Fréttablaðið - 22.06.2005, Síða 42
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN18
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
„Þegar ég var þrettán ára gamall ákvað ég
að fermast ekki, enda alltaf verið trúlaus og
séð ofsjónum yfir þeim mörg þúsund millj-
ónum sem við setjum í rekstur þjóðkirkj-
unnar á hverju ári. Pabbi kemur til mín að
fyrra bragði áður en ég þori að tjá honum
ákvörðun mína og spyr hvort ég vilji ekki
fermast með bróður mínum, Gunnari Karli
Guðmundssyni, ári síðar. Eins og gerist og
gengur hjá unglingum er ég tilbúinn til þess
en spyr hvað ég fái í staðinn. Úr verður að
ég fæ mótorhjól sem var framleitt í Riga í
Lettlandi. Ég fór strax á landakortið og
fylgdist síðan alla tíð með Riga. Þegar Plast-
prent hugði að fjárfestingum í löndum sem
tilheyrðu áður Austurblokkinni kom ekkert
annað til greina en Riga. Þetta var mjög
óvísindaleg ákvörðun,“ segir Sigurður B.
Guðmundsson, framkvæmdastjóri Plast-
prents, þegar hann útskýrir hvernig það
kom til að fyrirtækið hóf framleiðslu í
Lettlandi árið 2003.
Við sitjum að snæðingi
á Þremur frökkum hjá
Úlfari Eysteinssyni
matreiðslumeistara .
„Ég fæ mikið af útlending-
um í heimsókn hingað til lands.
Ef ég vil virkilega heilla þá fer ég með þá
hingað. Ég er búinn að fara með þá marga
hingað og reyndar á aðra góða veitingastaði
á Íslandi. Þegar þeir koma aftur er þessi
staður þeirra fyrsta val,“ segir Sigurður.
RALLKAPPI Í YFIR 20 ÁR
Hann er óvenjulegur forstjóri að því leyti
að hann hefur keppt í rallakstri í yfir tuttugu
ár, sem hann segir kannski ekkert svo skrít-
ið fyrir mann í hans stöðu. Það þekkist víða
erlendis að yfirmenn fyrirtækja og eigendur
dreifi huganum við hraðakstur. Þótt örlögin
hafi leikið hann grátt í bílabransanum
undanfarin ár stefnir hann á sigur í móta-
röðinni í sumar með aðstoðarökumanni sín-
um, Ísak Guðjónssyni, sem Sigurður segir
sína stoð og styttu í þessu umstangi. Hafa
þeir í sameiningu verið meðal fremstu öku-
þóra á Íslandi í mörg ár.
„Rallið heldur mér ungum,“ útskýrir Sig-
urður, sem er 47 ára gamall og var að eign-
ast sitt þriðja barn í janúar með konu sinni.
Þetta gefi honum gríðarlega mikið og miklu
meira en að fljúga, en hann er einnig með
einkaflugmannspróf. „Maður verður ekki
gamall á því að gera það sem gamla fólkið
gerir. Maður verður gamall þegar maður
hættir að gera það sem unga fólkið gerir.“
Sigurður nýtir líka reynslu sína úr rallinu
í daglegu lífi. „Þú lærir að taka ákvarðanir
undir gífurlegri pressu. Þú lærir að sýna
ærðuleysi. Þú lærir eitt sem er mjög mikil-
vægt; þér hefnist fyrir ef þú klúðrar beygju
og þá verður þú að gleyma því strax því ann-
ars klúðrar þú næstu beygju. Þessa speki er
hægt að yfirfæra á lífið almennt.“
Það má kannski segja að Sigurður hafi
ekki klúðrað mörgum beygjum eftir að hann
kom heim úr verkfræðinámi árið 1984. Í það
minnsta hefur hann lært af mistökunum, ef
einhver eru. Strax eftir nám réð hann sig
sem framleiðslustjóra í Plastprenti. Árið
1988 tók hann við stöðu framkvæmdastjóra
Sigurplasts hf. Rúmum tíu árum síðar
var hann beðinn að koma aftur
til Plastprents og þá sem
f r a m k v æ m d a s t j ó r i .
Gegndi hann stöðu fram-
kvæmdastjóra í báðum
þessum fyrirtækjum þang-
að til þau voru sameinuð.
