Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 2
2 22. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Forsætisrá›uneyti› fær mest úr aukafjárlögum FJÁRLÖG Frá því 1998 hefur for- sætisráðuneytið fengið hlutfalls- lega hæsta fjárveitingu í auka- fjárlögum miðað við önnur ráðu- neyti. Að meðaltali er forsætis- ráðuneytinu úthlutað tuttugu prósentum hærri upphæð í auka- fjárlögum en gert er ráð fyrir í fjárlögunum sjálfum. Ráðuneytin öll á þessu tíma- bili fengu að meðaltali tæplega sjö prósenta fjárlagaauka og er hlutfall forsætisráðuneytisins mun hærra en annarra. Ef fjármálaráðuneytið er ekki meðtalið, vegna þess að í auka- fjárlögum er tekið tillit til óreglu- legra liða á borð við lífeyrisskuld- bindingar og vaxtagjöld, fær utanríkisráðuneytið hlutfallslega næsthæstu upphæðina úr auka- fjárlögum, tæplega tíu prósenta fjárlagaauka að meðaltali. Eitt ráðuneyti, sjávarútvegs- ráðuneytið, greiðir að jafnaði til baka í ríkissjóð í aukafjárlögum miðað við fjárlög, upphæð sem er um 0,3 prósent af fjárlögum ráðuneytisins. Fjárveitingar til sjávarútvegsráðuneytisins eru því að jafnaði ofreiknaðar miðað við aukafjárlög. Sjávarútvegs- ráðuneytið fer hins vegar að meðaltali 1,5 prósent fram úr aukafjárlögum á ríkisreikningi. Forsætisráðuneytið fer hins vegar hvað minnst fram úr auka- fjárlögum þegar litið er til ríkis- reiknings, um 0,6 prósent. Það ráðuneyti sem fór að jafnaði mest fram úr aukafjárlögum á tímabilinu, ef fjármálaráðu- neytið er undanskilið af sömu ástæðum og áður, er iðnaðarráðu- neytið, sem fer rúm átta prósent fram úr fjáraukalögum að jafn- aði. Það er um fjórum prósentu- stigum hærra en viðmiðunar- mark fjármálaráðuneytisins, en samkvæmt reglugerð um fram- kvæmd fjárlaga ber ráðuneytum að bregðast við ef útgjöld verða meiri en fjögur prósent umfram heimildir. Samgönguráðuneytið og um- hverfisráðuneytið voru einu ráðuneytin sem voru að jafnaði undir fjárheimildum á tímabilinu en að meðaltali fóru öll ráðuneyt- in 3,1 prósent fram úr fjárheim- ildum á ári. sda@frettabladid.is FERÐALÖG Ný tegund hjólastóla, sem kemst yfir urð og grjót, var reynd á Hellisheiði í gær. Stóllinn var keyptur til landsins á dögun- um ásamt sex öðrum fyrir til- stuðlan Heimis Karlssonar sjón- varpsmanns, sem beitti sér fyrir peningasöfnun til stólakaupanna á Stöð 2 og Bylgjunni. Stólunum verður dreift um landið til útláns en með þeim gefst fötluðum færi á að ferðast utan vega og gangstíga og njóta þar með náttúrunnar í ríkari mæli. - bþs SPURNING DAGSINS Steinunn Valdís, er R-listinn eins og laxinn, bestur grafinn? „Nei, en R-listinn er eins og laxinn, því stærri, því skemmtilegri og betri.