Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 52
Ferðasögur nútímans Blaðamaður Reuters-fréttastofunnar fjallar eins og margir kollegar hans um útrás íslenskra fyrirtækja og eru þessar frásagnir farnar að minna á reisu- bækur útlenskra manna um Ísland fyrr á öldum. Hann fjallar um þær breytingar sem hafa orðið á íslensku efnahagslífi á síðustu árum. Við þá götu sem Regan og Gorbatsjov hittust árið 1986 er nú fjármálamiðstöð Íslands þar sem glerbyggingar og háhýsi setja svip sinn á umhverfið. Blaðamaðurinn segir frá falli kolkrabbans, minna vægi sjávar- útvegsins á þjóðarbúskapinn og hættunni á ofhitnun efnahagslífsins. Blaðamaðurinn veltir því fyrir sér hvort krafturinn í fólkinu og í iðrum jarðar muni kollsteypa öllu en bæði seðlabankastjórinn og landsfaðirinn fullvissa hann um að allt sé undir „kontról“. Ef- laust spyrst það út í hinn stóra heim hve Íslendingar eru lagnir við að temja náttúruöflin. Virkur eignarhluti Í umræðunni um málefni Sparisjóðs Hafnarfjarðar hefur oft verið minnst á virkan eignarhlut í fjár- málafyrirtæki sem er tíu prósenta eða meiri bein eða óbein hlutdeild í eigin fé. Samkvæmt lögunum ber að tilkynna Fjármálaeftirlitinu hyggist aðili eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki og fá samþykki þess. Engar skýringar fylgja með lögun- um hvernig menn skula bera sig við ætli þeir sér að ná virkum eignarhlut. Hvar á eig- inlega að byrja? Fer maður fyrst til Fjármálaeftirlitsins og spyr um leyfi eða á maður fyrst að kaupa eitt eða fleiri bréf í bankanum og spyrja svo um leyfi? Geta allir farið á fund eftirlitsins og tilkynnt um áætlan- ir um að eignast virkan eignarhlut? MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.145 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 345 Velta: 7.407 milljónir -0.22% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Baugur Group hefur keypt um fimm prósenta hluta í Burðarási af Landsbankanum. Um var að ræða framvirkan samning sem félagið hafði gert við bankann. Baugur hef- ur svo framselt hlutinn til Íslands- banka, sem hefur selt Baugi hlutinn framvirkt til þriggja mánaða. Hagvöxtur var um 3,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi í Bandaríkjunum. Er það hærra hlutfall en reiknað hafði verið með en spáð hafði verið 3,5 prósenta vexti. deCode genetics hefur hækkað nokkuð að undanförnu. Gengi félagsins náði í gær hæsta gildi í meira en ár þegar félagið fór yfir níu dali á hvern hlut. Markaðsvirði deCode er um 500 milljónir Banda- ríkjadala eða rétt um 32 milljarðar króna. 32 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 40,60 -0,25% ... Atorka 5,85 - 0,30% ... Bakkavör 39,50 – ... Burðarás 15,30 – ... FL Group 15,20 - 1,90% ... Flaga 4,30 +3,20% ... Íslandsbanki 13,50 +1,10% ... KB banki 539 +0,20% ... Kögun 59,40 -1,00% ... Landsbankinn 17,10 -1,70% ... Marel 57,30 – ... Og fjarskipti 4,06 – ... Samherji 12,10 – ... Straumur 12,20 -1,20% ... Össur 79,50 -0,60% Jarðboranir +3,38% Flaga +3,19% Íslandsbanki +1,12% Hampiðjan -5,63% Mosaic Fashions -3,08% Icelandic Group -2,59% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Kaup hluta fyrir á fjórt- ánda milljarð í Íslands- banka styrkja Karl Wern- ersson og hans lið í bankaráðinu. Baugur og viðskiptafélagar eru taldir kaupendurnir. Meintir kaupendur verj- ast allra frétta, en kaupin eru talin liður í stærri áætlun. Vísir að nýjum meirihluta kann að vera að myndast í hluthafahópi Ís- landsbanka. Viðskipti hafa verið með hluti í bankanum fyrir á fjórt- ánda milljarð síðustu daga. Talið er að á bak við hópinn sem er að kaupa standi fyrirtæki og einstaklingar sem vildu eiga samstarf við næst- stærsta hluthafa bankans, Mile- stone, undir forystu Karls Werners- sonar. Þar fer fremstur í flokki Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, ásamt félögum sem hann hefur átt samstarf við að undan- förnu. Meðal þeirra sem nefndir eru í því samhengi eru Hannes Smárason, stjórnarformaður Flug- leiða og Pálmi Haraldsson, kenndur við Feng. Líklegt er að fleiri fjár- festar sem verið hafa í samstarfi við Baug taki þátt í því að kaupa hluti í bankanum og styðja mark- mið Karls Wernerssonar innan Ís- landsbanka. Karl var í upphafi talinn vera í samstarfi við Björgólfsfeðga þegar hann keypti stóran hlut í bankanum. Á daginn hefur komið að Karl er á eigin forsendum í fjárfestingu sinni í bankanum. Hann hefur að undan- förnu átt í samstarfi við Baug og Pálma Haraldsson og kom með þeim að kaupum Iceland-keðjunnar þegar Baugur og tengdir aðilar keyptu Big