Fréttablaðið - 22.06.2005, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 22.06.2005, Qupperneq 26
Tveir af stærstu hluthöfunum í Sláturfélagi Suðurlands, Guð- mundur A. Birgisson frá Núpum og Ólafur Ívan Wernersson, til- kynntu á mánudaginn að þeir hefðu aukið við hlut sinn í B-deild félagsins. Guðmundur á orðið 15,4 prósent en átti 12,3 prósent. Eignarhlutur Ólafs Ívans er 10,2 prósent en var fyrir viðskiptin 7,1 prósent. Seljandi bréfanna var Gildi lífeyrissjóður. Þrír stærstu hluthafar B-bréfa í SS eiga nú um 55 prósent en Frjálsi fjárfestingarbankinn er stærsti hluthafinn með um 30 prósent. - eþa Jón Skaftason skrifar Meðalatvinnutekjur á Íslandi voru 2.716 þúsund krónur á mann árið 2004 og hækkuðu um þrjú pró- sent milli ára, kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Atvinnutekjur voru langhæstar á höfuðborgar- svæðinu eða 2.901 þúsund krónur og hækkuðu um 3,8 prósent frá árinu áður. Utan höfuðborgarsvæð- isins voru meðaltekjur 2.420 krónur þúsund og hækkuðu um 1,4 prósent. Meðalatvinnutekjur kvenna hækkuðu um 4,5 prósent á árinu en karla um tvö prósent. Bilið milli kynjanna heldur því áfram að minnka en þó eru tekjur kvenna aðeins rúm 63 prósent tekna karl- manna. Meðalatvinnutekjur voru hæstar í fjármála- þjónustu eða rúmar fjórar milljónir á ári og hækk- uðu um tæp tólf prósent milli ára. Tekjur voru lægstar í landbúnaði, 1.037 þúsund krónur og lækkuðu um tæp tuttugu prósent frá árinu 2003. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasam- takanna, sagði þau tíðindi grætileg en þó ekki óvænt: „Það hefur orðið verðfall á kjöti, launa- greiðslur hafa minnkað og skuldir aukist. Það hlýt- ur náttúrlega að vera slæmt að tekjur í greininni dragist saman.“ Haraldur telur þó að ekki sé hægt að alhæfa nokkuð um landbúnaðinn út frá þessum tölum því umfang landbúnaðarins sé í rauninni frekar óþekkt stærð: „Þarna er landbúnaðurinn skil- greindur sem framleiðsla á mjólk, kjöti og garð- ávöxtum. Skilgreiningin ætti hins vegar að vera mun víðari og taka til þátta eins og þjónustuland- búnaðar, sem er þá ferðaþjónusta, leiga á landi og svo framvegis“. Árið 2004 voru heildaratvinnutekjur þjóðarinn- ar 448 milljarðar króna og jukust um 5,4 prósentu- stig milli ára. Vika Frá áramótum Actavis 0% 2% Atorka 0% 1% Bakkavör 5% 52% Burðarás 1% 23% Flaga Group -8% -31% FL Group 1% 60% Íslandsbanki -3% 18% Kaupþing Bank -1% 18% Kögun 1% 29% Landsbanki Ísl. -1% 36% Marel 0% 15% Og Vodafone -3% 23% Samherji 0% 9% Straumur fjárf. -2% 27% Össur 3% 5% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is Fasteignaverð í Reykjavík er ekki mjög hátt í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar að því er kemur fram í Hálffimm- fréttum KB banka. Þar segir að þrátt fyrir miklar hækkanir á fasteignaverði að undanförnu sé fasteignaverð á höfuðborgar- svæðinu lágt í samanburði við flestar nágrannaþjóðir okkar. Fasteignaverð á hvern fermetra er hæst í Stokkhólmi, svo Osló, þar á eftir Kaupmanna- höfn og svo Helsinki. Um þessar mundir er fermetraverð í Reykjavík svipað og í Árhúsum og Gautaborg. -dh „Við erum núna komin með þann ramma utan um SÍF sem við höfum verið að boða,“ segir Jakob Sigurðsson forstjóri. Afraksturinn hafi verið góður á fyrsta ársfjórðungi þar sem sést hvernig nýtt SÍF, sem ein- beitir sér að matvælafram- leiðslu, lítur út. Það sem hefur valdið nokkrum erfiðleikum á öðrum ársfjórðungi er refsitollur sem ESB setti á norskan lax. „Þeim aðgerðum hefur nú verið hætt og tekið upp það fyrirkomulag sem áður var við lýði, sem er lág- marksverð á laxi sem seldur er til ESB-landa,“ segir Jakob. - bg Magnús