Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 78
Hin stórvinsæla og fræga hljómsveit Duran Duran lenti hér á landi um tvöleytið í gær og eins og allir vita halda þeir félag- ar tónleika í Egilshöll í kvöld. Borghildur Gunn- arsdóttir kannaði stemn- inguna fyrir þessum ensku töffurum. Hljómsveitin var stofnuð seint á átt- unda áratugnum í Birmingham á Englandi. Eflaust eiga kapparnir því marga aðdáendur hérlendis sem eru komnir hátt á fimmtugsaldur auk þeirra sem heilluðust seinna af sveitinni. Það er því engin spurning að stemningin í Egilshöllinni verður rafmögnuð í kvöld þegar ungir og aldnir mætast í trylltum „eighty's“ dansi við lög eins og Rio, Hungry Like The Wolf eða Girls On Film. Gaman að fara á nýjan stað Félagarnir fóru fljótlega á blaða- mannafund á 1919 Radison Hotel þar sem þeir léku á alls oddi. „Við erum mjög ánægðir með að fá loks- ins að koma hingað til Íslands,“ sögðu þeir og aðspurðir hvers vegna þeir komu svo seint þá kváð- ust þeir alltaf hafa verið á leiðinni en sögðust sífellt hafa villst. „Það eru náttúrlega mörg lönd sem við náðum aldrei að heim- sækja. Okkur finnst alveg ótrúlegt að hérna séum við að fara að spila fyrir um það bil tíu þúsund manns sem hafa aldrei séð okkur á tónleik- um áður. Það er alltaf gaman að fara á nýjan stað, við höfum lesið margt um Ísland og fannst þetta bara góð- ur tími til að koma.“ Stemning níunda áratugarins Aðspurðir hvernig þeim finnist að fólk komi á tónleikana og upplifi aft- ur stemninguna á níunda áratugnum sögðust þeir mjög ánægðir með það. „Við erum alltaf að upplifa þennan áratug aftur. Hljómsveitin byrjaði á þessum tíma og hann er okkur þess vegna kær. Það er ekkert að því að upplifa þessa stemningu aftur sem ríkti á þeim tímum. Við erum ekki fastir á níunda áratugnum en getum ekki snúið bakinu algerlega við for- tíðinni,“ sögðu þeir og bættu við að þeir myndu jafnvel koma fram í flauelsjökkum og gallapilsum í Eg- ilshöllinni. „Auk þess er heil kynslóð sem hefur aldrei upplifað ekta ní- unda áratugs stemningu, fólk sem var ekki einu sinni fætt á þeim tíma. Það er ótrúlegt að sú kynslóð sé jafnvel að verða fyrir áhrifum af þessari tónlist.“ Aðspurðir hvað taki við eftir þessa tónleika minnast þeir meðal annars á Live 8 tónleikana og er þetta ekki í fyrsta sinn sem þeir ljá góðu málefni lið því þeir hafa áður spilað á Live Aid tónleikum. Eftir þá tónleika spiluðu þeir ekki í langan tíma en þannig verður það ekki í þetta sinn því þeir fara beint til Danmerkur og halda tónleika þar. Þá bíða þeirra sextán tónleikar í Ameríku og þrír í Japan. „Svo för- um við að snúa okkur að nýrri plötu og upptökur á henni hefjast í sept- ember. Hvað er málið með Wham? Fjölmargar spurningar dynja á strákunum í sambandi við hljóm- sveitina Wham en þessar hljóm- sveitir elduðu talsvert af gráu silfri saman í þá daga. Að minnsta kosti urðu mörg rifrildin á milli annars vegar aðdáenda Wham og aðdáenda Duran Duran. Þegar þeir eru spurð- ir hvort þeir séu orðnir leiðir á ein- hverju lagi svarar Simon Le Bon án þess að hika: „Wake Me Up Before You Go Go,“ og skellihlær. „Við erum ekki þreyttir hvorir á öðrum því við tókum okkur langa pásu. Hvað er annars málið með allar þessar Wham-spurningar?“ segja þeir furðu lostnir. Aðspurðir hverj- ar af hinum yngri hljómsveitum séu í uppáhaldi hjá þeim nefna þeir meðal annars Scissor Sisters og The Killers. Þeir segjast ekki hafa vitað fyrir fram hvernig hljómurinn yrði þeg- ar sveitin var stofnuð. „Við hittumst fyrst og höfðum ekki hugmynd um hvað myndi koma út úr þessu. Það er ekki gott að hugsa mikið um svona lagað heldur bara fram- kvæma. Stundum verða til töfrar og það að gera þessa tónlist var okkur algjörlega eðlilegt. Við semjum lög- in enn þá saman og allir fá að segja sína skoðun.” Í lokin fá strákarnir áskorun um að taka lagið Come up and See Me, Make Me Smile á tónleikunum en þau er að finna á B-hliðinni á Reflex og neita þeir því ekki að þeir taki þeirri áskorun. Þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum Duran-strákarnir og eiga eflaust eftir að halda athygli áhorfenda frá byrjun til enda tón- leikanna í kvöld. ■ 58 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR Lárétt: 2 á litinn, 6 samhljóðar, 8 menn- ingarsamtök, 9 sómi, 