Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 40
Litfagrir púðar og lampar Þær Ólöf Kjaran og Unnur Knudsen eru listfengar mæðg- ur. Móðirin málar og dóttirin vinnur í textíl. Saman reka þær vinnustofu á Sólvallagötu 1. Kötturinn Grettir skýst inn um kjallaragluggann þar sem dún- mjúkir flauelspúðar og stólsetur freista því Unnur notar bómull- arflauel í sumt af sínum fram- leiðsluvörum. Nú er hún að byrja að undirbúa sýningu sem á að heita Veður og verður sett upp í Árbæjarsafni seinni partinn í júlí. Þar má meðal annars sjá Ísland í ýmsum veðrabrigðum og með mismunandi skýjafari. Einnig munu merkin sem við sjáum í veðurfregnum sjónvarps koma þar fyrir sjónir fólks í nýjum bún- ingi. En hvernig er þetta gert? „Þetta er silkirammaþrykk. Ég bý til form í ramma og handþrykki svo á efni. Nota litaþrykkaðferð sem opnar þræðina og þá sitja lit- irnir eftir en eru ekki utan á liggj- andi,“ lýsir Unnur og labbar með blaðamanni inn í vinnustofuna sína þar sem nýlitaðir bolir hanga á herðatrjám. Ólöf teiknar og málar með vatnslitum og er nýlega búin að taka þátt í stórri norrænni vatns- litasýningu Nordisk akvarel sem flakkaði um Danmörku. Unnur er líka með muni sína í handverks- húsinu í Kirsuberjatrénu en hefur rekið vinnustofuna með móður sinni í fimm ár og þær gera ýms- ar tilraunir saman sem skila sér í fögrum munum fyrir heimilið. 10 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR Fötin á vegginn Fataskápur fullur af fallegum og litríkum fötum er fáum til ánægju ef fötin fá aldrei að koma út úr skápnum. Og þeir eru sennilega ófáir fallegu kjólarnir sem sitja á herðatrénu árum saman án þess að það sé hreyft við þeim. Margar konur eiga sér eftirlætiskjóla sem þær eru samt sem áður hættar að nota en vilja halda í af tilfinningaleg- um ástæðum. Tilvalilð er þá að hengja kjólinn upp á vegg og nota hann sem skraut. Önnur góð hugmynd er að taka kjólinn og mynda hann á herðatré, jafnvel á veggfóðruðum vegg, prenta myndina svo út í réttri stærð og ramma hann inn. Hið sama er hægt að gera með aðrar flíkur, skó og skartgripi sem eru unun að horfa á og einfaldlega gera úr þeim listaverk sem lífga upp á svefnherbergið eða stofuna. Auk þess getur verið skemmtilegt að líma fallegar fatamyndir á vegginn í and- dyrinu þar sem yfirhafnir og skór staldra oftast við. Mæðgurnar Unnur Knudsen og Ólöf Kjaran búa til ýmsa hluti til að prýða heimili. Hér eru púðar Unnar í forgrunni og myndir Ólafar í bakgrunni. Hér hafa vatnslitamyndir eftir Ólöfu verið settar á sérstakan pappír og plastaðar og síðan verður til þetta fallega veggljós í barnaherbergi. Kötturinn Grettir kann vel að meta mýktina í stólsetunni sem skreytt er Íslandi í alls kyns veðrabrigðum. Púðarnir hennar Unnar eru úr fínu bómull- arflaueli með handþrykktu mynstri. Loftljós með myndum eftir Ólöfu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BLÓMÁLFURINN Vesturgötu 4 sími 562 2707 Íslandsmeistari í blómaskreytingum í i Brúðargjafir Litríkar og fallegar flíkur geta orðið að fallegum listaverkum sem prýða heimilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.