Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 24
Í fyrrirnótt hélt George W. Bush, for-
seti Bandaríkjanna, ávarp í herstöð-
inni í Fort Bragg í N-Karólínu sem
sjónvarpað var um gjörvöll Banda-
ríkin. Í ræðunni fjallaði Bush um
stöðu og horfur í Írak. Silja Bára
Ómarsdóttir er stjórnmálafræðingur
og hefur kynnt sér bandarísk stjórn-
mál.
Hvernig fannst þér ræðan?
Mér fannst ekkert nýtt koma fram
þannig séð. Hann var bara að reyna
að verja sína stöðu og ákvarðanir.
Hann reyndi í rauninni að kynna
sem fegursta mynd af ástandinu í
Írak. Hann veit að meira en helm-
ingur Bandaríkjamanna telur að her-
inn eigi ekki að vera í Írak þannig
að þetta eru í rauninni björgunar-
aðgerðir.
Kom eitthvað á óvart í ræðunni?
Þetta var alveg eins og ég bjóst við.
Maður hefði samt kannski haldið að
hann myndi gefa sér einhvern
tímaramma í Írak, en í staðinn sagði
hann að tilbúnar tímasetningar væru
í rauninni ekki til neins.
Hvað má lesa úr ræðunni um
stöðu Bush?
Mér finnst að þetta sé nú þegar far-
ið að snúast um næstu kosningar.
Bush getur ekki boðið sig fram aftur
þannig að fólk er farið að velta því
fyrir sér hvað hann sé eiginlega að
gera þarna. Hann hefur í sjálfu sér
engu að tapa.
SILJA BÁRA ÓMARSDÓTTIR
stjórnmálafræðingur
Bjóst vi›
tímaramma
RÆÐA GEORGE W. BUSH
SPURT & SVARAÐ
24 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR
Strí›i› klætt í svarthvítan búning
FBL. GREINING: RÆÐA BUSH BANDARÍKJAFORSETA
fréttir og fró›leikur
2001
2002
2003
28
4
29
7
25
9
SVONA ERUM VIÐ
BORGARLEGAR HJÓNAVÍGSLUR
Heimild: Hagstofan
2000
20042
70 28
9
Ári eftir a› hernámsli›-
i› fær›i Írökum full-
veldi sitt á n‡jan leik
vir›ist líti› hafa flokast í
fri›arátt. fieir sem ré›-
ust inn í landi› á sínum
tíma eru í erfi›ri
klemmu: Mun ástandi› í
landinu lagast ef herli›-
i› ver›ur kalla› heim?
Ár er liðið síðan öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna samþykkti ályktun
sem kvað á um að Írakar hefðu
fengið fullveldi sitt á ný. Í ávarpi
sínu af því tilefni var George W.
Bush Bandaríkjaforseti glaður í
bragði. „Þetta er dagur vonar fyrir
Íraka og dagurinn sem hryðju-
verkamenn vonuðu að myndi aldrei
renna upp. Illvirki hafa ekki komið í
veg fyrir fullveldi Íraks og þeim
mun ekki takast að hindra að lýð-
ræði komist á í landinu.“
Ári síðar hefur heldur dregið úr
bjartsýninni. Þótt efnt hafi verið til
kosninga og ríkisstjórn mynduð þá
er í besta falli hægt að tala um að
lýðræðið sé í skjóli bandarískrar
herverndar – eins þversagnarkennt
og það hljómar. Donald Rumsfeld,
landvarnaráðherra Bandaríkjanna,
hefur viðurkennt að rúmur áratug-
ur gæti liðið þangað sigur ynnist á
uppreisnaröflunum í Írak og Bush
dró engan dul á í ræðu sinni í fyrr-
inótt hversu erfitt viðureignar
ástandið væri.
Í ræðu sinni ítrekaði Bush að
hvorki væru áform um að bæta við
bandarískt herlið í landinu né kalla
það heim. Um þetta eru skiptar
skoðanir, sumir telja að vera hers-
ins sé orsök ófriðarins, aðrir benda
á að fjandinn verði laus við ótíma-
bært brotthvarf hernámsliðsins.
