Fréttablaðið - 22.06.2005, Síða 26
Tveir af stærstu hluthöfunum í
Sláturfélagi Suðurlands, Guð-
mundur A. Birgisson frá Núpum
og Ólafur Ívan Wernersson, til-
kynntu á mánudaginn að þeir
hefðu aukið við hlut sinn í B-deild
félagsins. Guðmundur á orðið
15,4 prósent en átti 12,3 prósent.
Eignarhlutur Ólafs Ívans er 10,2
prósent en var fyrir viðskiptin
7,1 prósent. Seljandi bréfanna
var Gildi lífeyrissjóður.
Þrír stærstu hluthafar B-bréfa
í SS eiga nú um 55 prósent en
Frjálsi fjárfestingarbankinn er
stærsti hluthafinn með um 30
prósent. - eþa
Jón Skaftason
skrifar
Meðalatvinnutekjur á Íslandi voru 2.716 þúsund
krónur á mann árið 2004 og hækkuðu um þrjú pró-
sent milli ára, kemur fram á vef Hagstofu Íslands.
Atvinnutekjur voru langhæstar á höfuðborgar-
svæðinu eða 2.901 þúsund krónur og hækkuðu um
3,8 prósent frá árinu áður. Utan höfuðborgarsvæð-
isins voru meðaltekjur 2.420 krónur þúsund og
hækkuðu um 1,4 prósent.
Meðalatvinnutekjur kvenna hækkuðu um 4,5
prósent á árinu en karla um tvö prósent. Bilið milli
kynjanna heldur því áfram að minnka en þó eru
tekjur kvenna aðeins rúm 63 prósent tekna karl-
manna.
Meðalatvinnutekjur voru hæstar í fjármála-
þjónustu eða rúmar fjórar milljónir á ári og hækk-
uðu um tæp tólf prósent milli ára. Tekjur voru
lægstar í landbúnaði, 1.037 þúsund krónur og
lækkuðu um tæp tuttugu prósent frá árinu 2003.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasam-
takanna, sagði þau tíðindi grætileg en þó ekki
óvænt: „Það hefur orðið verðfall á kjöti, launa-
greiðslur hafa minnkað og skuldir aukist. Það hlýt-
ur náttúrlega að vera slæmt að tekjur í greininni
dragist saman.“
Haraldur telur þó að ekki sé hægt að alhæfa
nokkuð um landbúnaðinn út frá þessum tölum því
umfang landbúnaðarins sé í rauninni frekar
óþekkt stærð: „Þarna er landbúnaðurinn skil-
greindur sem framleiðsla á mjólk, kjöti og garð-
ávöxtum. Skilgreiningin ætti hins vegar að vera
mun víðari og taka til þátta eins og þjónustuland-
búnaðar, sem er þá ferðaþjónusta, leiga á landi og
svo framvegis“.
Árið 2004 voru heildaratvinnutekjur þjóðarinn-
ar 448 milljarðar króna og jukust um 5,4 prósentu-
stig milli ára.
Vika Frá áramótum
Actavis 0% 2%
Atorka 0% 1%
Bakkavör 5% 52%
Burðarás 1% 23%
Flaga Group -8% -31%
FL Group 1% 60%
Íslandsbanki -3% 18%
Kaupþing Bank -1% 18%
Kögun 1% 29%
Landsbanki Ísl. -1% 36%
Marel 0% 15%
Og Vodafone -3% 23%
Samherji 0% 9%
Straumur fjárf. -2% 27%
Össur 3% 5%
*Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
410 4000 | www.landsbanki.is
Við færum þér fjármálaheiminn
Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum
netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á
mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.
Kynntu þér málið á www.landsbanki.is
Fasteignaverð í Reykjavík er
ekki mjög hátt í samanburði við
hinar Norðurlandaþjóðirnar að
því er kemur fram í Hálffimm-
fréttum KB banka. Þar segir að
þrátt fyrir miklar hækkanir á
fasteignaverði að undanförnu sé
fasteignaverð á höfuðborgar-
svæðinu lágt í samanburði við
flestar nágrannaþjóðir okkar.
Fasteignaverð á hvern
fermetra er hæst í Stokkhólmi,
svo Osló, þar á eftir Kaupmanna-
höfn og svo Helsinki.
Um þessar mundir er
fermetraverð í Reykjavík svipað
og í Árhúsum og Gautaborg. -dh
„Við erum núna komin með
þann ramma utan um SÍF sem
við höfum verið að boða,“ segir
Jakob Sigurðsson forstjóri.
Afraksturinn hafi verið góður á
fyrsta ársfjórðungi þar sem
sést hvernig nýtt SÍF, sem ein-
beitir sér að matvælafram-
leiðslu, lítur út.
