Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 2
2 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR
Hvorki íslenska né þýska fjármálaeftirlitið tjáir sig um mál Hauck & Aufhäuser:
fi‡ski bankinn svarar engu
VIÐSKIPTI „Við höfum það sem
reglu að tjá okkur ekki um mál
af þessu tagi,“ segir Páll Gunnar
Pálsson, forstjóri Fjármálaeftir-
litsins, um það hvort málefni
þýska bankans Hauck &
Aufhäuser séu til athugunar hjá
Fjármálaeftirlitinu. Umræða
hefur að undanförnu staðið um
það hvort þýski bankinn hafi
verið raunverulegur eigandi
bréfanna í Búnaðarbankanum
sem það keypti í byrjun árs
2003.
Þýski bankinn sendi frá sér
fréttatilkynningu á mánudag þar
sem engu var svarað um hvort
bankinn hafi verið raunveruleg-
ur eigandi bréfanna í Búnaðar-
bankanum. Þar kom fram að
bankinn hefði fært bréfin í eigið
bókhald en í íslenskri þýðingu
var þess getið að bréfin væru
færð í ársreikning. Ekkert er
hins vegar að finna um eignar-
haldið í ársreikningi hvorki fyr-
ir árið 2003 né 2004.
Hjá þýska fjármálaeftirlitinu
fengust sömu upplýsingar og
hjá því íslenska, að ekki væri
heimilt að tjá sig um hvort mál-
efni einstakra banka væru til
meðferðar hjá því. Þá svöruðu
forsvarsmenn þýska bankans
ekki skilaboðum Fréttablaðsins
í gær. -hb
Landsbankinn hafnar bótakröfu Lífeyrissjóðs bankamanna:
Segja ábyrg›ina vera ríkisins
LÍFEYRISMÁL Stjórnendur Lands-
bankans telja bankann enga
ábyrgð bera á hækkun lífeyris-
skuldbindinga Lífeyrissjóðs
bankamanna vegna launahækk-
ana eftir einkavæðingu bankans.
Eðlilegt sé að krafan um bak-
ábyrgð beinist að ríkinu en ekki
Landsbankanum.
Í yfirlýsingu bankans segir að
samið hafi verið um fullnaðarupp-
gjör Landsbankans við sjóðinn
árið 1997, áður en Landsbankinn
var einkavæddur. Þegar gengið
hafi verið frá þessu samkomulagi
hafi bakábyrgð bankans á skuld-
bindingum lífeyrissjóðsins fallið
niður og Lífeyrissjóður banka-
manna eigi ekki lengur lögvarða
kröfu á hendur Landsbankanum.
„Ástæður þess að eigur Lífeyr-
issjóðs bankamanna nú nægja
ekki að fullu fyrir metnum skuld-
bindingum sjóðsins eru meðal
annars þær að laun hafa hækkað
og kaupmáttur aukist meira en
forsendur sjóðsins gerðu ráð fyr-
ir,“ segir í yfirlýsingunni. „Þá hef-
ur sú ánægjulega þróun átt sér
stað að lífaldur fólks fer hækk-
andi og fólk kýs að hætta vinnu
fyrr og þar með verða lífeyrisár
sjóðfélaga fleiri en áður var
reiknað með. Þessar ástæður eru
almennar og eiga við fleiri lífeyr-
issjóði.“ ■
Fengu tíu milljónir
króna í eingrei›slu
VIÐSKIPTI Eigendur stofnfjár í
Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem
hafa samþykkt að selja bréf sín
að fengnu samþykki stjórnar,
hafa fengið 10 milljón króna ein-
greiðslu samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins. Talið er að um 30
stofnfjáreigendur hafi fallist á að
selja bréf sín, þar á meðal nokkr-
ir sem kusu ekki núverandi
stjórn á síðasta aðalfundi.
