Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 30. júní 2005 19 Starfshópur gegn listaverkafölsunum: Opinberar a›ger›ir duga ekki LISTAVERK Ekki er hægt að beita op- inberum aðgerðum til að koma í veg fyrir listaverkafalsanir. Það er álit starfshóps sem skipaður var af menntamálaráðherra til að fjalla um fölsun listaverka og hvernig hægt er að bregðast við þeim vanda. Hins vegar telur starfshópurinn hægt að búa þannig um hnútana, með fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum, að erfitt verði að bjóða fölsuð verk til sölu á markaði. „Starfshópur- inn skilaði af sér greinargerð í gær og leggur í henni fram tillög- ur, meðal annars nokkuð veiga- miklar tillögur um lagabreyting- ar,“ segir Þorgerður Katrín Guð- mundsdóttir, menntamálaráð- herra. Í tillögum starfshópsins er gert ráð fyrir því að kaupendur geti gert kröfur um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem seljendur láta í té um verkin. Með hertum lagaskilyrðum og aukinni upplýs- ingagjöf, nái markaðurinn jafn- vægi og fölsuðum verkum verði ýtt út af honum. Jafnframt er talið nauðsynlegt að gerðar verði ráð- stafanir til að efla rannsóknir á ís- lenskri listasögu, enda verði það til þess að fækka fölsuðum mál- verkum í umferð. - íös Björgunarskipið Björg: Dró skútu til hafnar SJÓVÁ Björgunarskipið Björg á Rifi sótti um miðjan dag í fyrra- dag franska skútu sem flækt hafði netadræsu í skrúfu hjá sér. Að sögn Landsbjargar var veður gott og sóttist björgunin vel, en skútuna hafði rekið nokkuð nærri landi þegar að var komið. Tveir voru í áhöfn skútunnar sem er um sex metra löng. Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem björgunarsveitin á Rifi að- stoðar franska skútu. -óká LÖGREGLUFRÉTTIR A . J ac ob se ns B ok tr . A S, 3 95 0 B re vi k. Útsala 30%-50% TIMBERLAND SHOP Kringlunni – Sı́mi: 53 32 290 Breytingar á löggjöf: fieim hæfustu veitt landvist DANMÖRK Danska ríkisstjórnin íhugar að breyta innflytjendalög- gjöf sinni með það fyrir augum að laða til landsins fleiri vel menntaða útlendinga. Stjórnin ræðir hvort taka eigi upp punktakerfi til að meta þá út- lendinga sem vilja flytja til landins. Umsækjendur fengju punkta fyrir þætti á borð við menntun, tungu- málakunnáttu og atvinnumöguleika og nái þeir tilskildum punktafjölda fá þeir atvinnu- og dvalarleyfi. „Það er ljóst að við þurfum á fleiri hæfum starfskröftum að halda til þess að geta mætt aukinni samkeppni,“ sagði Bendt Bendtsen, atvinnumálaráðherra. ■ SAFNIÐ GLJÚFRASTEINN Á sjöunda þús- und manns hafa heimsótt safnið sem er tileinkað nóbelsskáldinu. Heimsóknir í Gljúfrastein: Mest Íslendingar SÖFN „Aðsóknin hefur verið nokk- uð góð frá því að safnið var opn- að,“ segir Guðný Dóra Gestsdótt- ir, forstöðumaður Gljúfrasteins, safns sem tileinkað er minningu nóbelsskáldsins Halldórs Lax- ness. „Síðan safnið var opnað 4. sept- ember í fyrra hafa á sjöunda þús- und gestir komið í heimsókn.“ Guðný segir að Íslendingar séu í miklum meirihluta gestanna, þótt erlendir gestir séu þó nokkr- ir. „Í vor hefði maður samt viljað sjá fleiri ferðmenn, en svipaða sögu segja allir sem eru í ferða- mannaþjónustu.“ ■ STÚLKUM BJARGAÐ ÚR SJÁLF- HELDU Fimm ungum stúlkum var í gær bjargað úr sjálfheldu í bröttum skriðum í Húsavíkur- fjalli. Björgunarsveit og lögregla voru send á staðinn og aðstoðuðu stúlkurnar við að komast klakk- laust niður af fjallinu. Stúlkurnar, sem eru um þrettán ára gamlar, voru í gönguferð en skriðurnar sem þær festust í eru býsna brattar og að sögn lögreglu mjög lausar í sér. MAÐUR DATT AF HJÓLI Maður á fimmtugsaldri slasaðist nokkuð þegar hann datt af hjóli á hafnar- svæðinu á Húsavík. Slysið átti sér stað fyrir utan veitingastað- inn Gamla Bauk stuttu eftir mið- nætti í gær. Maðurinn slasaðist nokkuð og var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri til frekari skoðunar. VERK EIGNAÐ KJARVAL Þetta er ein af þeim myndum sem styr stóð um í málverkafölsun- armálinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.