Fréttablaðið - 22.06.2005, Síða 16
Ég varð fyrir þeirri óvanalegu
reynslu um daginn að hlusta á
mann sem hafði eitthvað gott að
segja um stjórnmálamenn. Mað-
urinn tók svo sem ekki stórt upp
í sig, sagði ekki annað en að hol-
lenskir stjórnmálamenn væru
líklega að ýmsu leyti skárri en
starfsbræður þeirra víðast í álf-
unni. Það er að vísu ekkert mark
takandi á þeim, sagði hann, en
kerfið hjá okkur er þannig að
menn komast ekki upp með
alveg sömu kerfisbundnu spill-
inguna og óheiðarleikann og víð-
ast annars staðar. Það var raun-
ar mat þessa manns að einn
stærsti kostur hollenskra
stjórnmálamanna væri sá að
einungis þeir allra vitlausustu
þeirra héldu að almenningur
bæri snefil af virðingu fyrir
stétt stjórnmálamanna.
Þetta var kvöldið fyrir þjóð-
aratkvæðagreiðsluna í Hollandi
og ekki annars von en að stjórn-
málin væru mönnum hugleikin.
Allir sem þarna voru ætluðu að
greiða atkvæði gegn stjórnar-
skrá Evrópusambandsins. Allir
voru þó einlægir Evrópusinnar.
Enginn efaðist um hugsjónirnar
sem lágu til grundvallar stjórn-
arskránni en allir fordæmdu
hugarfarið og vinnubrögðin sem
einkenndu tilurð hennar. Þekkja
menn ekki sama ástand í mörg-
um greinum þjóðmála í evrópsk-
um þjóðfélögum nær og fjær?
Einn andstæðingur stjórnar-
skrárinnar sagði á þá leið í sjón-
varpi að virðing fyrir kjósend-
um og hinum almenna manni
ætti að vera hornsteinn Evrópu-
samrunans. Hvergi örlaði á
slíkri virðingu í öllum aðdrag-
anda stjórnarskrármálsins.
Stjórnarskráin sjálf reyndist
líka aukaatriði í umræðunum
um hana. Aðalatriðið var gjáin á
milli stjórnmálamanna og kjós-
enda sem ónýtti allt traust, alla
virðingu og þar með sjálfan
grunninn.
Á það hefur oft verið bent að
undanförnu að virðing almenn-
ings fyrir stjórnmálamönnum
og stjórnmálaflokkum er orðin
svo lítil í flestum lýðræðisríkj-
um að lýðræðinu sjálfu stafar
ógn af. Þessi hætta birtist með
ólíkum hætti í ólíkum ríkjum.
Bandaríkin eru kapítuli út af
fyrir sig og ekki til umræðu hér
en í Evrópu má alls staðar sjá
merki um djúpstætt og vaxandi
virðingarleysi almennings fyrir
stjórnmálamönnum. Menn hafa
auðvitað alltaf talað illa um
stjórnmálamenn og haft lítið
traust á flestum þeirra en á síð-
ustu árum virðist sú tilfinning
hafa grafið um sig að stjórn-
málamenn myndi sína eigin
stétt með sína eigin hagsmuni
sem stundum kljúfast og stund-
um fara saman en ganga oft
þvert á hagsmuni samfélagsins.
Það er ekki aðeins á Íslandi að
þeirri skoðun hefur vaxið fylgi
að mörgum stjórnmálaflokkum
sé best lýst sem misflóknum og
stundum afar einföldum hags-
munaklíkum.
Á þessu eru vafalítið margar
skýringar. Ein er sú að dregið
hefur úr hugmyndafræðilegum
átökum í stjórnmálum. Önnur
skyld skýring er sú að með hnatt-
væðingu viðskipta og frelsi fjár-
magnsmarkaða hafi möguleikar
til stefnumótunar minnkað en
þarfir fyrir faglegt og ópólitískt
eftirlit aukist. Aflvaka nánast
allra breytinga í atvinnulífi og
þjóðfélagi er nú að finna utan
einstakra ríkja sem eru stað-
bundin pólitísk kerfi í alþjóða-
væddum heimi. Þetta krefst að-
lögunar að flóknum veruleika.
