað í Ísrael Lögreglan í Ísrael segir mörg stórfyrirtækja landsins hafa stundað njósnir um keppinauta sína. Að minnsta kosti fimmtán ísra- elsk fyrirtæki eru sökuð um að hafa átt hlut að máli og hafa átján menn verið handteknir í Ísrael og tveir til viðbótar í Bretlandi. Lögreglan segir að notaður hafi verið svokallaður Trójuhest- ur til að brjótast inn í tölvukerfin, en það er tölvuvírus sem sendur er inn í tölvukerfi og gerir send- andanum kleift að fylgjast með öllu sem fram fer innan kerfisins. Stærsta símafyrirtæki lands- ins, Bezeq, var upphaflega sakað um að standa á bak við njósnirnar en síðar kom í ljós að allt að 60 fyrirtæki kunna að hafa verið við- riðin málið. Kunnugir segja þetta mesta viðskiptahneyksli sem upp hafi komið í Ísrael: „Þetta er sagan um viðskiptajöfrana sem skildu sið- ferðiskenndina eftir í glæsibif- reiðum sínum,“ sagði Sever Plot- sker, blaðamaður á stærsta við- skiptablaði Ísraels, Yediot Ahronot. - jsk Apple endurgreiðir Apple hefur ákveðið að fram- lengja ábyrgðarskírteini þeirra sem keyptu iPod-spilara með gallaðri rafhlöðu í Bandaríkjun- um og gefa fólki kosti á að fá endurgreitt. Apple bregst með þessu við fjölda lögsókna á hendur fyrirtæk- inu frá þeim sem telja sig hafa keypt köttinn í sekknum. Kaup- endurnir sögðu rafhlöðuna ekki endast jafnlengi og sagði á pakkningunum. ,,Nú get ég verið viss um að peningum mín- um hafi verið vel varið. Ég trúi því að Apple muni fara rétt að komi svona mál upp í framtíðinni,“ sagði einn lögsækjenda. Flestir þeirra sem fyrir skaða urðu keyptu iPod-spilara árið 2003. - jsk AÐ SENDA SMS Sífelldar SMS-sendingar geta hjálpað reykingamönnum við að hætta reykingum. Traustslyf fundið Teymi svissneskra og banda- rískra vísindamanna hefur ein- angrað hormón í heilanum sem ræður því hvort við treystum ná- unganum. Rannsóknir þeirra sýndu að fólk sem fékk aukaskammt af hormóninu oxytokin átti auðveld- ara með að treysta öðrum. Dr. Ernest Fehr, sem stýrði rannsókninni, sagði hormónið auka samskiptahæfni fólks og því væri það tilvalið til að lækna fólk af feimni. Starfsbróðir Fehrs, Dr. Antonio Damasio, hafði þó áhyggjur af því að óprúttnir stjórnmála- menn kynnu að misnota lyfið: ,,Margir hafa áhyggjur af því að stjórnmálamenn noti hormónið í úðaformi á stjórnmálafundum og fái þannig fólk til að styðja stefnumál sín.“ - jsk APPLE IPOD Apple hefur gert þeim sem keyptu iPod með gallaðri rafhlöðu kost á að fá endurgreitt. TRÓJUHESTURINN Ísraelska lögreglan segir fyrirtæki í landinu hafa notast við tölvuvírus sem kenndur er við Trójuhestinn til að njósna um keppinauta sína. ÚTIFUNDUR Margir hafa áhyggjur af því að stjórnmálamenn kunni að misnota lyf sem nú hefur verið þróað og fær fólk til að treysta náunganum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.