Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 35
Stelpurnar sem reka Verksmiðjuna eru greini- lega á sumarsandölunum því litirnir eru eins sumarlegir og sætir og frekast má vera. Það má eiginlega glitta í allt litrófið en það sem stendur upp úr er sennilega heitasti litur sumarsins, appelsínugulur, en svo er gult og grænt líka áberandi. Rósa Helgadóttir, ein af Verksmiðju- konunum, hefur tekið ástfóstri við skæru sumarlitina og teflir þeim saman við blúndur í sinni sumarlínu. Blúndurnar notar Rósa til þess að þrykkja skærlitu munstri á bómull- arboli, bæði stutterma og síðerma og svo hefur hún þróað aðferð við að gúmmíþrykkja blúndu sem stífir hana upp svo úr henni verður armband. Þó stutt sé liðið á sumarið eru bolirnir og armböndin að seljast upp en von er á nýju upplagi í byrjun næsta mánaðar. Bolirnir kosta 4.700 kr og armböndin kr. 2.500. Saumagallerí JBJ, í eigu Jónu Bjargar Jóns- dóttir, flutti nýlega af Laugaveginum í lítið snoturt húsnæði í Kópavoginum. Sauma- galleríið sem hefur síðastliðin átján ár sér- hæft sig í framleiðslu á barnafatnaði, hefur nú víkkað sjóndeildarhringinn. Komin er í framleiðslu ný dömulína sem í grunninn samanstendur af kjólum, toppum og sjölum úr silki og ástralskri merinóull. Nýja dömu- línan hefur fengið nafnið jbj design og þær Jóna Björg og dóttir hennar Guðrún Ragna sjá um hönnina á flíkunum. Flíkurn- ar eru mjög léttar, til dæmis eru topparnir einungis um 90- 100 grömm og þar af leið- andi eru þeir afar þægilegir, engar tvær flíkur eru eins, hönn- unin er mjög skemmti- leg og möguleikarnir óteljandi. Jbj design er að byrja að fóta sig og ýmislegt er í far- vatninu, nýjar vörur bætast við daglega og einnig er á stefnu- skránni hjá þeim mæðgum að hefja fljótlega hönnun og fram- leiðslu á brúðar- og skírnarkjólum. 5FIMMTUDAGUR 30. júní 2005 Léttir toppar og sjöl úr silki Jóna Björg Jónsdóttir, sem rekur Saumagallerí JBJ, hefur hannað nýja dömulínu ásamt dóttur sinni. Litríkar blúndur Í Verksmiðjunni á Skólavörðustígnum er ótrúlega litríkt vöru- úrval þessa dagana. Toppar kr. 17.900 Kjóll kr. 29.000 Bleikur toppur kr. 15.900 Sjal kr. 7.900 Jóna Björg hefur flutt starfsemina í Kópavoginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.