Þriðju skýringuna er líklega að
finna í því að stjórnmálamenn
eru illa í stakk búnir til að sinna
þeim hlutverkum sem þessi nýi
veruleiki krefst. Þeir eru yfir-
leitt ekki sérfræðingar í neinu af
því sem þeir taka sér fyrir hend-
ur. Í sumum löndum að minnsta
kosti er menntun þeirra ekki
meiri en gengur og gerist á með-
al almennings. Í öllum mikilvæg-
um tilvikum má finna stóran hóp
fólks utan stjórnmálaheimsins
sem hefur miklu meiri þekkingu
og skilning á viðkomandi við-
fangsefni en stjórnmálamenn-
irnir sjálfir.
Með þessum breytingum
hafa þarfir fyrir einfalt pólitískt
mat minnkað en kröfur um
skilning á flóknum viðfangsefn-
um vaxið. Það þýðir hins vegar
ekki að viðfangsefnin séu að
verða ópólitísk. Stjórnmála-
menn víða um Evrópu, og ekki
aðeins á Íslandi, virðast hins
vegar æ oftar falla á milli skips
og bryggju. Þeir eru hvorki trú-
verðugir talsmenn sígildra við-
miða né heldur traustvekjandi
túlkendur hins alþjóðlega og al-
menna inn í staðbundinn og sér-
stakan heim. Í Evrópu má
greina tvenns konar viðbrögð
við þessu að undanförnu, annars
vegar aukið fylgi við öfgastefn-
ur og hins vegar kröfur um
beinna lýðræði. Það er augljós-
lega markaður fyrir einfaldar
lausnir í pólitík en það bendir
líka ýmislegt til að markaður sé
til fyrir flóknari lausnir sem
opna stjórnmálaheiminn fyrir
almenningi. ■
L eiðtogar Evrópusambandslandanna hafa ekki átt sjö daganasæla frá því fundur þeirra í Brussel fyrir helgina fór út umþúfur. Þeir hafa þurft að verja það á heimavelli að ekki náð-
ist samkomulag um næsta fjárlagatímabil sambandsins, en það var
eitt meginmarkmið fundarins. Þegar hann var skipulagður var
búist við því að þar gætu leiðtogarnir glaðst yfir því sem gerst
hefði innan sambandsins á undanförnum mánuðum. Skoðanakann-
anir í Frakklandi frá áramótum bentu hins vegar til þess að þetta
yrði enginn gleðifundur og þegar úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunn-
ar lágu fyrir og úrslitin í Hollandi komu svo eins og salt í sárið var
ljóst að leiðtogafundurinn yrði ekki uppörvandi. Á honum var svo
breytingin á stjórnarskrá sambandsins slegin út af borðinu og á
þessari stundu er erfitt að sjá hvert framhald verður á því máli.
Fulltrúar Evrópusambandsins hafa sagt að breytingin hafi átt að
leiða til meira lýðræðis innan sambandsins, en það er eins og þau
skilaboð hafi alls ekki komist til skila hjá þegnum sambandsland-
anna, eða þá að þeir hafi verið að mótmæla einhverju öðru í
störfum Evrópusambandsins.
Það er rík krafa um lýðræði í heiminum í dag, og kannski gætu
leiðtogar Evrópusambandsins lært eitthvað af okkur Íslendingum
varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar, en þar lofar byrjunin
góðu hvað varðar þátttöku almennings. Vagga lýðræðisins er líka
hér á landi, og hvers vegna ættu hin stóru og voldugu ríki innan
Evrópusambandsins, sem öllu vilja ráða, ekki að geta lært eitthvað
af okkur?
Annað aðalmál á fundinum í Brussel var fjárlögin fyrir tímabil-
ið frá 2007-2013. Það mál lenti líka úti af borðinu hjá leiðtogunum.
Þar eigast þeir einkum við Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands,
og Jacques Chirac, forseti Frakklands. Niðurgreiðslur í frönskum
landbúnaði eru einkum þyrnir í augum Blairs, en Frakkar fá
langmest úr sameiginlegum sjóðum bandalagsins til landbúnaðar.
Bretar vilja áfram fá ívilnun varðandi framlög sín til bandalagsins,
en hún á sér sögulegar rætur, þegar efnahagskerfi Bretlands var
mun veikara en annarra sambandslanda. Nú hafa tíu fremur fátæk
ríki bæst í bandalagið og mörgum þykir sem Bretar eigi ekki leng-
ur heima í hópi þeirra sem ívilnana njóta. Leiðtogar þessara tíu
nýju ríkja komu meira að segja með miðlunartillögu á fundinum í
Brussel sem gekk út á að framlög til þeirra úr sameiginlegum sjóð-
um yrðu minnkuð, en stórþjóðirnar hlustuðu ekki á það.