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri veiddi fyrsta lax sumarsins í Elliðaánum í fyrradag. ÁFRAM, ÁFRAM Arnar J. Aspar ýtir Birni Friðriki Gylfasyni áfram í nýja stólnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Torfærustóll á Hellisheiði: Fer›ast yfir ur› og grjót AFGANISTAN, AP Stjórnvöld í Afganistan þrýsta nú á Pakistana að herða aðgerðir gegn hryðju- verkamönnum í Pakistan. Afgan- ar telja þá ekki leggja sig fram og segja að það verði aldrei frið- ur í Afganistan nema ríkisstjórn- ir beggja landa taki höndum saman í baráttunni við hryðju- verkamenn. Talið er að flugumenn al-Kaída í Afganistan komi flestir frá Pakistan. Stöðug átök hafa verið í suður- og austurhluta Afganistans síðustu mánuði og hafa 280 upp- reisnarmenn og 29 bandarískir hermenn fallið síðan í mars. ■ Afganar ósáttir: Vilja taka á hry›juverkum Enn yfirheyrir Ríkislögreglustjóri í Baugsmáli: Jón Gerald mætti til yfirheyrslu LÖGREGLA Jón Gerald Sullenberger mætti til yfirheyrslu hjá Ríkislög- reglustjóra klukkan níu í gær- morgun vegna rannsóknar á hugs- anlegum fjárdrætti núverandi og fyrrverandi forstjóra Baugs og öðrum mögulegum brotum þeirra gegn fyrirtækinu. Rannsókn lög- reglu hefur staðið í tæp þrjú ár, frá ágústlokum 2002. Fjölmiðlar hittu Jón Gerald fyrir þegar hann mætti til yfir- heyrslu en hann vildi lítið tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum blaðsins er þetta í fjórða eða fimmta sinn sem Jón Gerald kemur til yfirheyrslu. Gagnrýnt hefur verið hversu langan tíma rannsóknin tekur, en tvö ár munu hafa liðið frá því lögregla réðist inn í höfuðstöðvar Baugs þar til endurskoðunarfyrirtæki var falið að skoða 33 mánaðarlega reikn- inga sem Jón Gerald og forsvars- menn Baugs greindi á um strax í upphafi. Hvorki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs, né Tryggva Jónsson, fyrrum for- stjóra. Báðir vísa sakargiftum á bug. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkis- lögreglustjóra, segist ekki vilja tjá sig um gang rannsóknarinnar að öðru leyti en því að hún standi enn. -óká JÓN GERALD SULLENBERGER Rannsókn lögreglu á Baugi hófst haustið 2002 eftir ásakanir Jóns Geralds, sem hér sést hjá Ríkislögreglustjóra í gærmorgun, um ranga reikningagerð og aðra vankanta á fjármála- stjórn Baugs. Forsvarsmenn Baugs hafa frá upphafi neitað sakargiftunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA VIÐSKIPTI Birgir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Express, segir Samkeppnisstofnun van- hæfa til að taka á deilum fyrir- tækis hans og Flugleiða, því Gylfi Magnússon, formaður Samkeppn- iseftirlitsins, hafi unnið launuð störf fyrir Flugleiðir tengd deilum við Iceland Express. Um næstu mánaðamót tekur Sam- keppniseftirlitið við af Sam- keppnisstofnun. „Gylfi var einn af aðalráðgjöf- um Flugleiða og skrifaði greinar- gerð og rökstuðning gegn því að Icelandair hefði beitt undirboð- um,“ segir Birgir, en kveðst ekki hafa kynnt sér hvort forsendur séu til að kæra úrskurð stofnunar- innar um samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga. „Þetta er mun alvarlegra fyrir málið sem við bíðum úrskurðar í og svo fyrir trúverðugleika stofnunarinnar,“ segir hann, en mál fyrirtækisins á hendur Flugleiðum bíður úr- vinnslu Samkeppnisstofnunar. „Maður snýr sér ekki til stofnunar sem maður veit að samkeppnis- aðilinn stjórnar. Flugleiðir hafa síðustu mánuði ítrekað kært okkur fyrir algjör smáatriði í auglýsingum og í þeim málum hefur Samkeppnisstofnun ekki dregið lappirnar.