Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 63
MIÐVIKUDAGUR 22. júní 2005 Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14 „Þetta er ein af kammeróperum Brittens. Það skemmtilegasta við þessa óperu er að hún fjallar um yfirnáttúrulega hluti. Þetta er afskaplega yndisleg drauga- saga. Hún gerist á herragarði einhvers staðar í heiminum þar sem ýmis mál eru óútkljáð og ill- ir andar og draugar takast á svo að úr verður mikið sjónarspil,“ segir Halldór E. Laxness sem leikstýrir óperunni Tökin hert eftir breska tónskáldið Benja- min Britten, sem verður frum- sýnd í Íslensku óperunni 21. október næstkomandi. „Þetta er ein af þessum óper- um sem gefur geysilega skemmti- lega möguleika á túlkun. Við ætl- um að reyna að fara mjög nútím- legar leiðir og við munum nota nú- tímafjöltækni til að skapa drauga- gang í Íslensku óperunni,“ segir Halldór. Óperan var frumsýnd í Feneyj- um árið 1954 en texti hennar er eftir Myfanwy Piper og er byggð- ur á smásögu Henry James, The Turn of the Screw, sem kom út árið 1898. Hljómsveitarstjóri verður Kurt Kopecky og Snorri Freyr Hilmarsson búninga- og leikmyndahönnuður. „Þetta er ein af perlum nútíma- óperunnar og sem leikstjóri er alltaf gaman að takast á við slík verk en til þess að geta það þurf- um við að hafa yfir hæfileikafólki að ráða, sérstaklega í hlutverk piltsins og stúlkunnar í óperunni. Það vill svo til að við höfum tvo söngvara sem henta afskaplega vel í hlutverkin, þau Þórunni Örnu Kristjánsdóttur og Ísak Ríkharðs- son, sem er ellefu ára undrabarn. Svo höfum við frábæra söngvara í öðrum hlutverkum, það er eins með óperuna og pókerinn, það verður að hafa fullt hús til að geta spilað leikinn,“ segir Halldór og bætir því við að hér sé á ferðinni sannkölluð draugasýning. ■ HALLDÓR E. LAXNESS „Við ætl- um að reyna mjög nútímalega leið í túlkun og við munum nota nútíma fjöltækni til að skapa draugagang í Íslensku óperunni,“ segir Halldór E. Laxness, leikstjóri Tökin hert eftir Benjamin Britten, sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni 21. október. Ópera eftir Benjamin Britten sýnd í haust: Sannköllu› draugas‡ning Heimkoma og blóm „Ég er búinn að taka þátt í fjórum sýningum í nokkrum löndum á þessu ári og er mjög ánægður komuna hingað heim til Íslands því þetta er einungis í annað sinn sem ég held sýningu hér á landi,“ segir Arnór G. Bieltveldt, sem opnar sýningu í Sýningarsal Ís- lenskrar Grafíkur, Tryggvagötu 17, laugardaginn 25. júní kl. 15. Arnór býr rétt fyrir utan Chicago í Bandaríkjunum þar sem hann kennir myndlist í mennta- skóla, en hann hefur ekki búið hér á landi síðastliðin tuttugu ár. Á sýningunni eru átta málverk og ellefu teikningar og segir Arnór þema þeirra vera blóm. Sýning Arnórs stendur yfir til 10. júlí. ■ KVÖLDROÐI „Litanotkunin tengist Íslandi, mér fannst ég vera kominn í íslenskt landslag að kvöldi til. Ég kom hingað til lands fyrir tveimur árum og málaði íslensk- ar landslagsmyndir, en nú er ég farinn að nota ímyndunaraflið meira en þá. Samt eymir eftir af íslenska landslaginu sem ég vinn enn þá með í huganum,“ segir Arnór um málverkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.