Stjórn Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar fundaði í gær í fyrsta
skipti eftir að fréttist að sala
stofnfjárhluta væri hafin. Ekki
er vitað til þess að hún hafi af-
greitt framsöl á stofnfjárhlutum
en engar slíkar óskir lágu fyrir á
þriðjudaginn.
Fyrir fundinum lá beiðni frá
fimm stofnfjáreigendum undir
forystu Helga Vilhjálmssonar í
Góu um að stjórnin kalli saman
fund stofnfjáreigenda og skýri
frá gangi mála varðandi sölu á
stofnfjárhlutum.
Páll Pálsson, stjórnarformað-
ur SPH, vildi ekkert tjá sig um
efni fundarins.
Þótt margir stofnfjáraðilar
hafi sett sig upp á móti kaupun-
um er sennilega hægt að komast
yfir sjóðinn annars vegar með
því að einn og sami kaupandinn
eignist nær alla stofnfjárhluti, og
nái þar með um 95 prósenta eign-
arhlut, eða, sem teljast verður
líklegra, að nokkrir aðilar kaupi
stofnféð undir merkjum eignar-
haldsfélaga sem hvert um sig á
um fimm prósent. Sú leið hefur
gefist vel innan SPRON.
Til þess þurfa 32 stofnfjáreig-
endur að selja bréf sín þannig að
stór meirihluti hafi myndast sem
geti breytt samþykktum sjóðsins.
Væntanlega þarf þó fleiri til þess
að tryggja endanlega yfirtöku.
Ekki er þó útilokað að Fjár-
málaeftirlitið myndi skoða gaum-
gæfilega hvort tengsl eigenda
þessara félaga væru það mikil að
þeir teldust einn og sami aðilinn
og hefðu því aðeins fimm pró-
senta atkvæðishlut.
Deilurnar sem stóðu um yfir-
ráð á Sparisjóði Skagafjarðar á
dögunum sýndu að yfirtaka á
sparisjóði er nánast ómöguleg ef
hópur stofnfjáreigenda setur sig
upp á móti áformum meirihluta
og óskar eftir rannsókn Fjár-
málaeftirlitsins.
Í gær rann út sá frestur sem
stofnfjáreigendur hafa til þess að
skila inn svörum til Fjármálaeft-
irlitsins varðandi hugsanleg
framsöl á stofnfjárhlutum.
Lögmenn munu hafa ráðlagt
stofnfjáreigendum að svara bréf-
inu.
Línur gætu því skýrst mjög
fljótlega um það hver eða hverjir
vilji komast yfir SPH.
eggert@frettabladid.is
Hringróðurinn:
Kominn til
fiórshafnar
RAUFARHÖFN Kjartan Jakob Hauks-
son, róðrakappinn sem ætlar að róa
hringinn í kringum landið til styrkt-
ar Sjálfsbjörg, kom til Þórshafnar á
Langanesi síðdegis í gær. „Það hef-
ur allt gengið vel síðustu tvo daga
þrátt fyrir hálfgert grautarpottasjó-
lag í gær,“ segir Kjartan.
Vel var tekið á móti Kjartani við
komuna til Raufarhafnar síðast liðið
þriðjudagskvöld og var verslunin
Urð opnuð sérstaklega svo Kjartan
gæti keypt nesti til að nærast á í
róðrinum fyrir Þistilfjörð. Næsti
viðkomustaður Kjartans er Bakka-
fjörður. -kk
Barnabókaverðlaun:
Hei›ru› fyrir
Sver›berann
VERÐLAUN Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra af-
henti í gær Ragnheiði Gestsdóttur
rithöfundi Norrænu barnabóka-
verðlunin 2005 í Þjóðmenningar-
húsinu.
Ragnheiður hlýtur verðlaunin
fyrir feril sinn sem rithöfundur
og myndlistarmaður með sér-
stakri áherslu á unglingabókina
Sverðberann sem kom út síðast-
liðið haust. - sgi
!"#$%&'( SPURNING DAGSINS
Lú›vík, ertu viss um a› Dirty
Harry hreinsi til eftir sig?
