Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.06.2005, Blaðsíða 30
Í nútíma samfélagi er sá mis- skilningur algengur að meira sé betra varðandi neyslu næring- arefna, en sannleikurinn er sá að of mikil neysla á ýmsum næringarefnum getur verið skaðleg. Manneskja sem fer eftir al- mennum ráðleggingum um mataræði ætti að öllum líkind- um að fá nægilegt magn þeirra næringarefna sem hún þarfnast úr fæðunni, án þess að þurfa að borða vítamíntöflur eða víta- mínbættar afurðir. Þessar ráð- leggingar eru hérlendis settar fram af Lýðheilsustöð. Nýjar hættur Ekki er hægt að gera beinar rannsóknir á mönnum varðandi ofnotkun næringarefna. Það er einfaldlega ekki siðferðilega rétt að gefa eitrunarskammta í tilraunaskyni. En á að láta markaðinn skera úr um þetta? Mjög hefur færst í vöxt að bæta ýmsum vítamínum og steinefn- um í matvörur og ef ekkert er að gert mun það halda áfram. Framleiðendur gera þetta sjálf- sagt sumir af umhyggju fyrir neytendum því að þeir telja að viðkomandi efni skorti í venju- legt samsett fæði, en sá skortur þarf þó ekki að vera raunveru- lega til staðar. Önnur ástæða er að upp- lýsingar um viðbæturnar koma fram í auglýsingum og kynn- ingu á vörunni og er ætlað að auka sölu hennar. Markaðurinn tekur ekki tillit til óupplýstra neytenda sem kaupa það sem fyrir þá er lagt. Mikilvægt er að fræða neytendur um hvað þeir eru að láta ofan í sig. Það er ljóst að eftir því sem ýmis næringar- efni koma fyrir sem viðbætur í fleiri matvælum verður erfið- ara fyrir neytandann að forðast ofskammta. Upprunalega hreina varan sem ekki hefur verið fiktað í með viðbótum til að auka sölu verður þá eftirsóknar- verðari fyrir neytandann. Verra er að upp er komin ný staða sem setur viðkvæmustu hópana, eins og börn og ófrískar konur, í sérstaka hættu varðandi eitrun af völdum næringarefna. Þeir sem fara hátt yfir ráðlagðan dagskammt og yfir þau mörk sem sett eru sem efri mörk daglegrar inntöku geta átt á hættu að verða fyrir eitrunar- áhrifum vegna næringarefna. Eitrunarmörk fituleysanlegra vítamína (K-, D-, A- og E- vítamín) eru hlutfallslega lægri en vatnsleysanlegra vítamína (B- og C-vítamín) þar sem líkaminn skilur út ofgnótt af vatnsleysanlegum vítamínum en fituleysanlegu vítamínin sitja eftir í fituvef líkama. Einnig geta sum næringarefni hindrað frásog annarra næring- arefna. Því er slæmt að fá of mikið af einu sem hindrar svo frásog annars sem gæti verið af skornum skammti. Vítamínbætt matvæli Sum Norðurlönd banna ýmsar gerðir af amerísku morgun- korni vegna vítamínbætingar þeirra sem er talin óæskileg. Mesta hættan af þessum vörum er að börnin borði meira en einn til tvo diska og fái þar með of mikið af næringarefnum. Mörg snefilefni safnast upp í líkam- anum og má þar nefna járn. Þó járnskortur sé algengur getur ofgnótt járns verið skaðleg. Hérlendis er mikil hefð fyrir þessum gerðum morgunkorns en sett hafa verið efri mörk um hve miklu af næringarefnum má bæta í matvæli af þessari gerð. Í mörgum vítamínbættum afurðum er B-vítamín, t.d. fólasíni, sem aðeins virðist vanta í fæðu kvenna á barns- eignaraldri. Þessar afurðir eru því góðar fyrir þann hóp fólks. Eðlilegasta uppspretta fólasíns er ávextir og grænmeti í því magni sem ráðlagt er að neyta þeirra; um fimm skammtar á dag eða 500 grömm. Á þann hátt fást einnig önnur efni í hæfi- legu magni sem eru holl og góð fyrir líkamann. Vítamínbæting er ekki alslæm. Margt fólk þarf á þess- um