“ - óká Framkvæmdastjóri Iceland Express um samkeppnisyfirvöld: Segir Samkeppnisstofnun vanhæfa BIRGIR JÓNSSON Framkvæmdastjóri Iceland Express segir fyrirtækið hingað til hafa kom- ist af í samkeppni hér án aðstoðar samkeppnisyfirvalda og býst við að svo verði áfram. Forsætisrá›uneyti› eykur fjárheimildir um tuttugu prósent frá fjárlögum a› me›altali me› aukafjárlögum og er fla› hlutfallslega mest allra rá›uneyta. HLUTFALL AUKAFJÁRVEITINGA Á AUKAFJÁRLÖGUM MIÐAÐ VIÐ FJÁRLÖG Forsætisráðuneyti 21,2% Menntamálaráðuneyti 4% Utanríkisráðuneyti 9,9% Landbúnaðarráðuneyti 3,2% Sjávarútvegsráðuneyti -0,3% Dóms- og kirkjumálaráðuneyti 3,5% Félagsmálaráðuneyti 7,5% Heilbrigðis- og trygginga 4,3% Fjármálaráðuneyti 15% Samgönguráðuneyti 6,2% Iðnaðarráðuneyti 8% Viðskiptaráðuneyti 0,5% Hagstofa Íslands 7,8% Umhverfisráðuneyti 6,6% STJÓRNARRÁÐIÐ Forsætisráðuneytið fær hlutfallslega mest allra ráðuneyta úr aukafjárlögum ef litið er aftur til 1998; tuttugu prósent af fjárlögum ráðuneytisins. Mótmælendur: Töf›ust í Reykjavík MÓTMÆLI Alþjóðlegar mótmæla- búðir við Kárahnjúka risu ekki í gær eins og fyrirhugað var. Birgitta Jónsdóttir, einn tals- manna mótmælenda, segir að fólkið hafi tafist í Reykjavík. „Þriggja manna hópur kemur austur um hádegisbil í dag og setur upp tjöld. Á næstu dögum mun innlendum og erlendum mót- mælendum fjölga,“ segir Birgitta. Ómar R. Valdimarsson, tals- maður Impregilo, segir að búið sé að fjölga aðvörunarskiltum á virkjunarsvæðinu og setja upp öryggishlið til að takmarka um- ferð. - kk Álver á Norðurlandi: firjú svæ›i rannsöku› ÁLVER Fulltrúar Fjárfestingar- stofu, Alcoa, Skagafjarðar, Húsa- víkurbæjar og Akureyrar, ásamt fulltrúum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunar- félags Þingeyinga, hafa komist að samkomulagi um að ákvörðun um staðsetningu hugsanlegs álvers á Norðurlandi liggi fyrir eigi síðar en 1. mars á næsta ári. Í sam- komulaginu felst að fram að þeim tíma verður unnið að staðarvals- rannsóknum við Húsavík, í Eyja- firði og í Skagafirði en jafnframt á að kanna hvort grundvöllur sé fyrir frekari úrvinnslu áls á svæð- inu. - kk Hróarsstaðir í Fnjóskadal: Rafstö› brann LÖGREGLA Slökkvilið Akureyrar og Þingeyjarsveitar voru kölluð út síðdegis í gær vegna bruna í skúr utan um rafstöð við bæinn Hróarsstaði í Fnjóskadal. Tjón af völdum brunans varð ekki mikið og gekk að sögn lög- reglu á Húsavík greiðlega að slökkva eldinn, sem átti upptök sín í rafmagnstöflu. Lögregla var kölluð til um klukkan 17.25, eftir að slökkvistarfi lauk. Í skúrnum er að finna heima- virkjun sem tengd er inn á kerfi Landsvirkjunar og í nærliggjandi bæi. Lögregla sagði rafvirkja hafa verið að störfum á staðnum í gær, en eldsupptök eru í rann- sókn. - óká LÖGREGLUFRÉTTIR ÓK Á KIND SEM DRAPST 25 ára gamall maður ók um klukkan níu í gærmorgun fólksbíl sínum á kind þannig að hún drapst og bíll- inn skemmdist. Áreksturinn varð í Holtsmúlasundi, miðja vegu milli Varmahlíðar og Sauðár- króks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.