Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 64
Lögfræðingurinn Páll Skúlason hefur um 15 ára skeið gefið út blaðið Skjöld þar sem hann skrif- ar greinar um ýmis hugðarefni sín svo sem bókmenntir, sögu og þjóðlegan fróðleik en áður hafði hann gefið út blöð sem báru önnur nöfn. Í vikunni bættist við átta- hundruðasti áskrifandi Skjaldar og er Páll afar stoltur af því. „Hugmyndin hjá mér er að skrifa skemmtilegar fræðigreinar fyrir almenning því mörg rit sem gefin eru út hér er á landi eru ein- ungis ætluð fyrir fræðimenn en ég vil skrifa greinar sem allir geta skilið. Tilgangurinn er eiginlega tvíþættur, að halda til haga ýms- um fróðleik sem annars hefði fall- ið í gleymsku og eins að veita mönnum ákveðna skemmtun. Það er ástríðan og sköpunargáfan sem heldur mér gangandi í þessari út- gáfustarfsemi þó oft sé þetta erfitt fjárhagslega. Ef ég hef ein- hverja lífsskoðun þá byggist þessi lífsskoðun á menningararfi okkar Íslendinga. Ég er alinn upp við þennan menningarf sem er mér svo kær og ég held að ef við eyði- leggjum hann þá deyi eitthvað í þjóðinni,“ segir Páll og bætir því við að Skjöldur sé ætlaður öllu venjulegu fólki sem hefur áhuga á þessum menningararfi þjóðarinn- ar. „Þegar ég var bókavörður hjá Birni Sigúfssyni þá sagði hann við mig: Páll Skúlason, þú verður alltaf að skrifa þannig að öll al- þýða þjóðarinnar geti skilið þig, en svo fór ég að skrifa lögfræði og enginn gat skilið mig. Þá hugsaði ég með mér hvað ég gæti gert og þá datt mér hug að skrifa fagur- fræði til að fá léttari stíl og svo þegar var búinn að því þá fannst mér að ég yrði að fara að gefa út blað þar sem ég skrifaði greinar fyrir fólk með svipuð áhugamál og ég,“ segir Páll. „Mér finnst vanta þennan þjóð- lega kjarna í íslensk dagblöð í dag sem var í Lesbókinni og meira að segja í Þjóðviljanum gamla, þar voru geysilega góðir blaðamenn eins og Guðjón Friðriksson, og svo voru alltaf einhverjir karlar þarna eins og Flosi Ólafsson sem gerðu það að verkum að það var alltaf gaman að fletta Þjóðviljan- um,“ segir Páll og er ómyrkur máli í garð tíðarandans í samfé- laginu sem hann segir ganga út á svik og pretti því allir virðist vera að svíkja alla alltaf hreint. „Það á að byggja allt þjóðfélagið upp á heiðarleika, þú sérð það sjálfur að svo er því ekki farið um okkar samfélag í dag,“ segir Páll. „Hugsunin er mikilvægust, það má aldrei skrifa hugsunarlaust heldur þarf að hugsa allt í þaula áður en maður skrifar, stundum þarf maður að hugsa það sem maður vill segja í marga daga áður en það er skrifað. Að orða hugsun sína vel og skýrt það er það sem skiptir máli, það er göf- ugt,“ segir Páll. Páll hefur gaman að því að yrkja og kann mikið af vísum eft- ir aðra og sjálfan sig sem hann fer gjarnan með. Eftirfarandi vísu samdi hann á servíettu á bar í Kaupmannahöfn árið 1980, stuttu áður en hann trúlofaðist eigin- konu sinni Elísabetu Guttorms- dóttur. „Þegar núverandi konan mín heyrði vísuna sagði hún: Ort- ir þú þetta Palli minn, og svo kyssti hún mig á kinnina og við trúlofuðum okkur skömmu síðar,“ segir Páll. En hvað lífið er mér gott og allir hlutir. Glatt er nú í geði mínu geymdu mig í hjarta þínu. Þeir sem vilja gerast áskrif- endur að Skildi geta hringt í síma 5520868 og 5628542. 44 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… ...brúðusýningu Rúnu Gísla- dóttur á Bókasafni Seltjarnar- ness sem verður opin til 10 júlí. ...tónleikum Brasilíukvintetts Ife Tolentino og Óskars Guðjóns- sonar sem leikur í Iðnó á föstu- dagskvöld klukkan 21:30. ...tónleikum Megasar og Súkkat Megasukk á Grand Rokk á laug- ardagskvöldið klukkan 23:00. Síðustu tvær vikurnar hafa tvær íslenskar bæk- ur verið á þýska metsölulistanum yfir skáld- sögur í kiljuformi. Bók Arnaldar Indriðasonar, Bettý, fór beint í 15. sæti þýska metsölulistans og bók Viktors Arnar Ingólfssonar, Flateyjar- gáta, fór beint í 42. sætið. Metsölulistinn hefur nú verið uppfærður fyrir vikuna 8. júlí og og er bók Arnaldar komin í 7. sæti listans