Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 20
Stefnt er að stofnun Íslandsdeildar samtaka fólks með háa greindar- vísitölu. Greindur Svíi, sem er nýfluttur til Íslands, stendur að stofnun deildarinnar. Mensa eru alþjóðleg samtök fólks með háa greindarvísitölu og er til- gangur þeirra að hlúa að mannlegri greind. Er það gert með því að skapa örvandi umhverfi fyrir við- komandi einstaklinga. Ekki er hlaupið að því að fá inn- göngu; uppfylla þarf ströng skilyrði og sýna fram á talsvert mikla greind. Greindarvísitala fólks þarf að vera um eða við toppinn á viður- kenndum greindarvísitöluskölum en reikna má með að nokkur þúsund Íslendingar búi að slíkri greind. Lennart Edenfjord skipuleggur stofnun Íslandsdeildar Mensa en sjálfur er hann vel yfir meðallagi greindur. „ Þ e t t a eru mjög virk sam- tök og m a ð u r kemst í samband við margt fólk alls staðar í heimin- um,“ segir Lennart. Erlend Mensa- samtök skipu- l e g g j a ýmiss konar viðburði þar sem fólk með háa greindarvísitölu kemur saman. „Eftir því sem fjölgar í hópnum hér á landi munum við gera slíkt hið sama,“ segir Lennart, en þangað til verður netið aðalvettvangur félags- ins. „Umræðuefnin snúast um allt milli himins og jarðar,“ segir hann. „Svo eru skipulögð námskeið fyrir börn með háa greindarvísitölu, til að hjálpa þeim að nýta sér þennan styrk sinn og veita þeim stuðning, því mörg undrabörn eru misskilin í skóla.“ Lennart er Svíi en flutti hingað á síðasta ári og vinnur nú á 1919 hót- elinu í miðborg Reykjavíkur. „Þeg- ar ég kom til Íslands athugaði ég hvort til væri íslenskt Mensa en sá að svo var ekki. Það var formaður- inn í viðburðadeild sænska Mensa sem spurði hvort ég vildi ekki bara byrja með þetta hérna.“ Lennart tók sænska formanninn á orðinu og vinnur nú hörðum höndum að stofn- un Íslandsdeildarinnar. Landsmenn geta tekið Mensa-prófið frá og með 20. ágúst og viðbúið að fjölmargir kanni greind sína og freisti þess að fá inngöngu í samtökin. Einnig er hægt að leggja fram gögn frá viður- kenndum sálfræðingi til að fá inn- göngu. Mensa-samtökin voru stofnuð í Oxford á Englandi árið 1946 og eru félagsmenn í kringum 100.000 í um 100 löndum. Að sögn Lennarts eru nú þegar fimm Íslendingar í Mensa. Meðlimir koma úr öllum þjóðfé- lagsstéttum en frægt er orðið að Hollywood-stjörnurnar Sharon Sto- ne, Steve Martin, Geena Davis og Jodie Foster eru félagar. rosag@frettabladid.is Þegar keyrt er austur yfir Hellis- heiði veltir fólk því oft fyrir sér hvort talan á minnisvarða Um- ferðarstofu hafi hækkað þegar snúið er til baka til borgarinnar. Hvert númer táknar dauðaslys og virðist sem tölurnar birtist um leið og eitthvað hefur komið fyrir. En hver er maðurinn á bak við töl- urnar? Reynir Sveinsson er skilta- gerðarmaður og fyrrverandi lög- reglumaður. Hann hefur séð um að setja upp tölurnar frá því skilt- ið var sett upp á Hellisheiðinni árið 2000. Hann segir starfann vissulega dapurlegan. „Þetta kem- ur svolítið við mann,“ segir Reyn- ir sem er þó orðinn sjóaður í þess- um málum enda starfaði hann í níu ár hjá lögrelunni og hluta af þeim tíma við rannsóknir á slys- um. Reynir segist ávallt vera tilbú- inn að leggja af stað þegar kallið kemur en miðað er við að setja aldrei upp töluna fyrr en búið er að tilkynna um slysið í fjölmiðl- um. Hann segir þægilegt að hafa einhvern með sér þegar hann fer í þessar ferðir en vitanlega geti hann fengið einhvern til að leysa sig af ef hann þarf að skreppa burt. „Það kemur alltaf meira við mann ef maður kannast við við- komandi, og ef tveir fara í sama slysinu,“ segir Reynir sem verður sár að sjá þegar menn keyra ógætilega. Sjálfur segir hann töl- urnar minna sig á að keyra var- lega þegar hann er á leiðinni yfir heiðina og láta það ekki ergja sig þó aðrir vilji fara hraðar. „Það þarf hver að bera ábyrgð á sér,“ segir Reynir, sem býst ekki við að verða í þessu starfi um ókomna framtíð enda ekki ljóst hve lengi minnisvarðinn verður á heiðinni.