Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 8
1Hvað heitir formaður kjördæmisráðsVinstri-grænna í Reykjavík?
2Hvar verður fyrsta kjarnasamrunaverheims reist?
3Hvað heitir framkvæmdastjórinn semStoke rak í fyrradag?
SVÖRIN ERU Á BLS. 58
VEISTU SVARIÐ?
8 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR0
Miklu munar á hvað kostar að gista á tjaldsvæðum landsins:
Frítt í Fjar›abygg› og á Patreksfir›i
TJALDGISTING Í nýrri könnun verð-
lagseftirlits ASÍ á tjaldsvæðum
kemur fram að gisting í tvær næt-
ur fyrir fjölskyldu með tvö börn,
12 og 15 ára, getur kostað allt að
4.800 krónur. Gjaldtaka var skoð-
uð á tæplega 60 stöðum og af þeim
var kostnaðurinn á 15 stöðum
4000 krónur eða hærri en einung-
is var frítt á eitt tjaldsvæði, á Pat-
reksfirði, en auk gistingar er þar
aðeins boðið upp á salerni. Í könn-
uninni var gerður samanburður á
verði fyrir gistingu á tjaldsvæð-
unum en ekki borin saman sú
þjónusta sem boðið er upp á.
Tjaldsvæðin í Fjarðabyggð
voru ekki tekin með í könnuninni
en þar er gisting, og öll þjónusta,
án endurgjalds. Jón Björn Hákon-
arson, upplýsingafulltrúi Fjarða-
byggðar, segir að á tjaldsvæðinu í
Neskaupstað séu salerni, sturtur,
þvottavél og þurrkari og í júlí
verði boðið upp á sama aðbúnað á
tjaldsvæðinu á Reyðarfirði. „Á
tjaldsvæðinu á Eskifirði eru nú
salerni og sturtur og við erum að
íhuga að setja þar upp þvottavél
og þurrkara í sumar. Gisting, og
allur aðbúnaður, er ókeypis á öll-
um þremur stöðunum,“ segir Jón
Björn.
-kk
Sjávarútvegsráðuneytið greiddi Félagi hrefnuveiðimanna 32 milljónir:
Styrktu hvalvei›imenn í banni
HVALVEIÐAR Sjávarútvegsráðu-
neytið veitti Félagi hrefnuveiði-
manna átta milljóna króna styrk
á ári frá árinu 1998 til ársins
2001 en hrefnuveiðar voru bann-
aðar á þessum árum. Samtals
námu styrkirnir 32 milljónum
sem félagið fékk frá ráðuneyt-
inu á þessum fjórum árum. Í
bókhaldi ráðuneytisins eru þess-
ar greiðslur skráðar sem styrk-
ur til hrefnuveiðimanna.
Árni Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra vildi ekki tjá sig
um málið í gær þegar hann var
spurður eftir því hvort hval-
veiðimenn væru á greiðslum
þegar á hvalveiðibanni stæði.
Einnig hefur ráðuneytið látið
rúmar tvær milljónir króna af
hendi rakna á sama tímabili til
norsku samtakanna High North
Alliance sem stofnuð voru til að
berjast gegn hvalveiðibanninu. Í
bókhaldinu eru þær greiðslur
skráðar sem greiðslur til mark-
aðs- og kynningarstarfs.
-jse
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
16
0
15
HAGKVÆMUR
KOSTUR
FYRIR
GOLFARA
GOLFKORT KB BANKA
Golfkort KB banka er fullgilt kreditkort
sem veitir kylfingum fjölmörg frí›indi
sem tengjast golfi og getur flannig spara›
fleim umtalsver›ar fjárhæ›ir. Allir geta
sótt um Golfkort, hvort sem fleir eru í
vi›skiptum vi› KB banka e›a ekki, á
golfkort.is, í síma 444 7000 e›a næsta
útibúi KB banka.
TJALDSVÆÐIÐ Á ESKIFIRÐI Upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar segir að þrátt fyrir kalt veður í
júní hafi aðsókn á tjaldsvæðin í Fjarðabyggð verið meiri í ár en í meðalári.
HVALVEIÐAR Hvalveiðimenn eru hér að störfum. Ekki fengust svör hjá sjávarútvegsráð-
herra um það hvers vegna Félag hrefnuveiðimanna fékk átta milljónir á þeim árum þegar
enga hrefnu mátti veiða.
BANDARÍKIN, AP Frelsisturninn sem
rísa á í stað Tvíburaturnanna
sem hrundu til grunna í New
York 11. september 2001 hefur
tekið miklum breytingum frá því
sem upphaflega var lagt upp
með. Þar sem fyrstu hugmyndir
þóttu ekki uppfylla kröfur sem
gerðar voru til öryggis var hann
hannaður upp á nýtt og á að vera
sterkbyggðasti og öruggasti
skýjakljúfur í heimi.
Búið er að birta nýjar teikn-
ingar af skýjakljúfnum sem virð-
ist nú loksins vera að rísa, horn-
steinn hans var lagður á þjóðhá-
tíðardag Bandaríkjanna í fyrra.
Frelsisturninn rís frá grunni
sem þakinn verður glansandi
málmklæðningu. Klæðningin er
ekki síður valin fyrir sakir ör-
yggis en fegurðar, þar sem gert
er ráð fyrir því að hún veiti góða
vörn gegn bílasprengjum og öðr-
um sprengjum. Efsti hluti turns-
ins verður aftur á móti spírallaga
og upplýstur.
„Á dulinn en mikilvægan hátt
er þessi bygging minnisvarði
þeirra sem við misstum,“ sagði
aðalarkitektinn David Childs.
Stefnt er að því að taka turn-
inn í notkun árið 2010. ■
Frelsisturninn á að koma í stað Tvíburaturnanna:
Sterkbygg›asti og örugg-
asti sk‡jakljúfur í heimi
MANHATTAN FRAMTÍÐARINNAR Þessi tölvugerða teikning sýnir nýja Frelsisturninn eins og hann kemur til með að líta út árið 2010.