Mannfallið er mikið
Enginn veit með vissu hversu marg-
ir hafa farist í átökum og tilræðum í
Írak síðan ráðist var inn í landið í
mars 2003. Í könnun Sameinuðu
þjóðanna frá í maí á þessu ári er því
haldið fram að um 24.000 Írakar
(bæði hermenn og borgarar) hafi
beðið bana. Breska rannsóknar-
verkefnið Iraq Body Count áætlar
að 22.500-25.500 borgarar hafi týnt
lífi síðan innrásin var gerð og í
fyrrahaust staðhæfði læknaritið
Lancet að í það minnsta 100.000
manns hefðu farist. Yfir 1.700
bandarískir hermenn liggja í valn-
um eftir átök síðustu tveggja ára og
frá því að ríkisstjórn Ibrahim al-
Jaafari tók við völdum í apríllok
hafa um 1.360 Írakar fallið. Því
bendir fátt til að uppreisnin sé „í
dauðateygjunum,“ eins og Dick
Cheney, varaforseti Bandaríkjanna
hélt fram á dögunum.
Erlendir vígamenn
Allstór hluti ofbeldisverkanna í
Írak er framinn af erlendum víga-
mönnum sem aðhyllast öfga-
kennda útgáfu af íslam og heyja
heilagt stríð gegn vestrænum
áhrifum í Mið-Austurlöndum. Al-
Kaída sellan í Írak sem Jórdaninn
Abu Musab al-Zarqawi stýrir er
besta dæmið um það. Í þeim tilvik-
um þar sem tekist hefur að bera
kennsl á sjálfsmorðssprengju-
menn eru þeir oftast af erlendum
uppruna, til dæmis frá Sýrlandi,
Jemen eða Sádi-Arabíu.
Það er gilt sjónarmið að segja
að brotthvarf bandarískra her-
manna frá Írak myndi að líkindum
draga úr hryðjuverkaárásum þess-
ara hópa og þannig leiða til frið-
sælla ástands. Á móti má færa fyr-
ir því rök að vígamennirnir muni
beina spjótum sínum að ríkis-
stjórninni eftir að herliðið er farið
– ekki síst þegar haft er í huga að
al-Kaída telur sjía, sem nú stýra
Írak, vera trúvillinga sem verði að
uppræta. Það gæti leitt til þess að
Írak yrði griðastaður öfgamanna
stjórnleysi að bráð, rétt eins og
Afganistan var á tímum talibana-
stjórnarinnar.
Vítahringur
Íraskir súnníar eru annar hópur
sem staðið hefur fyrir uppreisn
gegn hernámsliðinu og ríkisstjórn-
inni og á vissan hátt er andstaða
þeirra skiljanleg.
Í fyrsta lagi telja þeir sig hafa
verið setta til hliðar við stjórn
landsins. Þátttaka þeirra í kosning-
unum í janúar var afar léleg, til
dæmis vegna vantrúar á að þeir
fengju nokkur raunveruleg völd.
Þeir hafa líka verið fældir frá
stjórnmálaþátttöku, ýmist með hót-
unum eða ofbeldi. Þannig var laga-
prófessor úr röðum súnnía sem lýst
hafði áhuga á að taka þátt í yfir-
standandi stjórnarskrárgerð ráðinn
af dögum í síðustu viku.
Í öðru lagi er öryggisástandið
einna ótryggast í héruðum súnnía.
Bæir á borð við Haditha í Anbar-
héraði eru undir stjórn uppreisnar-
manna og þar eru átök daglegt
brauð. Sökum stöðugra átaka falla
margir óbreyttir borgarar fyrir
byssukúlum bandamanna á slíkum
svæðum sem aftur elur af sér meiri
ólgu og óánægju.
Í þriðja lagi má svo nefna hæga-
ganginn við uppbyggingu landsins.
Íbúar Bagdad þurfa að búa við raf-
magnsleysi fimmtán klukkustundir
á dag. Engin holræsi eru hjá 37 pró-
sentum þjóðarinnar. Drykkjarvatn
og eldsneyti er af skornum
skammti. Ríflega þriðjungur ungs
fólks er atvinnulaus. Rósturnar í
landinu eru aðalástæða þess hve
hægt gengur að koma þjóðlífinu í
betra horf og þar sem ólgan er mest
á svæðum súnnía er ástandið jafn-
framt verst þar. Því er um vítahring
að ræða, ómögulegt er að byggja
upp þjóðfélagið á meðan vargöld
ríkir en hún stafar meðal annars af
því hversu hægt gengur að byggja
upp.
