Fréttablaðið - 22.06.2005, Síða 63

Fréttablaðið - 22.06.2005, Síða 63
MIÐVIKUDAGUR 22. júní 2005 Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14 „Þetta er ein af kammeróperum Brittens. Það skemmtilegasta við þessa óperu er að hún fjallar um yfirnáttúrulega hluti. Þetta er afskaplega yndisleg drauga- saga. Hún gerist á herragarði einhvers staðar í heiminum þar sem ýmis mál eru óútkljáð og ill- ir andar og draugar takast á svo að úr verður mikið sjónarspil,“ segir Halldór E. Laxness sem leikstýrir óperunni Tökin hert eftir breska tónskáldið Benja- min Britten, sem verður frum- sýnd í Íslensku óperunni 21. október næstkomandi. „Þetta er ein af þessum óper- um sem gefur geysilega skemmti- lega möguleika á túlkun. Við ætl- um að reyna að fara mjög nútím- legar leiðir og við munum nota nú- tímafjöltækni til að skapa drauga- gang í Íslensku óperunni,“ segir Halldór. Óperan var frumsýnd í Feneyj- um árið 1954 en texti hennar er eftir Myfanwy Piper og er byggð- ur á smásögu Henry James, The Turn of the Screw, sem kom út árið 1898. Hljómsveitarstjóri verður Kurt Kopecky og Snorri Freyr Hilmarsson búninga- og leikmyndahönnuður. „Þetta er ein af perlum nútíma- óperunnar og sem leikstjóri er alltaf gaman að takast á við slík verk en til þess að geta það þurf- um við að hafa yfir hæfileikafólki að ráða, sérstaklega í hlutverk piltsins og stúlkunnar í óperunni. Það vill svo til að við höfum tvo söngvara sem henta afskaplega vel í hlutverkin, þau Þórunni Örnu Kristjánsdóttur og Ísak Ríkharðs- son, sem er ellefu ára undrabarn. Svo höfum við frábæra söngvara í öðrum hlutverkum, það er eins með óperuna og pókerinn, það verður að hafa fullt hús til að geta spilað leikinn,“ segir Halldór og bætir því við að hér sé á ferðinni sannkölluð draugasýning. ■ HALLDÓR E. LAXNESS „Við ætl- um að reyna mjög nútímalega leið í túlkun og við munum nota nútíma fjöltækni til að skapa draugagang í Íslensku óperunni,“ segir Halldór E. Laxness, leikstjóri Tökin hert eftir Benjamin Britten, sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni 21. október. Ópera eftir Benjamin Britten sýnd í haust: Sannköllu› draugas‡ning Heimkoma og blóm „Ég er búinn að taka þátt í fjórum sýningum í nokkrum löndum á þessu ári og er mjög ánægður komuna hingað heim til Íslands því þetta er einungis í annað sinn sem ég held sýningu hér á landi,“ segir Arnór G. Bieltveldt, sem opnar sýningu í Sýningarsal Ís- lenskrar Grafíkur, Tryggvagötu 17, laugardaginn 25. júní kl. 15. Arnór býr rétt fyrir utan Chicago í Bandaríkjunum þar sem hann kennir myndlist í mennta- skóla, en hann hefur ekki búið hér á landi síðastliðin tuttugu ár. Á sýningunni eru átta málverk og ellefu teikningar og segir Arnór þema þeirra vera blóm. Sýning Arnórs stendur yfir til 10. júlí. ■ KVÖLDROÐI „Litanotkunin tengist Íslandi, mér fannst ég vera kominn í íslenskt landslag að kvöldi til. Ég kom hingað til lands fyrir tveimur árum og málaði íslensk- ar landslagsmyndir, en nú er ég farinn að nota ímyndunaraflið meira en þá. Samt eymir eftir af íslenska landslaginu sem ég vinn enn þá með í huganum,“ segir Arnór um málverkið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.