VAXANDI FYRIRTÆKI
Sigurður segir Plastprent hafa vaxið mikið
síðustu ár. Árið 1996 var félagið skráð sem al-
menningshlutafélag á Verðbréfaþingi, eins og
það hét þá. Það var síðan tekið af markaði árið
2003 og hefur eignarhald
nokkuð þjappast saman síð-
an. Sigurður segir aðspurður
að félög tengd Pálma Har-
aldssyni í Feng eigi nú um
helmingshlut í fyrirtækinu.
Einnig eigi prentsmiðjan
Oddi milli 18 og 20 prósent
en sjálfur á hann um tíu pró-
sent. Hann segir Pálma hafa
tengst félaginu í langan tíma.
Þegar Sigurður kemur til
starfa aftur hjá Plastpenti
er veltan um milljarður
króna og um 150 manns
starfa hjá fyrirtækinu.
Helstu samkeppnisaðilarnir
á þeim tíma voru tveir; Ako-
Plastos á Akureyri og
Reykjalundur í Mosfellsbæ.
Í lok árs 2000 kaupir
Plastprent Ako-Plastos og
2002 Reykjalund. Ári síðar
hefst útrásin til Riga í Lett-
landi þar sem framleiðslu-
fyrirtækið Unifleks er
keypt, sem var í sambæri-
legum rekstri og Plastprent.
Í nóvember á síðasta ári bæt-
tist svo annað fyrirtæki, Gerove í Litháen, í
Plastprentsfjölskylduna.
„Hjá okkur starfa nú um fimm hundruð
manns í þremur löndum og við veltum um 2,5
milljörðum króna á þessu ári. Þetta eru gíf-
urlegar breytingar og auðvitað taka þær í,“
segir Sigurður. Plastprent hafi staðið uppi
með mikið af aukavélum eftir ýmsar samein-
ingar árin á undan, sem voru vannýttar.
Plastprent hafi keypt fyrirtækin ytra með
skuldsettri yfirtöku og látið þau kaupa vél-
arnar frá Íslandi. „Á meðan það gengur að
láta fyrirtækin borga upp lánið getum við
ekki kvartað. Þessi rekstur þolir samt ekki
mikið tap.“
Sjálfur er hann mikið á ferðinni á milli
landanna en sér fyrir sér mögulegar breyt-
ingar á því. Hann sé stjórnarformaður fyrir-
tækjanna ytra ásamt því að vera fram-
kvæmdastjóri móðurfélagsins heima á Ís-
landi. Þegar hann dvelji lengi ytra þurfi hann
að reiða sig á gott fólk heima. Þetta sé mikið
starf sem ef til vill þurfi að skipta upp þó
ekkert hafi verið ákveðið í
þeim efnum.
SAMKEPPNIN VIRK
Hann þverneitar því að-
spurður að Plastprent hafi
yfirburðastöðu á íslenskum
markaði. Þótt fyrirtækið sé
stórt og meðal fimm pró-
sent þeirra fullkomnustu á
sínu sviði í heiminum séu
aðgangstakmarkanir að
markaðnum og innflutn-
ingshindranir hingað til
lands engar. Það starfi því
undir aga markaðarins.
Plastprent sé vissulega með
stóra markaðshlutdeild en
ávallt séu smærri aðilar
með ákveðið framboð af
vörum.
Sigurður er í stjórn Sam-
taka iðnaðarins og eins og
fleiri í þeim samtökum er
hann afar óhress með það
hvernig efnahagsmálum er
stjórnað, sérstaklega í ljósi
þróunar á gengi krónunnar.
Vegna framkvæmda við
stóriðju á landinu hækki gengi krónunnar
og fjölmörg störf í iðnaði, jafnvel heilu fyr-
irtækin, flytjist til útlanda. Þau þoli ekki
þetta ástand til langs tíma. Hann biður
menn að spyrja sig hvort það sé þess virði
að skapa þessi störf í álveri ef fleiri störf
flytjist út.
Hádegisverður fyrir tvo
á Þremur frökkum
Súpa dagsins
Grillsteiktur steinbítur á
rjómapiparsósu
Heilsteikt rauðsprettuflök
með rækjum „Gratin“
Drykkir:
Vatn, kaffi
Verð: kr. 3.740
▲
H Á D E G I S V E R Ð U R I N N
Með Sigurður B.
