Fréttablaðið - 30.06.2005, Page 35

Fréttablaðið - 30.06.2005, Page 35
Stelpurnar sem reka Verksmiðjuna eru greini- lega á sumarsandölunum því litirnir eru eins sumarlegir og sætir og frekast má vera. Það má eiginlega glitta í allt litrófið en það sem stendur upp úr er sennilega heitasti litur sumarsins, appelsínugulur, en svo er gult og grænt líka áberandi. Rósa Helgadóttir, ein af Verksmiðju- konunum, hefur tekið ástfóstri við skæru sumarlitina og teflir þeim saman við blúndur í sinni sumarlínu. Blúndurnar notar Rósa til þess að þrykkja skærlitu munstri á bómull- arboli, bæði stutterma og síðerma og svo hefur hún þróað aðferð við að gúmmíþrykkja blúndu sem stífir hana upp svo úr henni verður armband. Þó stutt sé liðið á sumarið eru bolirnir og armböndin að seljast upp en von er á nýju upplagi í byrjun næsta mánaðar. Bolirnir kosta 4.700 kr og armböndin kr. 2.500. Saumagallerí JBJ, í eigu Jónu Bjargar Jóns- dóttir, flutti nýlega af Laugaveginum í lítið snoturt húsnæði í Kópavoginum. Sauma- galleríið sem hefur síðastliðin átján ár sér- hæft sig í framleiðslu á barnafatnaði, hefur nú víkkað sjóndeildarhringinn. Komin er í framleiðslu ný dömulína sem í grunninn samanstendur af kjólum, toppum og sjölum úr silki og ástralskri merinóull. Nýja dömu- línan hefur fengið nafnið jbj design og þær Jóna Björg og dóttir hennar Guðrún Ragna sjá um hönnina á flíkunum. Flíkurn- ar eru mjög léttar, til dæmis eru topparnir einungis um 90- 100 grömm og þar af leið- andi eru þeir afar þægilegir, engar tvær flíkur eru eins, hönn- unin er mjög skemmti- leg og möguleikarnir óteljandi. Jbj design er að byrja að fóta sig og ýmislegt er í far- vatninu, nýjar vörur bætast við daglega og einnig er á stefnu- skránni hjá þeim mæðgum að hefja fljótlega hönnun og fram- leiðslu á brúðar- og skírnarkjólum. 5FIMMTUDAGUR 30. júní 2005 Léttir toppar og sjöl úr silki Jóna Björg Jónsdóttir, sem rekur Saumagallerí JBJ, hefur hannað nýja dömulínu ásamt dóttur sinni. Litríkar blúndur Í Verksmiðjunni á Skólavörðustígnum er ótrúlega litríkt vöru- úrval þessa dagana. Toppar kr. 17.900 Kjóll kr. 29.000 Bleikur toppur kr. 15.900 Sjal kr. 7.900 Jóna Björg hefur flutt starfsemina í Kópavoginn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.