Fréttablaðið - 22.06.2005, Page 25

Fréttablaðið - 22.06.2005, Page 25
Vinsælasti gosdrykkur heims: Borið þungum sökum Ólöglegt innhal: Allar myndir á netinu Sony og Napster: Samstarf um tónlist í farsíma Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 22. JÚNÍ 2005 – 12. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Viðskipti með Mosaic | Við- skipti hófust í Kauphöll Íslands með hlutabréf bresku verslun- arkeðjunnar Mosaic Fashions. Var viðskiptagengi bréfanna tæplega níu prósent yfir útboðs- genginu. Tekjur hækka | Meðalatvinnu- tekjur Íslendinga voru rúmar 2,7 milljónir í fyrra og hækkuðu um þrjú prósent milli ára. Hæstar eru tekjurnar í fjármálaþjónustu en lægstar í landbúnaði. Konur fá 63,1 prósent tekna karla. Penninn seldur | Endanlega var gengið frá kaup- um hóps Krist- ins Vilbergs- sonar á Penn- anum. Þar með lýkur 36 ára setu Gunnars Dungal í for- stjórastóli. Allt í hnút | Engin lausn er í sjón- máli í deilu Breta og Evrópusam- bandsins. Bretar neita að hækka framlag sitt til sambandsins nema landbúnaðarkerfið verði tekið í gegn. Frakkar, sem mestra landbúnaðarstyrkja njóta, vilja hins vegar ekki fallast á þá kröfu. Forseti Evrópuráðsins óttast að sambandið standi eftir lamað. Fasteignaverð hækkar | Vísi- tala íbúðaverðs hækkaði í maí um 3,8 prósent frá fyrra mánuði. Vísi- talan hefur hækkað um rúm tíu prósent síðastliðna þrjá mánuði og um tæp fjörutíu prósent á tólf mánuðum. Olía á eld | Olíuverð er í sögu- legu hámarki og stendur í 59 döl- um. Spá sérfræðingar því að brátt fari tunnan yfir 60 dali. Svo óstöðugt er ástandið á markaðn- um að smávægilegar truflanir á framleiðslu valda miklum hækk- unum. Avion kaupir | Avion Group festi kaup á þremur breskum ferða- skrifstofum sem sérhæfa sig í ferðum til Flórída. Velta félagsins verður nálægt 125 milljörðum króna á árinu. Hvíta húsið til London: Aðstoðar íslensk fyrirtæki erlendis Auglýsingastofan Hvíta húsið hefur gert samstarfssamning við markaðsfyrirtækið Loewy í London. Markmiðið er að bjóða íslenskum fyrirtækjum og fjár- festum upp á þjónustu við mark- aðsstarf ytra. Einnig opnast leið- ir til að nýta tengslanet Loewy og fá aðgang að upplýsingum um nýja markaði og sérfræðiráð- gjöf. Meðal viðskiptavina Hvíta hússins eru íslensk fyrirtæki sem vinna að verkefnum erlend- is. Samstarfið við Loewy Group á að auðvelda Hvíta húsinu að ann- ast þessi verkefni. - bg Björgvin Guðmundsson skrifar Þegar tíu stærstu hluthafar í Icelandic Group, sem áður hét SH, var birtur eftir sameininguna við Sjóvík 10. júní síðastliðinn var félagið Fordace Limited það sjötta á listanum með 4,47 prósent eignarhlut. Þegar listinn yfir tíu stærstu hluthafana var upp- færður síðasta föstudag var Fordace Limited dottið út af honum. Á mánudagsmorgun var svo tilkynnt í kauphöll Íslands um viðskipti fyrir tæpa 1,2 millj- arða króna í Icelandic Group. Nýir á topp tíu listann eru Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 og Arion safnreikn- ingur með samanlagt um 4,5 prósent hlut. Ekki hefur fengist uppgefið hver réði yfir þessum sjötta stærsta hlut í félaginu. Ekki fást upplýsingar um það frá starfsmönnum Icelandic Group og stjórnarformaður félagsins, Jón Kristjánsson, segist ekki hafa vitneskju um málið. Forstjóri Fjármála- eftirlitsins vildi ekki gefa upp hvort hann vissi hver hefði átt hlutinn og ekki fengust upplýsingar um það frá Kauphöll Íslands. Ljóst er að þetta félag eignaðist hlutinn eftir að SH og Sjóvík voru sameinuð. Fengu eigendur Sjóvík- ur 33 prósent af hlutafé Icelandic Group. Þar voru Sunds-menn, með Jón Kristjánsson í broddi fylking- ar, stærstir. Annar eigandi í Sjóvík, Serafin Shipping, fékk um sex prósent í sameinuðu félagi samkvæmt heimildum Markaðarins. Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni var þeim hluta skipt á tvö félög þar sem hvorugt fór yfir fimm prósenta markið. Fari félag yfir markið verður að gera grein fyrir eignar- aðild þess með tilkynningu til Kauphallarinnar. Samkvæmt heimildum Markaðarins réð Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður SÍF, yfir hlut Serafin Shipping í Sjóvík. Aðspurður um það vísar Ólafur á Jón Kristjánsson. Jón segist ekki geta svarað fyrir málið. Ólafur segist aðspurður ekki ráða yfir neinum bréfum í Icelandic Group. Þegar hann er spurður hvort hann hafi ekki fengið bréf í Icelandic Group við sameiningu SH og Sjóvíkur vísar hann til fyrra svars varðandi Serafin Shipping. F R É T T I R V I K U N N A R 4 12-13 8 Dögg Hjaltalín skrifar Samkvæmt könnun The Economist er Big Mac hamborg- ari á McDonalds dýrastur í Sviss en ef Ísland er tekið með í niðurstöðurnar er Big Mac langdýrastur hér á landi. Með þessu er reynt að sýna fram á hversu mikill munur er á raunverulegu virði gjaldmiðla. Big Mac vísitalan er nálgun á það hversu mik- ill munur er á verðlagi eftir löndum og þar sem Big Mac er nánast eins hver sem er í heim- inn er verðið á honum góður mælikvarði á almennt verðlag. Samkvæmt kenningum um kaupmáttarjafnvægi eiga sam- bærilegir hlutir að kosta það sama óháð því hvar í heiminum hluturinn er seldur. Einhver skekkjumörk eru þó vegna þess að kostnað- urinn við hvern ham- borgara er breytilegur eftir því í hvaða landi hann er keyptur. Taka þarf þó tillit til þess að kostnaðurinn við framleiðslu eins Big Mac er mismunandi, til dæmis er launa- kostnaður á Íslandi, þar sem Big Mac er dýrastur mun hærri en í Kína, þar sem hann er ódýrastur. The Economist sagði Big Mac vísitöluna sýna að evran væri of- metin gagnvart Bandaríkjadal þar sem Big Mac er 17 prósent dýrari á evrusvæðinu en í Banda- ríkjunum. Einnig gefa niðurstöð- urnar til kynna að kínverska yuanið sé vanmetið gagnvart Bandaríkjadal og sömuleiðis að krónan sé sterklega ofmetin. Baugur Group: Kaupir þriðjung í Domino’s Baugur Group hefur keypt um þriðjungshlut í Domino’s Pizza á Íslandi. „Við kaupum hlutinn af Birgi Þór Bieltvedt, sem mun leiða félagið áfram,“ segir Skarp- héðinn Berg Steinarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Baugi Íslandi. Birgir Þór verður áfram stór hluthafi í Domino’s Pizza í gegn- um eignarhaldsfélagið B2B. Domino’s er með sterka stöðu á flatbökumarkaðinum og hefur verið skotið á að markaðshlut- deild félagsins sé um 60 prósent. Skarphéðinn segir að engar breytingar verði á rekstrinum. Viðskiptin tengist ekkert fjárfest- ingu sömu aðila í dönsku verslun- arkeðjunni Magasin du Nord. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins lá fyrir óformlegt tilboð í meirihluta í félaginu frá öðrum fjárfestum, sem mátu félagið á 700 milljónir, en ekkert varð af þeim kaupum. - eþa Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 28 63 6 06 /2 00 5 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 28 63 6 06 /2 00 5 Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 02.05.2005–01.06.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf Landsbankans 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingar- sjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verð- bréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og úrdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is Big Mac dýrastur á Íslandi Krónan ofmetin gagnvart Bandaríkjadal miðað við hamborgaravísitölu The Economist. MAGNÚS LOFTSSON, STJÓRNARFOR- MAÐUR HVÍTA HÚSSINS Segir viðskipta- vini stofunnar starfa í alþjóðlegu umhverfi. HLUTHAFAR FUNDA Hluthafar í Icelandic Group virðast ekki vita hver varð sjötti stærsti hluthafinn eftir sameiningu SH og Sjóvíkur. Verð í $ Miðað við USA Ísland 6,73 120% Danmörk 4,58 50% Svíþjóð 4,17 36% Evrusvæðið 3,58 17% Bretland 3,44 12% Bandaríkin 3,06 – Pólland 1,96 -36% Rússland 1,48 -52% Kína 1,27 -58% Huldufélag í Icelandic Group Enginn virðist vita hver var sjötti stærsti hluthafinn í almenningshlutafélaginu Icelandic Group eftir sameiningu SH og Sjóvíkur. Fr é tt ab la ð ið /V al li B I G M A C V Í S I T A L A N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.