11 teikniáhald, 12 lyf, 14 gólar, 16 utan, 17 eins um u, 18 sársaukastingur, 20 sérsveit, 21 tréílát. Lóðrétt: 1 vond, 3 varðandi, 4 grá, 5 við- ur, 7 fréttir, 10 skel, 13 fæða, 15 aftur- hluti, 16 stefna, 19 gerist í hnefaleikum. Lausn. Stór Humar [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Svandís Svavarsdóttir. Í Cadarache í Frakklandi. Tony Pulis. BLAÐAMANNAFUNDUR Meðlimir sveitarinnar fóru á kostum á blaðamannafundinum, hlógu og skemmtu sér með gestum fundarins. ...fær Gunnar Ingi Birgisson fyrir hugmyndir sínar um óperuhús í Kópavogi. HRÓSIÐ 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt:2 gult, 6 lf, 7 mir, 9 æra, 11 té, 12 meðal, 14 galar, 16 án, 17 aua, 18 tak, 20 ss, 21 trog. Lóðrétt:1 slæm, 3 um, 4 litlaus, 5 tré, 7 fregnar, 10 aða, 13 ala, 15 rass, 16 átt, 19 ko. AÐ MÍNU SKAPI INGUNN SIGURPÁLSDÓTTIR, FEGURÐARDROTTNING OG FYRIRSÆTA TÓNLISTIN Ég er alæta á tónlist og finnst best að vera með stillt á útvarpið frekar en hlusta á geisladiska, hvort sem er í bílnum eða heima. Oftast hlutsa ég á FM 95.7, en Bylgjan og Kiss FM verða líka oft fyrir valinu. BÓKIN Þessa dagana er ég að lesa Where the Heart Is eftir Billie Letts, en eftir bókinni var gerð mynd fyrir nokkrum árum með Natalie Portman og Ashley Judd, og var í miklu uppá- haldi hjá mér. Annars er ég mest fyrir spennusögur og þar er Iris Johansen uppáhalds höfundurinn minn, en ég hef lesið nánast allar bækur hennar. BÍÓMYNDIN Það er með bíómyndir eins og tónlist; ég er algjör alæta. Fór síðast á Monster in Law og fannst al- veg ágæt. Leigði líka Closer um dag- inn, hún var afar spes og ekkert sér- staklega skemmtileg, en söguþráður- inn sat í mér. Get svo horft endalaust á myndirnar Jack and Sarah og Love Actually. BORGIN Ég hef ferðast óvíða en af þeim stöðum sem ég hef séð stendur Reykjavík upp úr! Kaupmannahöfn finnst mér einnig mjög spennandi og gæti vel hugsað mér að heimsækja hana oftar, en fór þangað síðast þegar ég var 11 ára. Aþena og Róm eru svo efstar á listanum yfir borgir sem mig langar að skoða. BÚÐIN Útimarkaðir í útlöndum finnst mér skemmtilegastir. Endalaust hægt að ráfa um og róta, og alltaf hægt að finna eitthvað sniðugt. Auk þess sem hægt er að prútta og gera fín kaup á nánast hverju sem er! VERKEFNIÐ Þessa dagana er ég að undirbúa ferð til Kína í júlí þar sem ég tek þátt í keppninni Miss Intercontinental. Nóg að gera fyrir svona ferð og fer mestur tími minn í það, auk þess sem ég er í tveimur hlutastörfum og vitaskuld upptekin við að njóta sumarsins! Útimarka›ir, spennusögur, Kína og FM 95,7 » FA S T U R » PUNKTUR KRAFTUR Í KÖRLUNUM Meðlimir Duran Duran eru enn þá sætir og enn þá með stríp- ur og þeir geta enn tryllt lýðinn með sínum fjölmörgu slögurum. VERÐUR EKKI MEÐ AXLAPÚÐANA Gísli Marteinn Baldursson er harður Duran Duran aðdáandi og vonast hann til þess að heyra slatta af gömlum slögurum í Egilshöllinni í kvöld. „Ég hlakka rosalega til. Ég fór reyndar í pílagrímsferð ásamt góðum hópi á Duran tónleika í London í fyrra vor. Ég veit nú ekki hvort það er sama dagskrá hjá þeim núna en það var alveg ógleymanleg stemning og þeir tóku öll gömlu góðu lögin,“ segir Gísli og viðurkennir að hann sé mikill Duran maður. „Í stríðinu á milli Duran og Wham var ég eindregið í Duran-horn- inu. Maður fylltist réttlátri reiði þegar Save A Prayer var dæmt af vinsældarlista Rásar 2. Ég fann fyrir bullandi réttlætiskennd og sat límdur við símann og valdi lagið aftur og aftur.“ Hann á erfitt með að velja uppáhalds lag en segir Rio hiklaust vera uppáhalds plötuna sína. „Save A Prayer er náttúrlega stórkostlegt og ákveðnar minningar tengdar því en ætli ég verði ekki að segja að The Chauffeur sé uppáhalds lagið mitt,“ segir Gísli. „Ég vil fá Hungry Like A Wolf strax, byrja þetta með trukki og þá kannski þoka ég mér fremst. En ég verð ekki með axlapúðana,“ bætir hann ákveðinn við. Gísli Marteinn Baldursson ætlar að mæta á tónleikana og jafnvel troða sér fremst ef sá gáll- inn er á honum. Hann verður þó að eigin sögn ekki með axlapúðana eins og í gamla daga. KOMNIR TIL LANDSINS Simon Le Bon og félagar lentu á Reykjavíkurflugvelli um tvöleitið í gær og virtust til í slaginn í Egils- höllinni. Duran Duran tekur áskoruninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.