Guðmundssyni
framkvæmdastjóra Plastprents
Stjórnmálin
eru vannýtt
auðlind
Aurasálin hitti gamlan félaga
sinn í brúðkaupi síðasta fimmtu-
dag (já - auðvitað var Aurasál-
inni boðið í brúðkaup aldarinn-
ar). Þessi gamli félagi starfar nú
sem ráðgjafi á alþjóðasviði fyr-
irtækjaráðgjafar í stórum ís-
lenskum banka. Sérsvið hans er
samþætting menningarlegra
núningsflata í viðskiptaumhverf-
inu auk þess sem hann er sér-
fróður um Feng Shui.
Þessi félagi Aurasálarinnar vinn-
ur semsagt sem túlkur og sér um
að raða húsgögnum. En hann
græðir vel á þessu og það mátti
nú minna sjá í brúðkaupinu.
Hann mætti ekki í hefðbundnum
jakkafötum heldur í einhvers
konar hörspennitreyju sem mun
hafa kostað í kringum fimmtíu
þúsund krónur. „Þetta fæst ekki á
Íslandi,“ upplýsti vinur Aurasál-
arinnar stoltur en sagði að hann
myndi henda spennitreyjunni um
leið og hann sæi einhvern annan
Íslending í þannig fötum. Þessi
vinur Aurasálarinnar býr í
Sæviðarsundi, þannig að hann
þarf svo sem ekki að fara langt.
En Aurasálin hefur ekki áhuga á
að vinna í banka. Hún telur að
það séu til auðveldari leiðir til
að græða peninga og á síðustu
mánuðum hefur runnið upp fyrir
henni ljós. Leiðin er augljós.
Það tilkynnist því hér með, á
þessum vettvangi, í fyrsta sinn
að í upphafi þessarar viku gekk
Aurasálin sem leið lá í höfuð-
stöðvar Frjálslynda flokksins og
skráði sig úr flokknum. Því næst
heimsótti Aurasálin höfuðstöðv-
ar Framsóknarflokksins og sótti
um inngöngu. Í gær fékk Aura-
sálin svo bréf frá forsætisráð-
herra þjóðarinnar þar sem hún
var boðin velkomin í flokkinn.
Um leið og bréfið var komið
hringdi Aurasálin í Skinney -
Þinganes og spurði hvað hún
myndi eignast mikið í félaginu.
Aurasálin er nú ekki frá því að
það hafi komið fát á símastúlk-
una en hún fann ekki Aurasálina
á hluthafalistanum, en reyndar
hefur þessi hluthafalisti verið
eitthvað illa uppfærður upp á
síðkastið þannig að þetta hefur
ekki verið komið inn.
Aurasálin bindur miklar vonir
við inngöngu sína í Framsóknar-
flokkinn. Nú þarf bara að velja
starfsvettvang innan flokksins.
Best líst Aurasálinni á starf for-
stjóra Fjármálaeftirlitsins sem
er að losna. Aurasálin kann þá
list að vera hörð þegar það á við
en sjá í gegnum fingur sér með
smávægileg mál sem snerta
mikilvæga hagsmuni Framsókn-
arflokksins. Þessi gaur sem er
að hætta núna hefur verið alltof
hlutlaus í pólitíkinni að mati
Aurasálarinnar. Fjármálaeftirlit-
ið er algjörlega vannýtt auðlind
bæði fyrir Aurasálina og Fram-
sóknarflokkinn.
A U R A S Á L I N
„Hjá okkur starfa nú um fimm hundruð manns í þremur löndum og við
veltum um 2,5 milljörðum króna á þessu ári.“
Framleiðir allt úr plasti
Líklegt er að hver Íslendingur
handleiki vörur Plastprents á
degi hverjum. Skiptir þá engu
hvort við erum að handleika
innkaupapoka, pylsusinnep eða
ná í föt í fatahreinsun. Sigurður
B. Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Plastprents, segir Björgvin
Guðmundssyni frá rekstri fyrir-
tækisins.
SIGURÐUR BRAGI GUÐMUNDSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI PLASTPRENTS Sigurður segir að hann hafi lært eitt
mjög mikilvægt í rallinu. „Þér hefnist fyrir ef þú klúðrar beygju og þá verður þú að gleyma því strax því annars klúðrar þú
næstu beygju. Þessa speki er hægt að yfirfæra á lífið almennt.“
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/G
VA
Sigurður Bragi Guðmundsson
Fæðingardagur: 3. febrúar 1958
Maki: Irina Kiry, læknir
Börn: Þrjú; 9 ára, 4 ára og tæplega
fimm mánaða