og bók Viktors í 27. „Þetta kemur mjög á óvart því ég veit ekki til þess að unnið hafi verið eitthvað sérstaklega mikið kynningarstarf í Þýskalandi og bókin kom bara út í síðustu viku,“ segir Viktor Arnar Ingólfsson höfundur Flateyjargátu. „Þetta er sá listi sem allir horfa á í kiljunum og þeir hjá Eddu segja mér að ekki hafi gerst áður að tvær íslenskar bækur hafi verið á sama tíma á svo stórum lista í jafn stóru landi og Þýska- landi,“ segir Viktor en þýska þýðingin á bók hans er sú fyrsta sem gefin hefur verið út eftir hann á erlendu tungumáli. Auk þessara tveggja bóka er bók Arnaldar Napóleónsskjölin í fimmtugasta sæti listans. Hægt er að skoða listann á netslóðinni http://harenberg.de.synkron.corpex-net.de/sw1300.asp. Öll þriðjudagskvöld í sumar eru tónleikar á Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og bera tón- leikarnir yfirskriftina Sumartónleikar í Sig- urjónssafni. Næstkomandi þriðjudagskvöld mun Tríó Trix, sem skipað er þeim Sigríði Bjarneyju Baldvinsdóttur fiðluleikara, Vig- dísi Másdóttur víóluleikara og Helgu Björgu Ágústsdóttur sellóleikara, leika verk eftir Ernö Dohnányi og Max Reger og hefjast tón- leikarnir klukkan 20:30. Dagskrá tónleikar- aðarinnar er hægt að nálgast á netsíðunni www.lso.is/tonl-i.htm. menning@frettabladid.is Íslenskar bækur á þýska metsölulistanum PÁLL SKÚLASON Lögfræðingurinn og ritstjórinn Páll Skúlason á skrifstofunni sinni í Grafarholtinu þar sem Skjöldur verður til. Páll hefur að undanförnu verið að safna ljóðum og kvæðum sem íslensk skáld hafa ort á dönsku og er það vegna hugdettu Haraldar heitins Blön- dal sem lést á síðasta ári. Stefnt er að því að úrval þessara ljóða komi út innan árs. „Að orða hugsun sína vel er það sem skiptir máli“ Páll Skúlason hefur síðastliðin 15 ár gefið út málgagn sitt Skjöld þar sem hann birtir ýmsan þjóðlegan fróðleik sem hann hefur áhyggjur af að sé að falla í gleymsku með árunum. Hann ætlar að halda útgáfustarfinu áfram meðan hann lifir. ! ■ ■ TÓNLEIKAR  21.30 Blúskompaní Magnúsar Ei- ríkssonar spilar Í Ketilshúsinu á Ak- ureyri á Heitum fimmtudegi.  22.00 Hljómsveitin Malus spilar á Pravda Bar fimmtudaginn 30. júní. Aðgangur ókeypis.  22.00 Hljómsveitin Deep Jimi and The Zep Cream leikur á Grandrokk. ■ ■ ÚTIVIST  20.00 Kvöldgöngur frá Kvosinni Útilistaverk - augljós og falin, sýnileg og illsýnileg útlistaverk í Kvosinni skoðuð. Lagt upp frá gamla Geysis- húsinu Aðalstræti 2, Vesturgötumegin. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 14-18 mánudaga - laugardaga 12-18 sunnudaga Lokað 2. og 3. júlí. KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14 VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON Þýsk þýðing á bók hans Flateyjargáta fór beint inn í 42. sæti þýska met- sölulistans yfir skáldsögur í kiljuformi í síðustu viku. Bók Arnaldar Indriðasonar fór einnig beint inn í 15. sæti sæti sama lista. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 27 28 29 30 1 2 3 Fimmtudagur JÚNÍ SKJÖLDUR Forsíða nýjasta tölublaðs Skjaldar sem er það 51. í röðinni en sex tölublöð koma út á ári. Myndin er eftir Harald Guðbergsson og er myndefnið tek- ið úr Þrymskviðu. Í tölublaðinu er meðal annars að finna viðtal Páls við Davíð Er- lingsson bónda og fræðimann á Ströndum sem heitir Um gys að fornu og nýju, auk umfjallana um Eddukvæði, legsteinana í Bræðratungukirkjugarði og brota úr endur- minningum Þuríðar Kvaran. Eftirfarandi textabrot er úr greininni Voru Eddukvæði ort til þess að líkna sjúk- um? eftir Pál Skúlason sem birtist í 51. Tölublaði Skjaldar: „En Jón Steffensen taldi að það hefðu ekki aðeins verið galdraþulur sem menn kváðu yfir sjúkum. Eddukvæðin mörg hver eru frásagnir, og sum þeirra all dramatísk, og vel til þess fallin að dreifa huganum þegar sársauki og sjúkdómar voru yfir- þyrmandi. Kvæðin hafa verið kveðin yfir sjúkum til þess að lina þjáningar þeirra og gegndu því svip- uðu hlutverki og deyfilyf eða svefnlyf.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.