Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 66
46 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR
Brynhildur Sigurðardóttir heim-
spekinemi nefndi tvær sumarlegar
og safaríkar uppskriftir sem sínar
uppáhalds. Hún segir þær passa
mjög vel saman þó þær standi
fyllilega undir sér hvor fyrir sig.
„Ég nota sjaldan uppskriftir þegar
ég elda og fer bara eftir innsæinu,
en vinur minn sem er listakokkur
eldaði þetta fyrir mig síðasta sum-
ar og þessar uppskriftir hafa verið
í uppáhaldi síðan. Núna elda ég
þetta alltaf þegar sólin skín,“ segir
Brynhildur og hlær.
Hún kann sitthvað fyrir sér í
eldamennsku, byrjaði að elda að-
eins tíu ára gömul og hefur komið
nálægt matargerð í sinni vinnu.
Henni finnst mikilvægast að eiga
gott salt, hvítlauk, lauk og vand-
aða ólífuolíu í matargerð. „Mér
finnst skemmtilegast að elda
grænmetisrétti og spila þá bara af
fingrum fram þó ég fái innblástur
af uppskriftum.“
HEILSTEIKT BLEIKJA
með límónu, graslauk og villisveppum
Bleikja
2 límónulauf
1 msk graslaukur
2 msk kantarellusveppir
2 dl hvítvín
1 dl rjómi
Skafið allt slím af fisknum og þerrið
vel. Stráið salti yfir fiskinn og látið
standa í 10-15 mín. Penslið hann
síðan með ólífuolíu og steikið í vel
heitu smjöri í 3-5 mín. á hvorri hlið,
allt eftir stærð fisksins. Saxið límónu-
laufin, graslaukinn og sveppina.
Sjóðið upp límónulaufið í þurru
hvítvíni og setjið því næst sveppina
útí og svo rjómann. Kryddið með
salti og pipar. Sjóðið niður uns
hæfilegri þykkt er náð. Stráið gras-
lauk út í að lokum og smyrjið síðan
blöndunni inn í fiskinn.
RÆKJUSÚPA SUMARSINS 2003
500 g rækjur
2 msk tómatpúrre
3 hrærðar eggjarauður
3 dl þeyttur rjómi
2 msk. koníak
1 dl þurrt hvítvín
1 tsk. karrý
salt og pipar eftir smekk
2 laukar
2 gulrætur
1/2 sellerírót
1 búnt steinselja
2 hvítlauksrif
1tsk. karrý
Skelflettið rækjurnar, hreinsið
skelina vel og kreistið ullabjakkið
úr hausnum undir kaldri vatns-
bunu. Brúnið laukinn, gulræturn-
ar, sellerírótina, steinseljuna og
hvítlaukinn í olíu eða smjöri og
bætið við einni teskeið af karríi –
allt á að vera gróft skorið. Þegar
grænmetið hefur brúnast vel,
hellið þá tveimur lítrum af köldu
vatni yfir og kryddið með salti og
pipar. Látið sjóða í 40 mín. Því
næst er allt saman sigtað í gegn-
um sigti sem fóðrað er með viska-
stykki eða bleiuklút. Hitið pottinn
og brennið tómatpúrrið í honum.
Hellið soðinu út í. Bætið við
hvítvíninu. Takið pottinn af hitan-
um og hrærið út í koníaki, eggjar-
auðu og rjóma. Saxið kóríander og
stráið út á diskinn þegar súpan er
borin fram. Ristið rækjurnar í
brúnuðu hvítlaukssmjöri á pönnu.
Látið nokkrar í hvern súpudisk.
TERRALIS: Eitt ódýrasta kassavínið
BRYNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR Hefur góða tilfinningu fyrir matargerð og segist elda mikið úr heilu korni og baunum.
Ofninn hitaður í 200°C. Gulræturnar skafnar
eða flysjaðar og toppurinn skorinn af.
Rauðlaukurinn flysjaður og skorinn í geira.
Olíu, sírópi, engifer, pipar og salti blandað
saman í eldföstu móti og gulrótunum og
lauknum velt upp úr leginum. Sett í ofninn,
appelsíninu hellt í mótið og bakað í 30-40
mínútur, eða þar til gulræturnar eru meyrar
(best að stinga í þær með hnífsoddi). Bætið
við meira appelsíni eða vatni eftir þörfum,
svo að gulræturnar brenni ekki. Þær eru
mjög góðar með alls konar steiktu og
grilluðu kjöti.