Nú um mánaðamótin taka Bretar við forystunni í Evrópusam-
bandinu og því ljóst að þeirra bíður mikið og vandasamt verkefni.
Bretar verða að leysa kreppuna innan bandalagsins á því sex mán-
aða tímabili sem þeir eru í forystu, enda hafa þeir hingað til verið
taldir til forystuþjóða í hinum vestræna heimi og verða nú að sýna
mátt sinn og megin. ■
22. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
FRÁ DEGI TIL DAGS
Nú um mána›amótin taka Bretar vi› forystunni í Evrópusam-
bandinu og flví ljóst a› fleirra bí›ur miki› og vandasamt verk-
efni. Bretar ver›a a› leysa krísuna innan bandalagsins á flví sex
mána›a tímabili sem fleir eru í forystu, enda hafa fleir hinga› til
veri› taldir til forystufljó›a í hinum vestræna heimi.
Í DAG
ÓÁNÆGJA MEÐ
STJÓRNMÁLAMENN
JÓN ORMUR
HALLDÓRSSON
fieir eru hvorki trúver›ugir
talsmenn sígildra vi›mi›a né
heldur traustvekjandi túlkend-
ur hins alfljó›lega og almenna
inn í sta›bundinn og sérstakan
heim.
Er marka›ur fyrir skárri stjórnmál?
Æ sér gjöf til gjalda
Undanfarna daga hafa menn staldrað
við tilmæli í þjóðhátíðarræðu forsætis-
ráðherra þess efnis að fyrirtækjum beri
að sýna samfélagslega ábyrgð, taka þátt
í nýsköpun og láta fé af hendi rakna til
menningar og velferðar.
Hvers vegna sækir þessi hugsun að
valdsmönnum æ oftar nú um stundir?
Á þjóðveldisöld sáu kirkjan og höfð-
ingjarnir um ómagana, enda réðu
þeir landinu, uppsprettu gæðanna.
Eins konar velferðarkerfi var við
lýði þótt það væri háð duttlung-
um kirkjunnar og veraldlegra
höfðingja. Réttlítill almúginn var í
hlutverki undirgefins þiggjanda en
kirkjan og höfðingjarnir í hlut-
verki þeirra sem útdeildu gæðum, höfðu
eitthvað að gefa. Upp af þessu spratt
kúgandi samband húsbænda og hjúa,
þeirra sem gáfu og hinna sem þáðu og
mærðu um leið höfðingskap þeirra sem
réðu jörðunum og gæðunum.
Vitavörsluríkið
Í öfgakenndri mynd getur einkavæðing
og um leið rýrnandi hlutverk hins opin-
bera birst þannig að borgararnir og
fyrirtækin verða einungis skattlögð til
þess að reka lágmarkslöggæslu og
kosta rekstur vita á annesjum. Allt
annað telst einkamarkaður. Er ekki við
því að búast, þegar stefnan hefur
verið tekin á vitavörsluríkið, að ákall
komi frá stjórnmálamönnum um
að stöndugum stórfyrirtækjum
nútímans beri að sýna
samfélagslega ábyrgð?
Láta eitthvað af hendi rakna til almúg-
ans? Nýsköpunar og menningar? Verð-
ur næst óskað auðmjúklega eftir fram-
lögum fyrirtækjanna til menntunar,
heilbrigðismála eða þjónustu við lífeyr-
isþega af því að menn soga ekki lengur
neitt af tekjum borgaranna og fyrirtækj-
anna í sjóði til að standa undir sameig-
inlegum þörfum? Fara kjörnir fulltrúar
með söfnunarbauka milli stórfyrirtækj-
anna, þakklátir fyrir hvert smáræði sem
gaukað er að almúganum? Eiga þegn-
arnir að hverfa aftur til samfélags höfð-
ingjanna og kirkjunnar sem sköpuðu
sér orðstír velvildar þegar brauðmolar
hrutu af borðum þeirra til þakklátra
ómaga? Eða eiga þegnarnir að skapa
sér samfélag með leikreglum þar sem
allir geta borið höfuðið hátt og eru
sjaldan í hlutverki þiggjandans?
johannh@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Leiðtogum Evrópusambandsins
mistókst að leysa aðalmálin.
Upplausn innan
Evrópusambandsins
Miðasala í Skífunni,
á event.is og í 575-1522