Fréttablaðið - 30.06.2005, Síða 40

Fréttablaðið - 30.06.2005, Síða 40
Litfagrir púðar og lampar Þær Ólöf Kjaran og Unnur Knudsen eru listfengar mæðg- ur. Móðirin málar og dóttirin vinnur í textíl. Saman reka þær vinnustofu á Sólvallagötu 1. Kötturinn Grettir skýst inn um kjallaragluggann þar sem dún- mjúkir flauelspúðar og stólsetur freista því Unnur notar bómull- arflauel í sumt af sínum fram- leiðsluvörum. Nú er hún að byrja að undirbúa sýningu sem á að heita Veður og verður sett upp í Árbæjarsafni seinni partinn í júlí. Þar má meðal annars sjá Ísland í ýmsum veðrabrigðum og með mismunandi skýjafari. Einnig munu merkin sem við sjáum í veðurfregnum sjónvarps koma þar fyrir sjónir fólks í nýjum bún- ingi. En hvernig er þetta gert? „Þetta er silkirammaþrykk. Ég bý til form í ramma og handþrykki svo á efni. Nota litaþrykkaðferð sem opnar þræðina og þá sitja lit- irnir eftir en eru ekki utan á liggj- andi,“ lýsir Unnur og labbar með blaðamanni inn í vinnustofuna sína þar sem nýlitaðir bolir hanga á herðatrjám. Ólöf teiknar og málar með vatnslitum og er nýlega búin að taka þátt í stórri norrænni vatns- litasýningu Nordisk akvarel sem flakkaði um Danmörku. Unnur er líka með muni sína í handverks- húsinu í Kirsuberjatrénu en hefur rekið vinnustofuna með móður sinni í fimm ár og þær gera ýms- ar tilraunir saman sem skila sér í fögrum munum fyrir heimilið. 10 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR Fötin á vegginn Fataskápur fullur af fallegum og litríkum fötum er fáum til ánægju ef fötin fá aldrei að koma út úr skápnum. Og þeir eru sennilega ófáir fallegu kjólarnir sem sitja á herðatrénu árum saman án þess að það sé hreyft við þeim. Margar konur eiga sér eftirlætiskjóla sem þær eru samt sem áður hættar að nota en vilja halda í af tilfinningaleg- um ástæðum. Tilvalilð er þá að hengja kjólinn upp á vegg og nota hann sem skraut. Önnur góð hugmynd er að taka kjólinn og mynda hann á herðatré, jafnvel á veggfóðruðum vegg, prenta myndina svo út í réttri stærð og ramma hann inn. Hið sama er hægt að gera með aðrar flíkur, skó og skartgripi sem eru unun að horfa á og einfaldlega gera úr þeim listaverk sem lífga upp á svefnherbergið eða stofuna. Auk þess getur verið skemmtilegt að líma fallegar fatamyndir á vegginn í and- dyrinu þar sem yfirhafnir og skór staldra oftast við. Mæðgurnar Unnur Knudsen og Ólöf Kjaran búa til ýmsa hluti til að prýða heimili. Hér eru púðar Unnar í forgrunni og myndir Ólafar í bakgrunni. Hér hafa vatnslitamyndir eftir Ólöfu verið settar á sérstakan pappír og plastaðar og síðan verður til þetta fallega veggljós í barnaherbergi. Kötturinn Grettir kann vel að meta mýktina í stólsetunni sem skreytt er Íslandi í alls kyns veðrabrigðum. Púðarnir hennar Unnar eru úr fínu bómull- arflaueli með handþrykktu mynstri. Loftljós með myndum eftir Ólöfu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BLÓMÁLFURINN Vesturgötu 4 sími 562 2707 Íslandsmeistari í blómaskreytingum í i Brúðargjafir Litríkar og fallegar flíkur geta orðið að fallegum listaverkum sem prýða heimilið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.