Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 54
„Mig hefur langað lengi til þess að verða prestur,“ segir hin 29 ára Sjöfn Þór, spennt yfir skipun sinni til sóknarprests í Reykhóla- prestakalli. Sjöfn ákvað það strax eftir fermingu að hana langaði að verða prestur en afi hennar var séra Þórarinn Þór, sem einmitt var sóknarprestur á Bæ á Reyk- hólum og Patreksfirði. Sjöfn segir þjónustuna vera mest heillandi við prestsstarfið. „Ég hef mjög sterka trú og langar til að þjóna bæði guði og mönn- um,“ segir Sjöfn, sem telur að hún hafi fengið köllun strax á unga aldri. „Ég held að góður prestur þurfi fyrst og fremst að hlusta og taka þátt í samfélaginu, vera góður í mannlegum samskiptum og hafa einlæga trú,“ segir Sjöfn, sem hlakkar til að búa á lands- byggðinni þar sem allt sé miklu rólegra og tími gefist til að sinna sóknarbörnum. Hún þekkir landsbyggðarlífið af eigin raun enda uppalin á Patreksfirði Sjöfn hefur starfað lengi að æskulýðsmálum Þjóðkirkjunn- ar. „Ég vil vera með blómlegt barna- og æskulýðsstarf og laga það að sveitinni,“ segir Sjöfn. Hún gerir sér vel grein fyrir því að prestsstarfið geti verið erfitt og snúist um að deila bæði sorg og gleði. „Ég vil líka leggja áherslu á það að eiga samskipti við alla,“ segir Sjöfn, sem er einstæð móðir og finnst spennandi kostur að ala dóttur sína, sem byrjar í skóla í haust, upp í fámenninu. Sjöfn mun búa á Reykhólum í prestbústað sem var byggður þegar afi hennar var prestur á staðnum. Hún ætlar að flytja þangað um leið og hægt er en hún býst við að taka við starfinu 1. september þó sú dagsetning sé ekki á hreinu. „Ég er svo heppin að fá að vinna við áhugamálið mitt,“ segir Sjöfn en að starfa með börnum og unglingum er henni mjög hugleikið. „Þá hefur blundað í mér hestabaktería,“ segir hún en hana hefur Sjöfn ekki fengið að rækta í lengri tíma. Líklega mun hún þó eiga hægara um vik þegar hún er komin í sveitina. ■ 34 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR OTTO VON BISMARCK (1815-1898) lést þennan dag. Tekur við starfi afa síns SJÖFN ÞÓR: SKIPUÐ SÓKNARPRESTUR REYKHÓLAPRESTAKALLS „Aldrei trúa neinu í pólitík fyrr en því hefur verið neitað opinberlega.“ -Prins Otto af Bismarck var einn merkasti leiðtogi nítjándu aldar. Hann var forsætisráðherra Prússlands, sameinaði Þýskaland í nokkrum vel heppnuðum stríðum og var fyrsti kanslari þýska heimsveldisins. timamot@frettabladid.is 13.00 Alda Jóhanna Stangeland, Barðavogi 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju. 13.00 Unnur Aðalsteinsdóttir, Gilja- landi 29, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.00 Sigurveig Björgvinsdóttir, Hamrahlíð 40, Vopnafirði, verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju. 13.00 Þórarinn Sigurgeirsson pípulagn- ingameistari, Árskógum 6, Reykja- vík, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju. 14.00 Ingólfur Jóhannsson, Iðu, Bisk- upstungum, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju. 15.00 Rúnar Gunnarsson, Kleppsvegi 106, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. PRESTUR Sjöfn Þór er einstæð móðir og hlakkar til að ala dóttur sína upp í fámenni landsbyggðarinnar. Þennan dag árið 1971 fundust þrír sovéskir geimfarar látnir í geimhylki geimfarsins Sojúz 11 eftir það sem virtist vera fullkom- in lending í Kasakstan. Georgi Dobrovolsky, Vladislav Volkoj og Viktor Patsajev sátu allir í sætum sínum um borð í geimfarinu og virtust ekki hafa hlotið neina lík- amlega áverka. Sovésk yfirvöld fyrirskipuðu strax að rannsókn yrði gerð á slysinu. Áhöfnin hafði dvalist í 24 daga í geimnum en það var lengsti tími sem nokkur hafði dvalið í þyngd- arleysi. Á sínum tíma var talið að það gæti hafa átt þátt í dauða geimfaranna. Þeir urðu