Þorsteinsson, aðal- eigandi Avion Group, hefur ekki enn sagt skilið við Samson-félög- in, sem hann á með Björgólfs- feðgum. Tilkynning var send fjölmiðlum 27. maí síðastliðinn um að hann hefði ákveðið að selja eignarhlut sinn í félögunum, sem eiga hlut í Landsbanka Íslands og Burðarási. Ásgeir Friðgeirsson, talsmað- ur Samson, segir ekkert ýta veru- lega á eftir þessari uppstokkun félaganna. Sérfræðingar séu að vinna málið áfram og það verði tilkynnt þegar því er lokið. Menn séu ekki bundnir neinum reglum eða undir þrýstingi. Í tilkynningunni kom fram að Magnús hygðist einbeita sér að fjárfestingum í almennri flutn- ingastarfsemi og flugrekstri. Síðan þá hefur hann keypt í Eimskipi fyrir um 22 milljarða króna. Fjármögnun kaupanna er lokið, meðal annars með lán- töku en hluti verður greiddur með bréfum í Avion Group í síð- asta lagi í janúar á næsta ári. Í fyrradag tilkynnti hann kaup Avion á þremur breskum ferða- skrifstofum. - bg Samson enn saman Magnús Þorsteinsson hefur ekki enn kvatt Samson-félögin. Fasteignaverð lægra en á Norðurlöndum Þrátt fyrir miklar hækkanir er fasteignaverð lágt í samanburði við nágrannaþjóðirnar. Refsitollar aflagðir Eyrir fjárfestingarfélag, sem er í eigu Árna Odds Þórðarsonar, stjórnarmanns í FL Group, og Þórðar Magnússonar, seldi í gær þriggja prósenta hlut í FL Group. Feðgarnir keyptu hlutinn í mars og er söluhagnaður af viðskiptunum um 100 milljónir króna. Söluverðið var 1,2 millj- arðar króna. Kaupendur bréfanna eru tveir stærstu eigendur félags- ins, Oddaflug í eigu stjórnarfor- mannsins Hannesar Smárasonar og Saxbyggs, sem er í eigu Sax- hóls og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars. Einnig keypti Mannvirki ehf., félag í eigu Pálma Kristinssonar, stjórnar- manns í FL Group, hlutabréf af Eyri. Kaupverið var 15,8 krónur á hvern hlut. FL Group hefur hækkað mest allra félaga á þessu ári eða um 60 prósent. - eþa ILLA BORGAÐ Meðalatvinnutekjur bænda námu á síðasta ári 1.037 þúsund krónum og lækkuðu um tæp tuttugu prósent frá ár- inu áður. EYRIR HAGNAST Fjárfestingafélagið Eyrir seldi þriggja prósenta hlut í FL Group og hagnaðist um 120 milljónir á þremur mánuðum. Kaupendurnir eru stærstu hluthafar FL Group og stjórnarmenn. Meðalatvinnutekjur kvenna hækkuðu meira en karla Meðalatvinnutekjur eru langhæstar á höfuðborgarsvæðinu. Tekjur kvenna nema rúmum 63 prósentum af tekjum karla. Tekjur eru lægstar í landbúnaði en formað- ur Bændasamtakanna segir umfang landbúnaðar í landinu óþekkta stærð. SLÁTURFÉLAGIÐ Guðmundur A. Birgis- son og Ólafur Ívan Wernersson hafa bætt við sig hlutabréfum í B-deild Sláturfélags Suðurlands. Samanlagt ráða þeir um fjórð- ungi bréfa í B-deildinni. MAGNÚS ÞORSTEINSSON Magnús er enn með í Samson-félögunum. FERMETRAVERÐ HÆST Í STOKK- HÓLMI Fasteignaverð á höfuð- borgarsvæðinu lægra en í höfuð- borgum hinna Norðurlandanna. Skoða Actavis Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, sagði í gær að ekki væri enn komin niðurstaða í athug- un eftirlitsins á meintum upplýs- ingaleka frá Actavis. Viðskipti með bréf félagsins voru stöðvuð í Kauphöllinni 13. maí síðastliðinn vegna gruns um að jafnræðis gætti ekki meðal fjár- festa. Grunur lék á að upplýsingar um væntanleg kaup Actavis á bandarísku samheitalyfjafyrir- tæki hefðu lekið út. Stuttu síðar staðfesti félagið að það væri langt komið í viðræðum um kaup á fyrirtæki, sem síðar varð raunin. - bg Eyrir hagnast á FL Group Stjórnarmenn og stórir hluthafar kaupa. fr ét ta bl að ið p je tu r Fr ét ta bl að ið /H ar i Sláturfélag Suðurlands: Stærstu með 55 prósent
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.