Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 34
Á tískuvikunni í Mílanó í vik-
unni sýndu hönnuðir karla-
tískuna fyrir vor og sumar á
næsta ári, sem er ekki ósvip-
uð tískunni núna. Strákarnir
hafa því heppnina með sér og
þurfa ekki að endurnýja
fataskápinn að ári.
Það heitasta í vor- og sumartísk-
unni fyrir karlmenn á næsta ári
var sýnt með glæsibrag á tísku-
vikunni í Mílanó, sem hófst á
sunnudaginn og lýkur í dag.
Ítalía er mekka tískuiðnað-
arins í Evrópu eins og flestum
ætti að vera kunnugt og Mílanó
rótgróin borg á tískukortinu.
Þar af leiðandi urðu tísku-
unnendur ekki fyrir vonbrigð-
um með vikuna þar sem allir
heitustu hönnuðir heims
sýndu nýjustu afurðir sínar
með stæl.
Lítil breyting er á tískunni
næsta vor og sumar. Strákarnir
eru almennt töffarar. Töffarar
sem eru óhræddir við að láta sjá
sig í flottum litum, bolum með
v-hálsmáli, kvartbuxum og með
eyrnalokk í báðum eyrum. Leður-
jakkar, mokkasínur, rifnar galla-
buxur og stór sólgleraugu eru
eitthvað sem strákarnir mega
ekki klikka á næsta sumar – rétt
eins og núna í sumar. Litir eru líka
áberandi, þó jarðlitirnir séu ríkj-
andi, og steig Gianni Versace
skrefið til fulls á tískuvikunni
með línu af flottum Hawaii-skyrt-
um í anda Dr. Gunna, sem er
greinilega á undan sinni samtíð.
Dolce & Gabbana brugðust ekki
tískugúrúum og sýndu enn eina
gallalausu línuna þrátt fyrir opin-
beran skilnað fyrr á árinu. Sam-
starfið gengur greinilega vel og
jafnvel betur en fyrir hjónaskiln-
aðinn.
Niðurstaðan er því sú að strák-
arnir eiga alls ekki að henda tísku-
fötunum eftir sumarið þó þau
gangi ekki í vetur – fötin bíða bara
til næsta sumars.
lilja@frettabladid.is
Alexander McQueen sparaði ekki sviðs-
myndina en tískusýningin hans var
sumarleg og töff.
Óformlegur
klæðnaður
frá Miharaya-
suhiro.
Bronsskórnir
setja punkt-
inn yfir i-ið.
4 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR
ÚTSALAN Í FULLUM GANGI FRÁBÆR VERÐ !
LAUGAVEGI 72 • S: 551 1100
ÚTSALA
30-50% afsláttur
af öllum vörum
Gildir til og með 8. júlí
Útsalan er hafin
Sumartískan fer í hring
Flottir í Hawaii-skyrtum! Strákarnir hans
Gianni Versace voru vel olíubornir.
Styttan Davíð eftir Michelangelo var í aðalhlutverki á bolunum frá Rocco Barocco.
Strákarnir hennar Vivienne Westwood klæð-
ast pilsum næsta vor og sumar.
Domenico Dolce og
Stefano Gabbana
klikka ekki frekar en
fyrri daginn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P