Food Group. Samstarf Karls við Bjarna Ár- mannsson, forstjóra bankans, hefur gengið vel og meðal heimildamanna er talið að þeir séu arkitektarnir að komu Baugs og tengdra aðila í hlut- hafahóp bankans. Karl vildi ásamt Jóni Ásgeiri stofna sérstakt félag utan um eign- arhald í bankanum og trygginga- félaginu Sjóvá. Markmiðið var að hlutur Straums í Íslandsbanka rynni inn í það félag. Samkomulag um það náðist ekki og telja Íslands- bankamenn að Landsbankinn hafi stöðvað þessi viðskipti Straums, en Landsbankamenn eru meðal hlut- hafa Straums. Innan Straums segja menn hins vegar að viðskiptin hafi ekki verið nægjanlega hagstæð fyrir Straum. Straumur er með mikla fjármuni bundna í Íslandsbanka og telja margir að hagsmunir Straums og Landsbankans fari ekki fullkom- lega saman varðandi eignarhlutinn í Íslandsbanka. Sameiginlegu hags- munirnir eru ef Straumi og Lands- bankanum tekst að ná yfirhönd í Ís- landsbanka. Hins vegar sitji Straumur uppi með margfalda áhættu á við Landsbankann ef ekki tekst að ná yfirráðum í bankanum. Ljóst virðist að fyrst ekki tókst að sannfæra Straum um að selja, sé áætlunin sú að safna bréfum í bank- anum og tryggja sér með því örugg- an meirihluta í stjórn bankans. Enginn virðist á þessu stigi vera tilbúinn að tjá sig um þessi viðskipti enda virðast hér á ferðinni fyrstu skref í stærri áætlun um yfirráð í Íslandsbanka. haflidi@frettabladid.is Félögum hefur fjölgað ört í norsku kauphöllinni á fyrri helmingi ársins. Samkvæmt frétt frá norsku kauphöllinni verða 23 ný félög skráð í kaup- höllina á tímabilinu en aðeins sex afskráð. Hefur fyrirtækjum aldrei fjölgað svo mikið á norska markaðnum fyrir utan fyrri árs- helming árið 1997. Einkum er um að ræða félög sem sérhæfa í sig í orkufram- leiðslu og olíuiðnaði, fjármála- þjónustu og tæknigeiranum. Einnig er algengt að erlend eign- arhaldsfélög skrái sig í Noregi. Efnahagsástand í Noregi er gott og sjá mörg fyrirtæki sér leik á borði að vaxa hratt með því að fara á hlutabréfamarkaðinn. - eþa Þór Sigfússon, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs Íslands, skorar á samgönguráðherra að nýta sér einkaframtakið við gerð vegar um Tröllatunguheiði á Vestfjörðum. Félagið Leið ehf. hafi undirbúið verkið sem einkaframkvæmd í þágu bættra samgangna, aukins umferðarör- yggis, betri búsetuskilyrða og sparnaðar fyrir ríkið. Því sé ein- kennilegt ráðslag að ráðherra skuli vilja koma höndum yfir þessa vinnu, en hann hefur heimilað vegamálastjóra að ganga til samninga við Leið ehf. um kaup Vegagerðarinnar á þeirri vinnu sem fram hefur farið á vegum félagsins.“ Þór segir að verkið muni taka lengri tíma taki ríkið það yfir. Borið sé við skorti á fjármun- um. Leið ehf. hafi kynnt um- hverfismat vegna verksins og áformaði að ráðast í hönnun og gerð útboðsgagna. „Telja verður einkennilegt úr því sem komið er að kostir einkaframtaksins skuli ekki fá að njóta sín við gerð og flýtingu vegarins. „Kunnátta og geta einkaaðila til þessara hluta er fyrir hendi,“ segir Þór í grein á heimasíðu Verslunarráðs. – bg STYRKJA STÖÐUNA Karl Wernersson, Einar Sveinsson og Bjarni Ármannsson hafa verið samstíga í rekstri Íslandsbanka. Kaup nýrra aðila á stórum hlut í bankanum eru talin styrkja stöðu þeirra í bankanum. Aðeins 599 kr. 5 690691 2000 08 Lífsreynslusaga • Heils a • • Matur • Krossgáturg•á~t Persónuleikaprófið 25. tbl. 67. árg., 29. jún í 2005. Aðeins 599 kr. Gætirðu orðið stjar na í veruleikaþætti? Það sem þú vissir ekki ... Ásdís Halla Bragadóttir 20 kíló farin Í heimsókn hjá syni Megasar Elísabet Ásberg Árnadóttir er á framabraut listarinn ar. Gerir listmuni fyrir flottustu hótel í USA Dóttir bíókóngsins Pjatt að neðan veldur sýkingum! Er verið að gúggla þig? Elska snyrtivörur og falleg föt! 4 glæsikonur segja frá Guðný Guðjónsdótt ir, 27 ára Barðist við heila- æxli, nú á leið í hjálparstörf í Afrík u Útlitið skiptir máli! 4 forstjórar svara 00 Vikan25. tbl.'05-1 16.6.2005 15:49 Pag e 1ný og fersk í hv erri viku Náðu í eintak á næsta sölustað ÞÓR SIGFÚSSON N‡ta eigi einkaframtaki› Einkaaðilar fljótari að reisa veg á Vestfjörðum en ríkið. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI FÉLÖGUM FJÖLGAR Norski hlutabréfa- markaðurinn er spennandi í augum fjár- festa. Alls verða 23 ný félög skráð í norsku kauphöllina á fyrri helmingi ársins. Norski hlutabréfamarkaðurinn í sókn: N‡jum félögum fjölgar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Nýir aðilar á leið í lið með meirihluta í Íslandsbanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.