Illskásti kosturinn
Hvað er þá til ráða? Kalla Banda-
ríkjaher heim frá Írak, bæta við lið-
ið eða hvorugt? Óvissan um hvað
gerist ef herliðið er kallað heim er
of mikil til að á það sé hættandi á
næstunni. Margir telja að Banda-
ríkjamenn eigi frekar að auka við
lið sitt í Írak en það verður að telj-
ast bæði óskynsamlegt og ólíklegt
þar sem það myndi hleypa enn
verra blóði í stóran hluta uppreisn-
arliðsins og falla í grýttan jarðveg í
Bandaríkjunum þar sem stuðning-
urinn við stríðsreksturinn er í sögu-
legu lágmarki.
Illskásti kosturinn virðist því að
halda í horfinu og reyna þess í stað
að byggja íraska herinn upp á mark-
vissan hátt þótt það muni taka lang-
an tíma. Sömuleiðis er mikilvægt að
styðja við stjórnmálauppbygginu í
landinu og fá súnníum þau völd og
áhrif sem þeim ber. Þessari áætlun
kvaðst Bush einmitt ætla að fylgja í
ávarpi sínu í fyrrinótt.
Jafnframt verður að efna til ein-
hvers konar samræðu við hluta upp-
reisnarmannanna, til dæmis súnn-
íana sem með réttu eru ósáttir við
sinn hag. Í gær var einmitt kynnt
stofnun pólitískra regnhlífarsam-
taka nokkurra íraskra uppreisnar-
hópa sem eykur vonir um að þeir
séu tilbúnir til að láta af ofbeldi og
semja á friðsamlegan og skynsam-
an hátt. Sé rétt haldið á spöðunum
má því eygja vonarglætu.■
ENN EITT FÓRNARLAMBIÐ Dhari Ali al-Fayadh, aldursforseti íraska þingsins var borinn til grafar í gær en hann var ráðinn af dögum á mánudaginn. Að líkindum hafa um 25.000
Írakar týnt lífi í átökum og árásum síðan ráðist var inn í landið í mars 2003.
Vítahringurinn í Írak
SVEINN GUÐMARSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTAVIÐTAL
FRIÐARHORFUR Í ÍRAK
Fátt nýtt kom fram í sjónvarpsávarpi George
W. Bush Bandaríkjaforseta í fyrrinótt. Hann
reyndi að stappa stálinu í þjóð sína með því
að höfða til tilfinninga hennar og var auð-
heyrt að andstaða almennings við stríðsrekst-
urinn í Írak var honum
ofarlega í huga.
Stríðið gegn hryðju-
verkum
Rauður þráður í ræðu
Bush var að Íraks-
stríðið væri sársauka-
fulllur en nauðsynleg-
ur liður í stríðinu gegn
hryðjuverkum. „Okkur er
í raun aðeins ein leið fær í
baráttunni og hún er að
taka á hryðjuverkamönn-
unum erlendis áður en þeir láta
til skarar skríða hérlendis.“
Bush persónugerði stríðið með
því að nefna Osama bin Laden
og Abu Musab al-Zarqawi á
nafn, sem er óvenjulegt.
Hann nefndi auk þess
árásirnar 11. septem-
ber alls fimm sinn-
um í þessu sam-
hengi og sló því
þannig á tilfinn-
ingastrengi í
brjósti þjóðar
sinnar.
Bandaríska ríks-
stjórnin hefur
lengi reynt að
spyrða Írak og al-
Kaída saman. Flestir stjórnmálaskýrendur
telja hins vegar að engin slík tengsl hafi verið
fyrir hendi á meðan Saddam Hussein var við
völd og uppgangur al-Kaída í Írak undir stjórn
al-Zarqawi sé frekar afleiðing af innrásinni en
orsök hennar.
Hverju skilar ræðan?
Ræðu Bush ber auðvitað að skoða í ljósi
þverrandi stuðnings heima fyrir við stríðs-
reksturinn í Írak. Hann veit að ef allt fer á
versta veg í Írak verður honum kennt um.
Alan Lichman, prófessor í sagnfræði við
American University í Washington, segir í
samtali við BBC að eflaust hafi forsetanum
tekist að telja kjarkinn í þjóðina – um sinn.
Um leið og gefur á bátinn og næsta mann-
skæða árás verður gerð mun ræðan verða
öllum gleymd.