Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 30. júní 2005
Kevin Phillips, framherji Sout-hampton, er nú sagður á leiðinni
til enska úrvals-
deildarfélagsins
Aston Villa.
Phillips, sem
hefur ekki náð
sér á strik hjá
Southampton,
lék áður með
Sunderland og
var þar mikill
markahrókur.
Harry Redknapp vill ólmur halda
Phillips en ekki er talið líklegt að
það gangi eftir. Phillips er einn af
launahæstu leikmönnum Sout-
hampton, þrátt fyrir að hafa lækkað
mikið í launum þegar hann fór frá
Sunderland til Southampton á sín-
um tíma.
Mamadou Niang, leikmaðurStrazbourg, er nú undir smásjá
West Ham United, sem þurfa að
styrkja sig mikið fyrir komandi átök í
úrvalsdeildinni á
næsta ári. Alan
Pardew, knatt-
spyrnustjóri West
Ham, verður að
styrkja framlín-
una hjá sér, þar
sem erfitt getur
verið að reiða sig
á markskorun
hins þrjátíu og
níu ára gamla Teddy Sheringham.
Stjórn West Ham, sem fyrir nokkrum
árum seldi marga af bestu ungu
leikmönnunum sínum, hefur ekki
gengið sem skildi á leikmannamark-
aðnum í sumar og þarf nauðsynlega
á liðsstyrk að halda.
Kieron Dyer, leikmaðurNewcastle United og enska
landsliðsins, mun fljótlega skrifa
undir nýjan samning við félagið.
Graeme Sou-
ness, knatt-
spyrnustjóri
Newcastle, sagð-
ist fullviss um að
félagið næði
saman við hann.
„Dyer hefur stað-
ið sig vel síðan
ég kom hingað.
Hann er góður
leikmaður sem við getum vonandi
haft hjá okkur lengi.“ Dyer lenti í
slagsmálum við Lee Bowyer, félaga
sinn hjá Newcastle í fyrra og hefur
síðan ekki verið vinsæll hjá stuðn-
ingsmönnum félagsins.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóriMancheser United, leggur nú
mikla áherslu á að Cristiano Ron-
aldo, Portúgalinn snjalli, verði áfram
hjá félaginu en illa hefur gengið að
fá guttann til þess að skrifa undir
nýjan samning við félagið. „Hann
mun skrifa undir.
Við getum ekki
látið svona hæfi-
leikaríkan dreng
fara frá okkur.
Hann á þrjú ár
eftir af samningi
sínum og það er
ekkert sem mun
standa í vegi fyrir
því að hann end-
urnýji hann.“ Ferguson sér Ronaldo
fyrir sér sem lykilmann hjá
Manchester United næstu árin,
ásamt enska landsliðsmanninum
Wayne Rooney en Sir Alex telur þá
geta leitt lið næstu kynslóðar hjá
Man. Utd.
Boudewijn Zenden, leikmaðurMiddlebrough, er á leiðinni til
Liverpool. Rafael Benitez, knatt-
spyrnustjóri
Liverpool, leitar
nú að leikmönn-
um sem hafa
reynslu að því að
spila í úrvalsdeild
og hafa að auki
náð góðum ár-
angri í Evrópu-
keppni. Zenden,
sem leikið hefur
með stórliðum eins og Barcelona,
PSV og Chelsea, spilaði vel á síðasta
tímabili en hann lék þá inni á miðri
miðjunni ásamt landa sínum frá
Hollandi, George Boateng. Mörg
félög hafa borið víurnar í Zenden
eftir tímabilið enda lék
Hollendingurinn hreint frábærlega
og vilja margir meina að hann hafi
aldrei verið betri en síðasta vetur en
síðustu tímabil þar á undan voru
slök hjá kubbaða vængmanninum.
ÚR SPORTINU
Julio Arca, bakvörður Sunderland, hefur trú á liðinu:
Sunderland fellur ekki
FÓTBOLTI Forráðamenn Sunder-
land, sem komst upp í ensku úr-
valsdeildina eftir að hafa endað í
efsta sæti í fyrstu deildinni, reyna
nú hvað þeir geta til þess að
styrkja leikmannahóp sinn fyrir
keppnistímabilið sem hefst í
haust.
Julio Arca, Argentínumaður-
inn snjalli hjá Sunderland, er viss
um að liðið hafi alla burði til þess
að halda sér uppi í deildinni.
„Sunderland er með fínt lið sem á
eftir að verða ennþá betra með til-
komu nýrra leikmanna. Ég hef
leikið með Sunderland í úrvals-
deildinni og veit því vel við hverju
er að búast. Við erum kannski
ekki með lið sem verður í toppbar-
áttunni, en mér finnst eðlilegt að
stefna á það að vera um miðja
deild.“ - mh
JULIO ARCA Argentíski vinstri bakvörðurinn
spilaði stórt hlutverk þegar Sunderland
tókst að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni.