Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Páll Gunnar Pálsson tekur við starfi forstjóra hins nýja Sam- keppniseftirlits þann 1. júlí næst- komandi. Markaðurinn sendi honum póst og forvitnaðist um vonir og væntingar hans til starfsins. Hvernig leggst nýja starfið í þig? Það leggst vel í mig. Nýtt sam- keppniseftirlit mun byggja á þeim grunni sem þegar hefur ver- ið lagður en síð- an verður svig- rúm til að móta stofnunina til frekara gagns fyrir samfélagið. Í hverju felst starf forstjóra Samkeppniseftir- litsins? Forstjóri annast daglega stjórnun á starfsemi og rekstri stofnun- arinnar. Megin- verkefni for- stjóra er að sjá til þess að á hverjum tíma starfi fjölbreyttur hópur hæfra starfsmanna að verkefnum þeim sem Samkeppniseftirlit- inu er ætlað að sinna og að verkin séu unnin með skilvirk- um og vönduðum hætti. Svona starfsemi stendur að sjálfsögðu og fellur með því starfsfólki sem vinnur verkin. Mannleg samskipti skipta því miklu máli í svona starfi. Telur þú að breytingarnar á skipan samkeppnismála séu til batnaðar? Það mun m.a. ráðast af því hvernig Samkeppniseftirlitið skipuleggur sín störf og vinnur verkin. Ætlunin er að veita meiri fjármunum í þessi verk- efni og Samkeppniseftirlitið mun kappkosta að nýta þá fjár- muni sem best og ganga eftir því að fjárhagslegt svigrúm til þessa eftirlits verði nægilegt. Breytingarnar nú fela hins veg- ar ekki í sér miklar breytingar á reglum á samkeppnismarkaði eða heimildum í samkeppnis- eftirliti. Ég ætla að geyma mér að tjá skoðanir mínar á þeim þætti en vænti þess að Sam- keppniseftirlitið taki virkan þátt í opinberri umræðu um samkeppnisreglur og þau tæki sem það þarf á að halda til að sinna hlutverki sínu. Nú hefur talsvert verið rætt um afskipti stjórnvalda af sam- keppnismálum í landinu. Telur þú að með breytingunum verði samkeppnisyfirvöld óháðari stjórnvöldum en áður? Ég get ekki svarað því hvernig afskipti stjórnvalda af sam- keppnismálum hafa horft við Samkeppnisstofnun hingað til. Ég vænti þess hins vegar að þau verði sem minnst í tíð Sam- keppniseftirlits- ins. Það stjórn- skipulag sem lög mæla fyrir um í nýju Samkeppnis- eftirliti er líklegt til að stuðla að sjálfstæði stofn- unarinnar þar sem forstjóri sækir ekki umboð sitt til ráðherra heldur fjölskipaðrar stjórnar sem fer með yfirstjórn Samkeppniseftir- litsins. Ég geng út frá því að aðkoma stjórnvalda að Samkeppniseftir- litinu einskorðist við það að tryggja nægilega fjár- muni til verkefn- isins. Samkeppniseftirlitið mun hins vegar ótvírætt ráða því hvernig það hagar störfum sín- um innan samkeppnislaga. Hvernig er staðan á íslensku viðskiptalífi? Hvað er það sem forstjóri hins nýja eftirlits þarf helst að hafa áhyggjur af? Samkeppniseftirlitið þarf að huga vel að stjórnunar- og eignatengslum í íslensku við- skiptalífi. Margt bendir til þess að eignatengsl séu að verða sí- fellt flóknari og að eftir mikið umbreytingaferli þurfi að gæta þess vel að óæskileg tengsl dragi ekki úr samkeppni. Sam- keppniseftirlitið þarf að gera sig gildandi í þessu verkefni sem og öðrum verkefnum sem undir það heyra. Stenst skipan samkeppnismála í landinu fyllilega samanburð við þær þjóðir sem við miðum okkur helst við? Það verður keppikefli Sam- keppniseftirlitsins að gæta þess að svo sé. Ég kem ekki að þessu starfi með fyrirfram mótaðar skoðanir á því hver staðan sé núna. Ég veit hins vegar úr mínu fyrra starfi hversu mikil- vægt það er fyrir íslenskt við- skipta- og efnahagslíf að eftir- litsstofnanir á þessu sviði og þær reglur sem þær framfylgja standist samanburð við ná- grannalöndin. Það er mikilvægt með tilliti til samkeppnishæfni íslensks markaðar í heild sinni. Stendur og fellur með starfsfólkinu T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Páls Gunnars Pálssonar forstjóra Samkeppniseftirlitsins Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra lagði á síðasta ári fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á samkeppnislögum. Fól það í sér talsverðar breyt- ingar á eftirliti opinberra stofnana með samkeppn- is- og markaðsmálum. Frumvarpið fékkst sam- þykkt og felur í sér að skipan samkeppnismála