Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 67
Turning Leaf-vínin frá Gallo hafa
verið vinsæl hérlendis, enda fjöl-
breytt og á hagstæðu verði. Ný-
verið var útliti vínlínunnar breytt
eilítið og vínin jafnframt lækkuð í
verði í Vínbúðum. Eitt vínana,
Turning Leaf Zinfandel, er auk
þess á sérstöku kynningarverði á
sumardögum í Vínbúðum.
Gallo er öflugasta vínfyrirtæki
í veröldinni og hefur unnið til
fjölda verðlauna á liðnum árum.
Til dæmis hefur Gallo unnið titil-
inn besti vínframleiðandinn 3 ár í
röð á VinItaly-vínsýningunni í
Verona á Ítalíu.
Gallo var stofnað í Kaliforníu
af bræðrum af ítölskum uppruna,
Ernest og Julio að nafni, og varð á
nokkrum áratugum að öflugasta
vínfyrirtæki veraldar. Enn í dag
er Gallo rekið sem fjölskyldufyr-
irtæki. Gallo hefur verið í
stöðugri þróun og á síðustu
árum hefur verið lögð gíf-
urleg vinna og fjármagn
í að gera fyrirtækið að
tákni gæðaframleiðslu.
Ekki síst hefur sú
fjárfesting átt sér
stað í Sonoma-daln-
um, þar sem ekkert
hefur verið sparað
til að vín Gallo
skipi sér í
fremstu röð.
Turning Leaf Zinfandel:
Zinfandel er án efa þekkt-
asta afurðin í Turning Leaf-
línunni hérlendis, þéttur
ávöxtur og mikil kryddflóra,
svartur pipar, súkkulaði og
kaffi einkenna oft stærstu
zinfandel-vínin. Er af-
bragð með lambi og er
eitt af fáum vínum
sem ráða við reykt
kjöt, er til að mynda
mjög gott með svína-
kjöti.
Kynningarverð á sumardög-
um í Vínbúðum 1.090 kr.
Turning Leaf Chardonnay:
Suðrænir ávextir í bland
við nýja mjúka eikartóna.
Fellur vel að flestum fiski,
þá sér í lagi feitara fisk-
meti, til dæmis reyktum
og gröfnum laxi. Einnig
ljósum kjötréttum á borð
við kalkún og kjúkling, sem
og svínakjöti.
Verð í Vínbúðum 1.190 kr.
Turning Leaf Caber-
net Sauvignon:
Vín unnin úr caber-
net sauvignon eru
þegar best lætur
kraftmikil og öflug,
sólber og skógarber
í bland við nýja
mjúka eik, og það
einkennir þetta ein-
falda en vel samstillta
vín. Fellur vel að flestu
kjötmeti, svo sem
lambi, grís, kalkún og
nauti.
Verð í Vínbúðum 1.190 kr.
FIMMTUDAGUR 30. júní 2005 47
Hvernig er stemning-
in? Það er alþjóðleg
stemning inni á Cafe
Oliver sem er allt í
senn; veitinga- og
kaffihús, skemmtistaður og bar.
Mjög fallegar innréttingar eru á
staðnum sem allar eru glænýjar.
Ekki skemmir svo fyrir að frábær
útiaðstaða er á annarri hæð staðar-
ins og hefur fólk haft á orði að það
sé eins og að vera staddur í útlönd-
um að vera þar. Um helgar er spil-
uð lifandi jazz- og fönktónlist.
Matseðillinn: Matseðillinn er
metnaðarfullur og veitingarnar á
mjög góðu verði. Á morgnana, frá
átta til hálftólf, er boðið upp á
heilsusamlegan árdegisverð með
öllu tilheyrandi. Svo er skipt yfir í
hádegismatseðil með léttum rétt-
um. Frá sex á kvöldin gildir svo
kvöldmatseðillinn og þá er boðið
upp á forrétti, aðalrétti og eftirrétti.
Þrátt fyrir að vera með því sniði á
kvöldin er fólki alltaf velkomið að
setjast inn og fá sér drykk.
Vinsælast: Annars vegar er það
smjörsteiktur skötuselur með
beikoni, kartöfluteningum,
strengjabaunum og
beikonsoðsósu. Hins vegar er svo
Mesquite reyk chili nauta rib eye
með stir-fry grænmeti, bernaissósu
og frönskum afar vinsælt. Í eftirrétt
er svo meðal annars boðið upp á
frábæra súkkulaðiköku sem er
bökuð á staðnum.
Réttur dagsins: Á hverjum degi er
boðið upp á rétti dagsins og fylgir
súpa með þeim í hádeginu. Um
helgar er svo þriggja rétta helgar-
matseðill til viðbótar við þann mat-
seðil sem fyrir er.
Árla morg-
uns fram á
rau›a nótt
VEITINGASTAÐURINN
CAFE OLIVER LAUGAVEGI
20a, 101 REYKJAVÍK
CAFE OLIVER Staðurinn hefur náð
gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma,
en hann var opnaður í maí á þessu ári.
TURNING LEAF: Fjölbreytt vín á lækkuðu verði