500 g gulrætur
1-2 rauðlaukar
2 msk. olía
2 tsk. hlynsíróp eða
sykur
1 tsk. engifer,
fínsaxaður
eða rifinn, nýmalaður
pipar
salt
200 ml
appelsínulímonaði
nokkrar greinar af
fersku timjani
(má sleppa)
Fleiri ljúffengar uppskriftir og fróðleikur á www.islenskt.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
G
RA
2
85
65
06
/2
00
5
gljáðar
gulrætur með
rauðlauk og engifer
Hvaða matar gætir þú síst verið án?
Morgunsjeiksins míns. Hann samanstendur af sojamjólk,
öllum ávöxtum og djús sem ég á og stundum bæti ég
hveitiklíði og hörfræjum við.
Fyrsta minningin um mat? Að hafa þurft að pína ofan
í mig karrýsósu og rúgbrauðssúpu. Ég er alin upp á heima-
vistarskóla þar sem faðir minn var skólastjóri og því
þurfti ég alltaf að sýna gott fodæmi og borða allt.
Besta máltíð sem þú hefur fengið?
Pekingöndin á Mayflower-veitingastaðnum í
London. Ég myndi fljúga út eingöngu fyrir hana
og koma aftur um kvöldið – ef einhver splæsti.
Er einhver matur sem þér finnst vondur?
Ég borða helst ekki svínakjöt nema bara
hamborgarhrygginn á jólunum.
Leyndarmál úr eldhússkápnum? Já, ristuð
sesamfræ. Ég get breytt vondum mat sem ég
elda, eins og baunaréttum, í prýðilega góðan með
því að setja þau út á.
Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta
þér líða betur? Ef ég er á leiðinni í djúpt
þunglyndi þá kaupi ég fjórar kókosbollur
og treð þeim í andlitið á mér. Svo líður
mér auðvitað enn verr á eftir.
Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Djús og
ávexti.
Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða rétt
myndir þú taka með þér? Á eyjunni væri
ekkert rafmagn til að gera morgunhrist-
inginn svo ég myndi bara reyna að
bjarga mér og finna ávexti og græn-
meti. Svo myndi ég ná mér í söl úr sjón-
um og örugglega lifa lengi á því.
Hvað er það skrítnasta sem þú hefur
borðað? Þegar ég var mjög ung
smakkaði ég snigla, froskalappir og
kanínur og fannst það stórskrítið. Nú í
seinni tíð er það undarlegasta samt
krókódílakjöt og strútur.
MATGÆÐINGURINN EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR LEIKKONA
Trivento er annar stærsti vínútflytjandi
frá Argentínu og hefur lengi verið mest
selda argentínska vínið í Vínbúðunum,
þar sem frábær gæði hafa ávallt mætt
mjög hagstæðu verði. Terralis, kassa-
vínið frá Trivento, er þar engin undan-
tekning. Vínið er blanda af tveimur
þrúgum sem reynast mjög vel í Argent-
ínu, shiraz og malbec. Shiraz er á þess-
um slóðum berjarík en frekar mild og
létt krydduð, malbec gefur góða fyllingu
og er eðalþrúgan þar í landi. Úr þessum
tegundum verður dökkt vín með miklu
af sólríkum ávöxtum og léttri stemmu.
Vegna þessa er þetta frábært vín með
mat, sérstaklega í útilegu þegar það er
sjálfkrafa aðeins kælt.
Ekki spillir fyrir að þetta ódýra vín er
á kynningarverði á sumardögum í Vín-
búðum og kostar því aðeins 2.930 kr.
Geri aðrir betur!
Kynningarverð á sumardögum
í Vínbúðum 2.930 kr.
Grillilmurinn, einn af helstu vorboðum Ís-
lands, syngur um góðan mat með góðum vin-
um. Þegar hópur fólks er samankominn
henta Sunrise-vín einstaklega vel, enda eitt
vinsælasta rauðvín á Íslandi og mest selda
flöskuvín landsins. Með kjötinu er Sunrise
Merlot gott val, enda leikur það sér vel við
íslenska lambið, en er einnig afbragð með
grís og kjúklingi. Ef fiskur verður á grill-
inu mun Sunrise Chardonnay ekki valda
vonbrigðum, enda hvítvín með góðri fyll-
ingu og í mjög góðu jafnvægi. Sunrise-vín-
in eru úr vínhúsinu Concha y Toro frá
Chile, sem var valið vínhús ársins í Nýja
heiminum árið 2004.
Verð í Vínbúðum 990 kr.
Píndi í sig karr‡sósu og rúgbrau›ssúpu
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
SUNRISE: Frá vínhúsi
ársins í Nýja heiminum
Brynhildur Sigur›ardóttir spilar af fingrum fram í matarger›.
Safaríkir sjávarréttir