vörum að halda. Þar má nefna eldra fólk og fólk sem af einhverjum ástæðum fær ekki nægilegt magn næringarefna úr fæðunni t.d. vegna sjúkdóma, lystarleysis eða lélegs fæðis. Fyrir fólk sem neytir almennt næringarsnauðrar fæðu geta vítamínbættar afurðir verið mikilvæg uppspretta járns og annarra næringarefna. Samkvæmt niðurstöðum landskönnunar á mataræði full- orðinna Íslendinga árið 2002 er D-vítamín eina vítamínið sem er af skornum skammti í fæðu Íslendinga. Það er vegna þess að líkaminn myndar D-vítamín úr sólarljósi sem er lítið af á norðlægum slóðum yfir vetrar- mánuðina, einnig finnst D- vítamín í fáum matvörum og er því sterkasti leikurinn að taka lýsi, sem er eina fæðubótarefn- ið sem allir næringarfræðingar eru sammála um að eigi að vera hluti af mataræði Íslendinga. Mikilvægt að upplýsa Hér á landi er ofgnótt af vítamínbættum vörum á mark- aðnum og því þarf að treysta á að fólk misnoti þær ekki. Helstu eitrunaráhættuhópar eru börn og fólk sem vegna erfðaeigin- leika frásogar of mikið af til- teknu næringarefni og getur þá verið hætta á t.d. ofhleðslu járns. Mikilvægt er því að upp- lýsa og fræða almenning um að það geti verið eins hættulegt að neyta of mikils af næringarefn- um og að neyta of lítils af þeim. Ráðlagður dagskammtur hvers næringarefnis uppfyllir þarfir langflestra einstaklinga fyrir efnið. Fólk getur reiknað út næringarinntöku sína á vefnum www.matarvefurinn. Höfundur eru nemendur í matvæla- og næringarfræðiskor í Háskóla Íslands. Gott hjá Bubba Það er gott hjá Bubba að láta til skarar skríða og fara í mál og sýnir fólki að það stendur ekki varnarlaust gegn slíkri blaða- mennsku. Í ýmsum tilvikum veigrar fólk sér við að gera eitthvað í málunum þegar það verður fyrir ósanngjarnri umfjöllun, einfaldlega vegna þess að það er hrætt við afleiðingarnar. Nú er ég ekki að halda því fram að slíkur ótti sé endilega réttmætur eða að blaðamenn Hér & nú eða DV taki fólk sem kvartar eða kærir sérstaklega fyrir. En málið er að ýmsir óttast að svo sé. Og fjölmiðlar eru farnir ansi langt út af sporinu þegar almenningur er farinn að óttast þá. Árni Helgason – djoflaeyjan.com Alfreð heldur dauðahaldi Alfreð Þorsteinsson er fremstur í hópi þeirra framsóknarmanna, sem mælir með því, að áfram verði haldið samstarfi innan R-listans. Sú spurning er áleitin, hvort ástæðan fyrir því, að Alfreð heldur þessu dauðahaldi í R-listann sé sú, að hann vilji ekki láta mæla fylgi Framsóknarflokksins beint í borgarstjórnarkosningum – það er að gefa kjósendum til að segja milliliða- laust álit sitt á því, hvernig þeim finnst full- trúar Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur standa sig. Björn Bjarnason – bjorn.is Bær í blóma En er skynsamlegt af Garðabæ að sam- þykkja þessar áætlanir? Er þess virði fyrir bæjarfélag sem vill vera þekkt fyrir að vera bær í blóma að leyfa það að 26 hektarar af bæjarvernduðu svæði sé brotið undir stórmarkaði, skyndibitastaði og mikið flæmi bílastæða? Er bæjarfélagið með þessu e.t.v. að ganga gegn vilja bæjarbúa sem að undanförnu hefur kristallast í röð af vel heppnuðum og árangursríkum íbúaþingum? Samúel T. Pétursson – deiglan.com 30. júní 2005 FIMMTUDAGUR30 Meira er ekki alltaf betra AF NETINU UMRÆÐAN VÍTAMÍNBÆTT MATVÆLI SIGRÚN MJÖLL HALLDÓRSDÓTTIR UNA BJÖRK JÓHANNSDÓTTIR Verra er a› upp er komin n‡ sta›a sem setur vi›kvæmustu hópana, eins og börn og ófrísk- ar konur, í sérstaka hættu var›andi eitrun af völdum