Það sem hefur valdið
nokkrum erfiðleikum á öðrum
ársfjórðungi er refsitollur sem
ESB setti á norskan lax. „Þeim
aðgerðum hefur nú verið hætt og
tekið upp það fyrirkomulag sem
áður var við lýði, sem er lág-
marksverð á laxi sem seldur er
til ESB-landa,“ segir Jakob. - bg
Magnús Þorsteinsson, aðal-
eigandi Avion Group, hefur ekki
enn sagt skilið við Samson-félög-
in, sem hann á með Björgólfs-
feðgum. Tilkynning var send
fjölmiðlum 27. maí síðastliðinn
um að hann hefði ákveðið að selja
eignarhlut sinn í félögunum, sem
eiga hlut í Landsbanka Íslands og
Burðarási.
Ásgeir Friðgeirsson, talsmað-
ur Samson, segir ekkert ýta veru-
lega á eftir þessari uppstokkun
félaganna. Sérfræðingar séu að
vinna málið áfram og það verði
tilkynnt þegar því er lokið. Menn
séu ekki bundnir neinum reglum
eða undir þrýstingi.
Í tilkynningunni kom fram að
Magnús hygðist einbeita sér að
fjárfestingum í almennri flutn-
ingastarfsemi og flugrekstri.
Síðan þá hefur hann keypt í
Eimskipi fyrir um 22 milljarða
króna. Fjármögnun kaupanna
er lokið, meðal annars með lán-
töku en hluti verður greiddur
með bréfum í Avion Group í síð-
asta lagi í janúar á næsta ári. Í
fyrradag tilkynnti hann kaup
Avion á þremur breskum ferða-
skrifstofum. - bg
Samson enn saman
Magnús Þorsteinsson hefur ekki enn kvatt Samson-félögin.
Fasteignaverð lægra
en á Norðurlöndum
Þrátt fyrir miklar hækkanir er fasteignaverð lágt
í samanburði við nágrannaþjóðirnar.
Refsitollar aflagðir
Eyrir fjárfestingarfélag, sem er
í eigu Árna Odds Þórðarsonar,
stjórnarmanns í FL Group, og
Þórðar Magnússonar, seldi í gær
þriggja prósenta hlut í FL
Group. Feðgarnir keyptu hlutinn
í mars og er söluhagnaður af
viðskiptunum um 100 milljónir
króna. Söluverðið var 1,2 millj-
arðar króna.
Kaupendur bréfanna eru
tveir stærstu eigendur félags-
ins, Oddaflug í eigu stjórnarfor-
mannsins Hannesar Smárasonar
og Saxbyggs, sem er í eigu Sax-
hóls og Byggingarfélags Gylfa
og Gunnars. Einnig keypti
Mannvirki ehf., félag í eigu
Pálma Kristinssonar, stjórnar-
manns í FL Group, hlutabréf af
Eyri. Kaupverið var 15,8 krónur
á hvern hlut.
FL Group hefur hækkað mest
allra félaga á þessu ári eða um
60 prósent. - eþa
ILLA BORGAÐ Meðalatvinnutekjur bænda námu á síðasta ári
1.037 þúsund krónum og lækkuðu um tæp tuttugu prósent frá ár-
inu áður.
EYRIR HAGNAST Fjárfestingafélagið
Eyrir seldi þriggja prósenta hlut í FL Group
og hagnaðist um 120 milljónir á þremur
mánuðum. Kaupendurnir eru stærstu
hluthafar FL Group og stjórnarmenn.
Meðalatvinnutekjur kvenna
hækkuðu meira en karla
Meðalatvinnutekjur eru langhæstar á höfuðborgarsvæðinu. Tekjur kvenna nema
rúmum 63 prósentum af tekjum karla. Tekjur eru lægstar í landbúnaði en formað-
ur Bændasamtakanna segir umfang landbúnaðar í landinu óþekkta stærð.
SLÁTURFÉLAGIÐ Guðmundur A. Birgis-
son og Ólafur Ívan Wernersson hafa bætt
við sig hlutabréfum í B-deild Sláturfélags
Suðurlands. Samanlagt ráða þeir um fjórð-
ungi bréfa í B-deildinni.
MAGNÚS ÞORSTEINSSON Magnús er
enn með í Samson-félögunum.
FERMETRAVERÐ HÆST Í STOKK-
HÓLMI Fasteignaverð á höfuð-
borgarsvæðinu lægra en í höfuð-
borgum hinna Norðurlandanna.
Skoða Actavis
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, sagði í gær að ekki
væri enn komin niðurstaða í athug-
un eftirlitsins á meintum upplýs-
ingaleka frá Actavis.
Viðskipti með bréf félagsins
voru stöðvuð í Kauphöllinni 13. maí
síðastliðinn vegna gruns um að
jafnræðis gætti ekki meðal fjár-
festa.
Grunur lék á að upplýsingar
um væntanleg kaup Actavis á
bandarísku samheitalyfjafyrir-
tæki hefðu lekið út. Stuttu síðar
staðfesti félagið að það væri
langt komið í viðræðum um kaup
á fyrirtæki, sem síðar varð
raunin. - bg
Eyrir hagnast á FL Group
Stjórnarmenn og stórir hluthafar kaupa.
fr
ét
ta
bl
að
ið
p
je
tu
r
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/H
ar
i
Sláturfélag Suðurlands:
Stærstu með 55 prósent