Fréttablaðið - 22.06.2005, Page 18

Fréttablaðið - 22.06.2005, Page 18
Það eru ekki bara Grænlend- ingar sem kunna að sigla á kajökum því fleiri hafa upp- götvað þennan ferðamáta. Þeirra á meðal er Haukur Snorrason, ljósmyndari og útivistarmaður. „Ég hef siglt um Langasjó fram og til baka, um Þingvallavatn, Mývatn, umhverfis Snæfellsnes og víða við strendur landsins. Meira að segja gegnum gatið á Dyrhólaey,“ segir Haukur þegar hann er spurður út í kajaksigl- ingarnar sem hann stundar gjarnan sem sport. Ein ferð stendur þó upp úr í hans huga. „Ég hef aldrei lent í öðru eins blíðu veðri og annarri eins himnasælu eins og þegar við Hadda Björk, konan mín, vorum í Hornvík í heila viku sumarið 2003. Við sigldum í blankalogni eldsnemma á morgnana en komum í land um fótaferðartíma þegar hafgolan fór að gera vart við sig. Þá tóku gönguferðir við. Svo sigldum við í kvöldsólinni, rétt fyrir miðnætti og grilluðum stundum hinum megin við víkina. Þetta var mjög sérstök ferð því við vorum að mestu ein. Eitt írskt par kom þó í Hornvík- ina og annað austurrískt en hvort um sig var bara yfir nótt. Við buðum þessu fólki í mat, því það var bara með duft með sér en við með kræsingar. Eftir þetta vorum við tvo daga í Aðal- vík og alltaf hélst góða veðrið. Þetta var alveg magnað.“ Haukur kveðst sjaldan hafa myndað jafn ákaft og í þessari Hornstrandaferð. Sumar þeirra mynda munu birtast í nýju bók- inni hans sem kemur út í haust. Þema þeirrar bókar snýst einmitt um að upplifa landið með mismunandi hætti svo sem á flugi, snjósleðum, göngu og kajak. Haukur heldur úti vefn- um www.snorrason.is og þar getur að líta margar flottar myndir. gun@frettabladid.is Bakpoki Góður bakpoki getur skipt sköpum á göngu um fjöll og firnindi. Gefðu þér góðan tíma í að finna rétta pokann og mátaðu hann áður en þú kaupir hann. [ ] Ferðaþjónustan í Lundi í Öxarfirði Opið frá 10. júní-28. ágúst 2005 Netfang: lundur@dettifoss.is Símanúmer: 465-2247 gsm: 845-9538 Lundur er í Birkiskógi og við þjóðbraut, í næsta nágrenni eru merkir áningastaðir s.s. Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfr- um (6 km.) Hljóðaklettar, Detti- foss, Rauðinúpur og Hrauhafn- artangi. Í boðið eru uppbúin rúm og svefnpokagisting,einnig er veitingasala á staðnum. Tjaldgisting á góðu tjaldsvæði, mjög góð leikaðstaða er fyrir börnin, einnig er sundlaug með heitum potti. Staðurinn er til- valinn fyrir allskyns ættarmót og stærri samkomur. Alger himnasæla í Hornvík Haukur og Hadda gistu í tjaldi í Hornsvík- inni. Hér eru þau komin í kajakbúningana. Verkefnið „Göngum um Ísland“ hefur göngu sína formlega í dag. Um er að ræða samstarfsverkefni UMFÍ, Ferðamálaráðs og Landmælinga. Markmiðið er að stuðla enn frekar að uppbyggingu gönguleiða hérlendis. Þá er fólk hvatt til að ganga um landið og kynnast því þannig með heilsusamlegum hætti. Þetta er fjórða árið í röð sem þessu verkefni er hleypt af stokkunum og skráð- ar gönguleiðir eru nú orðnar rétt tæplega 300 talsins. Í tilefni dagsins kemur út bók um allar þessar gönguleiðir sem dreift verður ókeypis til landsmanna í 50.000 eintökum. Allar nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á heimsíðunni; www.ganga.is og þar er einnig að finna upplýsingar um gönguleiðir víðs vegar um landið. Göngum um Ísland VERKEFNIÐ „GÖNGUM UM ÍSLAND“ HEFST Í DAG. SKRÁÐAR GÖNGULEIÐIR UM ÞRJÚ HUNDRUÐ. Gönguferðir eru góð hreyfing og útivist. Í tengslum við verkefnið „göngum um Ís- land“ hafa fjölmargar gönguleiðir verið skráðar. um landið } Hekla kerling heimsótt GENGIÐ VERÐUR Á ELDFJALLIÐ HEKLU Á VEGUM ÚTIVISTAR 3. JÚLÍ. Hekla kerlingin er samofin sögu þjóðarinnar enda er hún frægasta og um leið eitt ægilegasta eldfjall lands- ins. Hún hefur þó sérstakt aðdráttar- afl og eru skipulagðar ferðir á fjallið jafnan vel sóttar. Ganga Útivistar hefst við Skjólkvíar en í stað þess að fara aftur niður á sama stað er stefnt að því að ganga yfir Heklu ef að- stæður leyfa, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Komið verður niður við Suðurbjalla á móts við Næfur- holtsfjöll. Leiðin liggur um sendið hraun, gjall og snjó. Vegalengdin sem gengin er þennan dag er 17 - 18 kílómetrar og hækkunin nemur um 1.000 metrum. Reiknað er með að göngutími verði sjö til átta tímar. Hadda Björk í friðsæld og rjómablíðu innan um fuglana í Hornsvík. M YN D IR : H AU KU R SN O R R AS O N Rómantík í fjörunni. Hvað segirðu títt?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.