einnig þeir fyrstu í heiminum til að dvelja í geimstöð og höfðu stundað rannsóknir og athuganir á geimstöðinni Saljút eitt. Síðar kom í ljós að dauði geim- faranna varð vegna of hás blóð- þrýstings sem hlaust af því að klefi þeirra afþrýsist. Ástæða þessa var sú að súrefni fór út um gat sem myndaðist þegar lend- ingarhylkið losnaði frá aðalfarinu. Í raun má segja að áhöfnin hefði aldrei átt að fara út í geim en hún var kölluð til þegar geimfari í aðaláhöfninni varð veikur. Slysið kom í kjölfar þó nokkurra slysa sem tengdust Sojúz- geimskutlum en tvö ár liðu áður en Sovétmenn sendu mannað geimfar út í geim. Geimfararnir þrír voru jarðaðir í Kreml við hlið Júrí Gagarín, fyrsta geimfarans, og voru útnefndir hetjur Sovétríkjanna. 30. JÚNÍ 1971 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1856 Napóleon prins, bróður- sonur Napóleons keisara Frakka, kemur til Reykja- víkur á herskipi. 1862 Eldgos hefst vestan Vatna- jökuls og stendur í rúm tvö ár. 1874 Skólapiltar úr Lærða skól- anum halda brennu á Mel- unum til þess að láta í ljós andúð sína á latneska stílnum. 1910 Fyrsta íslenska konan út- skrifast frá Menntaskólan- um í Reykjavík. 1968 Kristján Eldjárn er kjörinn forseti Íslands. 1974 Kvenlögregluþjónar taka í fyrsta sinn þátt í löggæslu. 1990 Kvennahlaup ÍSÍ haldið í fyrsta sinn. 1992 Margrét Thatcher tekur sæti í lávarðadeild breska þingsins. Undarlegur dau›i geimfara Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Fanney Halldórsdóttir frá Sviðningi, Skagabyggð, verður jarðsungin frá Hofskirkju, Skagabyggð, föstudaginn 1. júlí kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. Sonur minn og bróðir okkar, Rúnar Gunnarsson Kleppsvegi, 106 Reykjavík, lést 21. júní síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 30. júní kl. 15.00. Fyrir hönd systkina og annarra ættingja, Gunnar R. Pétursson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Guðný Guðmundsdóttir byrjaði snemma að passa börn eins og venj- an var á þeim tíma. Minnisstæðasta starfið tengdist þó ekki börnum. „Mest spennandi var þegar ég var í öðrum bekk í gagnfræðaskóla og hætti við að fara í vorferðina þar sem mér bauðst að spila með Sinfóníunni,“ segir Guðný, sem telur að hafa verið frekar óvenju- legt að standa frammi fyrir því að þurfa að velja milli skemmtiferðar með vinum sínum eða vinnu. Hún valdi að spila með hljóm- sveitinni og sér ekki eftir því. „Á þeim tíma vantaði mikið af fólki í hljómsveitina,“ segir Guðný, sem var komin langt í námi þrátt fyrir ungan aldur. Kennari henna,r sem var fyrrverandi konsertmeistari, treysti henni til að spila Schubert sinfóníuna. „Ég æfði mig alveg eins og brjálæðingur,“ segir Guðný, sem lagði nótt við dag til að standast væntingar. Guðný varð konsertmeistari Sinfóníunnar rúmum tíu árum síðar eftir strangt nám erlendis en var þó viðloðandi hljómsveitina allan tímann. Guðný fékk að sjálfsögðu borgað fyrir starf sitt þennan dag enda var þegar á þeim tíma búið að stofna stéttarfélag sem sá til þess að nemendur væru ekki notaðir í staðinn fyrir atvinnufólk til að spara pening. Guðný man ekki eftir því hvað hún gerði við hýruna. „Ætli maður hafi ekki farið í fatabúð daginn eftir út- borgun,“ segir hún og hlær. ■ FYRSTA STARFIÐ: GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR KONSERTMEISTARI Skemmtifer› e›a Schubert FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Konráð Gíslason frá Frostastöðum, Furulundi 4, Varmahlíð, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. júlí kl. 11.00 fyrir hádegi. Bálför fer fram síðar og jarðsett verður í Flugumýrarkirkjugarði. Helga Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og afabörn. JAR‹ARFARIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.