Fréttablaðið - 22.06.2005, Page 41
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 17
S K O Ð U N
Verð á hráolíu hefur náð sögu-
legu hámarki að undanförnu.
Verð á olíu hefur hækkað um
liðlega 40 prósent á árinu og
verðið stefnir hraðbyri í 60
dollara tunnan af Brent-hrá-
olíu. Greining Íslandsbanka
fjallaði um olíuverðið í Morg-
unkorni sínu í gær: „Ástæðan
er sögð takmarkað framboð á
unnum olíuvörum, s.s. dísilolíu
og olíu til húshitunar á sama
tíma og að spurn eftir þeim
hefur aukist. Framvirkir samn-
ingar á markaði benda til þess
að markaðsaðilar álíti að olíu-
verð haldist hátt a.m.k. næstu
mánuði. Lengri skuldabréf er-
lendis lækkuðu lítillega í verði
en erlend hlutabréf hafa ekki
orðið fyrir miklum áhrifum
enda virðist sú neikvæða fylgni
sem var á milli olíuverðs og
hlutabréfaverðs á síðasta ári
vera rofin. Hækkun olíu hefur
haft lítil áhrif á innlendum
verðbréfamarkaði en ljóst er að
hún eykur kostnað fyrirtækja
og verðbólguþrýsting. Seðla-
bankinn ætti þó að horfa fram-
hjá verðbólgu sem hlýst af
hækkun olíuverðs þar sem hún
er utan áhrifasviðs bankans.
Slík verðbólga leiðir þó til auk-
innar spurnar eftir verðtryggð-
um bréfum með tilheyrandi
þrýstingi til lækkunar ávöxtun-
arkröfu þeirra.
Arabaríkin velta fyrir sér
framleiðsluaukningu um þess-
ar mundir en Sádi-Arabar segj-
ast ekki finna kaupendur að
meiri hráolíu enda séu birgðir
nú nálægt sex ára hámarki.
Birgðir af unnum olíuvörum
eru hins vegar sögulega lágar á
sama tíma og spurn eftir þeim
hefur aukist um 6,5% á milli
ára þrátt fyrir verðhækkun.
Þetta er helsta orsök hækkun-
arinnar að undanförnu.
Tvö helstu fyrirtækin á sviði
afleiðuviðskipta á olíu hafa
mjög mismunandi sýn á fram-
tíðina. Í mars gaf Goldman
Sachs út skýrslu þar sem því
var spáð að olíuverð næði vel
yfir 100 dollara í náinni fram-
tíð. Í lok síðustu viku kom síðan
skýrsla frá Morgan Stanley þar
sem því er spáð að verð á olíu
geti lækkað skarpt þegar hægir
á hagvexti í heiminum. Það er
aðallega eftirspurn frá Kína
sem talin er hafa úrslitaáhrif á
það hvernig olíuverð þróast en
Kínverjar voru með þriðjung af
eftirspurnaraukningu síðasta
árs,“ segir í Morgunkorni Ís-
landsbanka í gær.
Mismunandi sýn á olíuverð
60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004
MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu.
HANN ER GRIMMUR!
MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER
- VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár
- Útvegum notaða skotbómulyftara
- Úrval notaðra lyftara á lager
Fjórhjóladrifinn
Fjórhjólastýrður
Lyftigeta: 3.400 KG
Lyftihæð: 6.050 MM
Gafflar: 1.200 MM
Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ
LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar
án aukins snúningshraða vélar.
SKOTBÓMULYFTARI
PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf.
Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður
Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is
Olía á eld
Almennt séð á maður að láta fjár-
festingar sínar stjórnast af því
hvað maður telur líklegast að
hækki út frá núverandi stöðu.
Hitt er svo annað að einn drif-
kraftur hækkana á markaði og
ein af orsökunum fyrir verðbólg-
um er sú einfalda staðreynd að
maður getur ekki á sér heilum
tekið ef nágranninn myndi slys-
ast til að verða ríkari en maður
sjálfur.
Mínir grannar eiga reyndar
talsvert í land með að ná mér og
þótt ekki beri mikið á milli í
lífsstílnum er munurinn sá að ég
á bílana mína og húsið. Þannig
vita þeir ekki hvað ég á og halda
að líf mitt sé á lánum eins og
flestra hinna.
Þótt ég sé alla jafna afar jarð-
bundinn í fjárfestingum og hafi
alltaf skoðað vel fyrirtæki sem
ég fjárfesti í, auk þess að lesa í
hvers sé að vænta á næstunni,
hef ég fjárfest í fyrirtækjum
vegna þess að kunningjar hafa
keypt í þeim. Ég eins og fleiri
keypti í Decode á sínum tíma
vegna þess að nágrannar mínir
og vinir höfðu keypt í fyrirtæk-
inu. Ég komst reyndar inn á hag-
stæðara gengi en þeir í gegnum
FBA enda ekki til neins að vera
alvöru fjárfestir ef maður nýtur
ekki stöku sinnum betri kjara en
næsti maður. Ég hef hins vegar
grætt alveg jafn lítið og allir
aðrir á þeirri fjárfestingu.
Ég skildi hvorki haus né sporð
á því hvernig þetta fyrirtæki ætl-
aði að græða alla þá milljarða
sem gengið á gráamarkaðnum
gaf til kynna, en ég gat bara ekki
hugsað mér að sitja eftir ef
draumar grannanna og vinanna
skyldu nú rætast.
Ég lærði nokkuð af reynslunni
og myndi ekki setja jafn mikla
peninga í þetta í núna. Vandinn
sem ég stend frammi fyrir núna
er sá að ég
á frænda í
F æ r e y j -
um. Hann
er dáldið
d r j ú g u r
með sig
og vanur
að gera
mikið úr
því þegar
vel geng-
ur. Ég þoli
hann ekkert sérstaklega vel, en
get alveg umborið hann meðan
ég veit í hjarta mínu að ég nýt
miklu meiri velgengni en hann.
Hann hefur fjárfest smá í fær-
eyska olíuleitarfélaginu sem var
nýlega skráð í Kauphöllina. Ég
veit ekkert hverjar líkurnar eru
á því að þeir finni olíu við Fær-
eyjar og veit að fyrirtækið er
áhættusamt. Ég gæti bara ekki
lifað við það ef Rógvan frændi
yrði ríkur á því að þeir fyndu
olíu, en ég ekki. Það yrði eins og
olía á eld afbrýðsemi.
Spákaupmaðurinn á horninu
S P Á K A U P M A Ð U R I N N
Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N
Birgðir af unnum olíuvörum eru hins vegar sögulega
lágar á sama tíma og spurn eftir þeim hefur aukist
um 6,5% á milli ára þrátt fyrir verðhækkun. Þetta er
helsta orsök hækkunarinnar að undanförnu.