verður tekin í gegn. BREYTINGAR Samkeppnismál og eftirlit voru áður á könnu þriggja stofnanna; Samkeppnisstofnunar, sam- keppnisráðs og Löggildingarstofu. Verða þær allar lagðar niður. Í stað þeirra koma tvær nýjar stofnanir; Sam- keppniseftirlitið og Neytendastofa. Neytendastofa skal taka við verkefnum Samkeppnis- stofnunar er lúta að neytendum og þeim verkefnum sem unnin eru hjá Löggildingarstofu. Samkeppniseftirlitið mun eins og nafnið gefur til kynna taka að sér önnur verkefni sem áður voru á könnu Sam- keppnisstofnunar. Með yfirstjórn Samkeppniseftir- litsins fer þriggja manna stjórn, skipuð af ráðherra til fjögurra ára í senn. Stjórnin ræður síðan for- stjóra eftirlitsins, sem annast daglega stjórnun og rekstur auk þess sem hann ræður starfsmenn stofn- unarinnar. Hefur stjórnin nú skipað forstjóra og er það Páll Gunnar Pálsson, sem áður starfaði hjá Fjármálaeftirlitinu. HLUTVERK OG VALDSVIÐ Í verklýsingu Samkeppniseftirlitsins sem finna má í nýjum samkeppnislögum er hlutverk þess og valdsvið skilgreint ítarlega. Eftirlitinu ber að sjá til þess að atvinnurekendur fari að samkeppnislögum og að ákvarða aðgerðir opinberra fyrirtækja gegn samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækja. Jafnframt er eftirlitinu ætlað að gæta þess að opinberir aðilar hamli ekki samkeppni, benda yfir- völdum á leiðir til að gera samkeppni virkari og að auðvelda aðgang nýrra aðila að markaði. Eftirlitið skal fylgjast með því hvort einkenni hringamyndunar sé að finna í íslensku viðskiptalífi, eða önnur einkenni valdasamþjöppunar sem tak- markað geti samkeppni. Samkeppniseftirlitinu er í sjálfsvald sett hvort erindi sem stofnuninni berst gefi nægar ástæður til rannsóknar. Ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins sæta kæru til sérstakrar nefndar, áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þar sitja þrír menn, skipaðir af ráðherra eftir tilnefningu Hæstaréttar. MEIRA, HRAÐAR OG BETUR Formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins er Gylfi Magnússon hagfræðingur. Hann segir hugs- unina með breytingunum fyrst og fremst vera þá að skilja í sundur eftirlit með samkeppnishömlun og neytendavernd. Neytendastofa muni taka yfir mörg verkefna Samkeppnisstofnunar og Löggildingarstofu: ,,Það fer betur á því að hafa verkaskiptingu svona,“ segir Gylfi. Hann telur Samkeppniseftirlitið nú geta einbeitt sér að þeim málum sem lúta að samkeppni í landinu: ,,Sam- keppniseftirlitið getur þá einblínt á þætti sem snúa beint að samkeppni milli fyrirtækja; spurningum um hluti eins og sam- ráð, markaðsráðandi stöðu, samruna og ýmis önnur verkefni sem skipta höfuðmáli fyrir heilbrigða samkeppni á Íslandi“. Gylfi bendir á að um talsverða kerfisbreytingu sé að ræða og hugmyndin sé sú að einfalda ákvarð- anatöku. Samkeppnisstofnun hefur hingað til ekki tekið ákvarðanir heldur aðeins undirbúið mál fyrir neytendaráð, sem síðan hefur úrskurðað. Sam- keppniseftirlitið sjálft mun nú taka ákvarðanir: ,,Með þessu er ferlið allt stytt og einfaldað,“ segir Gylfi. Áfrýjunarferlið verður þó eftir sem áður svipað: ,,Úrskurðum Eftirlitsins má áfrýja til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála og þaðan til dómstóla, telji menn þess þörf“. Gylfi velkist ekki í vafa um að breytingarnar séu til batnaðar: ,,Ég er alls ekki að kasta rýrð á verk Samkeppnisstofnunar en það er ýmislegt sem betur má fara í þessum málaflokki“. Fjárveitingar til samkeppnismála verða auknar og telur Gylfi það skipta gríðarlegu máli: ,,Með meira fé á að vera hægt að gera meira, hraðar og betur en til þessa“. GYLFI MAGNÚSSON, FORMAÐUR STJÓRNAR SAMKEPPNISEFTIRLITSINS Segir breytingarnar á skipan samkeppnismála til hins betra. Með auknu fé megi gera „meira, hraðar og betur en til þessa“. Ákvarðanatökuferlið stytt og einfaldað Þann 1. júlí næstkomandi taka breytingar á samkeppnislögum gildi. Meira fé verður veitt til málaflokksins og skipulagsbreytingar gerðar. Jón Skafta- son rýndi í nýju lögin og spjallaði við Gylfa Magnússon, formann stjórnar Samkeppniseftirlitsins. M Á L I Ð E R Samkeppnis- eftirlitið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.