„Já, er hann ekki vanur að hreinsa ræki-
lega til þar sem hann fer um.“
Lúðvík Geirsson er bæjarstjóri Hafnfirðinga sem
hefur gefið Clint Eastwood leyfi til að kvikmynda
í Krýsuvík. Dirty Harry er eitt frægasta hlutverk
Eastwoods.
SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR Magnús Ægir Magnússon sparisjóðsstjóri stendur hér við
sparisjóðinn. Lögmenn hafa ráðlagt stofnfjáreigendum að svara fyrirspurnum Fjármálaeft-
irlitsins.
RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR Tók við
Norrænu barnabókaverlaununum úr hendi
menntamálaráðherra.
FJÖLMIÐLAR Flugfélagið Iceland
Express hættir frá og með deg-
inum í dag að selja blöðin DV og
Hér og nú í sínum vélum.
„Við sem stöndum að félaginu
teljum ritstjórnarstefnu blað-
anna ógeðfellda og viljum ekki
tengja okkur við þau. Við erum
með 160 manns í vélunum og
okkur finnst það ekki vera gott
fyrir okkur sem vörumerki að
tengja okkur við svona lagað.
Við getum notað plássið sem fer
undir blöðin til að selja aðra
vöru,“ segir Birgir Jónsson
framkvæmdastjóri Iceland Ex-
press. -óá
Á RAUFARHÖFN Fjöldi Raufarhafnarbúa
tók á móti Kjartani við komuna þangað.
BRUSSEL, AP Loksins sjá Tyrkir fyrir
endann á að áratugabaráttu fyrir
inngöngu í Evrópusambandið sé að
ljúka því í gær gaf sambandið út yf-
irlýsingu um að það sé tilbúið til
þess að setjast að samningaborði
með Tyrkjum. Þessi yfirlýsing er í
takt við samkomulag leiðtoga ESB-
ríkjanna sem náðist í desember.
Ekki er gert ráð fyrir því að
Tyrkir gangi í sambandið fyrr en í
fyrsta lagi árið 2014, að sögn Olla
Rehn, sem fer með stækkunarmál í
framkvæmdastjórn ESB. Hann
leggur líka áherslu á að ekki sé
sjálfgefið að Tyrkir fái inngöngu,
þótt opnað hafi verið á viðræður. ■
Aðildarviðræður í bígerð:
Tyrkjum bo›i›
til samninga
PÁLL GUNNAR PÁLSSON Tjáir sig ekki um
mál þýska bankans.
STARFSMENN LANDSBANKANS Stjórnendur Landsbankans vísa kröfu Lífeyrissjóðs banka-
manna um bakábyrgð vegna lífeyrisskuldbindinga á bug.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÁKÆRT FYRIR SKYRSLETTUR Þre-
menningunum sem slettu skyri
yfir ráðstefnugesti á ráðstefnu á
Hotel Nordica verður birt ákæra
í dag. Skaðabótakrafa hótelsins
hljómar upp á 2,8 milljónir og
brotin geta varðað allt að sex ára
fangelsi. Bylgjan greindi frá.
GRUNAÐUR UM SÖLU Maður á
fertugsaldri var í gær handtek-
inn í Reykjavík vegna gruns um
fíkniefnasölu. Húsleit var gerð á
tveimur stöðum og lagði lögregla
hald á mismunandi fíkniefni í það
miklu magni að líklegt má telja
að efnin hafi verið ætluð til sölu.
Bylgjan greindi frá.
Iceland Express:
Selja ekki DV
og Hér & nú
Kaupendur SPH-hlutanna eru hársbreidd frá flví a› komast yfir sjó›inn. Tveir
eigendur flurfa hugsanlega a› selja í vi›bót. Stofnfjáreigendur sem samflykkt
hafa a› selja bréf sín hafa flegar fengi› eingrei›slu.