næringarefna. Nýverið varð ég fyrir þeirri óhugnanlegu reynslu að vera far- þegi í bíl sem ekið var á löglegum hraða milli Reykjavíkur og Kópa- vogs. Bílstjórinn var erlendur rík- isborgari, nýbúinn að taka bílpróf hérlendis og vissi sem var að það þýddi ekkert að lúsast áfram, af- farasælast væri að halda sig sem næst leyfilegum hámarkshraða. Þrátt fyrir löghlýðni bílstjór- ans þeyttust aðrir bílar á sömu leið framúr okkur, sumir eftir að hafa ekið okkur uppi á leiftur- hraða, sumir liggjandi á flautunni grautfúlir á svip. Manngreyið við stýrið notaði fyrsta tækifæri til að komast út af aðalbrautinni, beygði sem leið lá upp á Kópavogbrúna og þaðan inn á stæðið fyrir framan einn ljúfasta stað höfuðborgar- svæðisins, Listasafnið í Kópavogi. Sloppnir í bili, en svo þurfti að komast lifandi til baka aftur... Óhugnanleg reynsla, segi ég, vegna þess að á þessum stutta kafla skynjaði maður stressið, firringuna, að ég segi nú ekki mannvonskuna sem skein úr öku- lagi og svip annarra bílstjóra sem tókst að verða ótrúlega pirraðir af litlu tilefni (löglegum hraða okkar) á örskömmum tíma (nokkrum sekúndum). Oft hefur maður nú þurft að afsaka hall- ærislegt skemmtanalíf Íslendinga fyrir útlendingum og benda á að við höfum ekki haft nema nokkur ár til að tileinka okkur vínmenn- ingu, en hvernig átti maður að skýra þetta háttalag, þar sem gerendur voru (vonandi) alls- gáðir? Er þetta samskonar van- þroski og í umgengni við áfengi? Er ástæðan skortur á hraðaskyni, vegna þess að við stukkum nánast beint af hestinum í bílana, án við- komu í vögnum? Einhverra hluta rifjaðist upp fyrir mér merkilegt leikrit eftir Ionesco, Nashyrningarnir, þegar ég var kominn óhultur aftur heim og fór að hugsa um þetta. Leikrit- ið fjallar í stuttu máli um það hvernig heilt samfélag gengur smátt og smátt sömu vitleysunni á hönd, breytist úr manneskjum í nashyrninga sem hlusta ekki á neitt, heldur æða hugsunarlaust áfram á allt sem fyrir verður. Leikritið hefur oft verið túlkað sem ádeila á pólitískar eða trúar- legar öfgar þar sem fólk hlustar ekki á neitt í kringum sig heldur æðir áfram í blindni hvað sem tautar og raular, en það er fyrst og fremst frábær lýsing á harðhugs- un eins og þeirri sem mjög er ríkj- andi hérlendis, meðal annars í um- ferðinni. En Ionesco hefði allt eins getað verið að skrifa ádeilu á íslenska bílstjóra. Íslensk umferðar- (ó)menning er einhvern veginn einmitt þannig. Í áðurnefndri Kópavogsferð leið okkur erlenda ökumanninum einmitt eins og lömbum í nashyrningshjörð, innan um íslensku umferðarnashyrning- ana. Maður var skíthræddur um að lenda undir einhverjum torfæru- jeppanna eða fá framúraksturs- kappa í hliðina. Nashyrningar eru stórmerkileg dýr og það er mjög gaman að skoða þá í safaríferð í Afríku eða dýra- garði. En þeir þykja ekkert sérlega skarpir og eru fremur sjóndaprir, þunglamalegir og svifaseinir. Þeir eiga í það minnsta ekki að vera með bílpróf og bílstjórar sem eru skyldir þeim andlega eiga heldur ekki að vera með það. Þeir sem rækta nashyrningseðli sitt með bensínfætinum í umferðinni eru stórhættulegar skepnur sem þarf að halda niðri með öllum tiltækum ráðum. Enda er ökuskírteini ekki vopn eða skotveiðileyfi eins og ýmsir virðast halda, heldur að- göngumiði að samskipta- og sam- göngutækinu bifreið. Umfer›arnashyrningar FRIÐRIK RAFNSSON BÓKMENNTAFRÆÐINGUR OG ÞÝÐANDI UMRÆÐAN UMFERÐ Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.