■ Hapro farangurskassi er snjöll lausn til að koma öllum farangrinum fyrir í bílnum. Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Sterku kerrurnar frá Camp-let í mörgum stærðum Fortjöld frá Isabella fyrir fellihýsi, ferðabíla og hjólhýsi. Örugglega bestu fortjöld sem fáanleg eru. Verð frá 19.900 Farangurs kassar Það sem upp á vantar 20 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR Margir Íslendingar eru greindir Undirbúningur er hafinn að því að taka Jóhannes Pál II, fyrrum páfa, í tölu dýrlinga. „Það hlaut að koma að því fyrr eða síðar og ég er ekki hissa á að þetta gerist svona fljótt,“ segir Gunnar Eyj- ólfsson leikari. „Þeir í Vatíkaninu gera sínar ráðstafanir. Þetta fer allt eftir kraftaverkunum sem hægt er að sanna að hann hafi gert og líferni hans. En málsvari myrkvahöfðingjans er líka til staðar og tínir til allt nei- kvætt í fari mannsins og þar er engin miskunn hjá Magnúsi.“ Gunnar segir að eitt af kraftaverkum Jóhannesar Páls II sé að hann hafi verið einn af mestu byltingarmönnum síðustu aldar. „Það var hann sem gaf fjórum austantjaldsþjóðum kjark til að rísa upp gegn guðleysi kommúnism- ans og ég er alveg viss um að hann verður tekinn í tölu heilagra manna.“ GUNNAR EYJÓLFSSON LEIKARI Hlaut a› koma a› flessu JÓHANNES PÁLL II Í TÖLU HELGRA MANNA SJÓNARHÓLL Við gengum frá Ytri-Dalbæ að Núpum í gær. Leiðin er falleg og gott að vera komnir í landslag og líf á ný eftir Sandana um daginn. Gola kyssti kinn og rigningarúði lék um okkur. Allt í lagi með það. Líkamlegt ástand er þokkalegt og Bjarki er allur að koma til. Hann hefur göngu á degi hverjum en Tómas dregur hann að landi undir lokin. Andlega hliðin er ágæt líka, raunar mesta furða hvað okkur semur vel enn- þá. Til að stytta okkur stundir á göng- unni sjálfri hlustum við á tónlist og eins og gengur hefur hver sinn smekk. Við eigum það þó sameiginlegt að geta allir skemmt okkur yfir Kaffibrúsaköllun- um og setjum þá á þegar við þurfum góðan húmor til að létta móralinn. Í gærmorgun fengum við félags- skap fyrstu fimm kílómetrana þegar Gunnsteinn Ómarsson sveitarstjóri Skaftárhrepps og Þorsteinn Kristins- son hreppsnefndarmaður gengu með okkur. Það er alltaf gaman þegar ein- hverjir slást í hópinn, ekki síst þegar um heimamenn ræðir sem geta frætt okkur um sögu og staðhætti. Við fylgdumst með gróðursetningu jólatrjáa að Ytri-Ásum í fyrradag og Ásta bóndi bauð okkur að koma eftir tuttugu ár og fá hjá henni tré. Ekki er að efa að við förum (þó væntanlega ak- andi) til hennar árið 2025 og hermum loforðið upp á hana. Það er þó ekki Ásta sem er á mynd- inni með okkur nú heldur Kristín Jóns- dóttir, vinkona okkar í Skarðshlíð, sem gaf okkur pönnsur með rjóma á laugar- dag. Kveðja, gönguhrólfarnir. Hl‡tt á Kaffibrúsakallana og jólatrén 2025 trygg HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI nær og fjær „Ég hef á undangengn- um árum fengi› tilbo› frá öllum toppli›um í Evrópu a› Kiel undan- skildu en ég hef hinga› til vísa› fleim öllum í burtu frá mér.“ ALFREÐ GÍSLASON HANDBOLTA- ÞJÁLFARI Í MORGUNBLAÐINU. „Markmi› mitt er a› ver›a bæjarstjóri fyrir 2010, fla› hefur ekki breyst.“ ÓMAR STEFÁNSSON, BÆJARFULLTRÚI Í KÓPAVOGI, Í DV. OR‹RÉTT„ “ LENNART EDENFJORD Mensa er latína og þýðir „borð“. Nafnið vísar í hringborðsumræður, þar sem þættir á borð við kynþátt, þjóðerni, aldur, stjórnmál og félagslegan bakgrunn skipta engu máli, heldur einungis gagnrýnar og gáfulegar umræður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L Í VINNUNNI Reynir Sveinsson hefur sett upp tölur látinna á minnismerki Umferðarstofu á Hellisheiði í hart nær fimm ár. Skiltagerðarmaður: Setur upp tölu látinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.